Veður

Veður


Fréttamynd

Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met

Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951.

Innlent
Fréttamynd

„Það kólnar hratt í húsunum núna“

Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum.

Innlent
Fréttamynd

Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó

„Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis.

Innlent
Fréttamynd

Drauma­­ferð þúsunda ferða­manna endar sem Reykja­víkur­­ferð

Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir tjón vegna vegalokana vera gífurlegt fyrir sig og önnur fyrirtæki í bransanum. Hann segir að skipuleggja þurfi moksturinn betur og kallar eftir frekari mannskap í starfið. Ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. 

Innlent
Fréttamynd

Snjó­koma austan­til og hríðar­veður

Veðurstofan á von á norðaustlægri átt á landinu í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu í fyrstu, en tíu til fimmtán norðvetantil. Eftir hádegi bætir svo í vind, norðaustan átta til fimmtán metrar á sekúndu síðdegis, en fimmtán til 23 metrar á sekúndu suðaustanlands og á Austfjörðum.

Veður
Fréttamynd

Rýmingu í Mýr­dal af­létt

Rýmingu tveggja húsa í Mýrdal vegna yfirvofandi snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Fólk á svæðinu er þó beðið um að gæta að sér á ferðum sínum undir bröttum hlíðum næstu daga. 

Innlent
Fréttamynd

Búið að opna Hellisheiði

Hellisheiðin er nú opin í báðar áttir. Þá er einnig búið að opna vegina up Þrengsli og Sandskeið. Krýsuvíkurvegur og Suðurstrandarvegur eru enn ófærir. Reykjanesbrautinni er haldið opinni og búið er að opna Grindavíkurveg á ný. 

Innlent
Fréttamynd

Gul við­vörun á Suð­austur­landi

Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Suðausturlandi. Búist er við þrettán til tuttugu metrum á sekúndu með snjókomu en batna á vestan til á svæðinu eftir hádegi. Viðvörunin er þó í gildi til klukkan fjögur í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Snjóþekja á stofnvegum og fólk hvatt til að fara varlega

Þjóðvegurinn frá Hvolsvelli og til Víkur í Mýrdal er lokaður vegna veðurs en spáð var mikilli snjókomu á svæðinu í nótt. Vegurinn á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs var lokaður fyrir almennri umferð í gær en Vegagerðin var þar með fylgdarakstur.

Innlent
Fréttamynd

Opið milli Markar­fljóts og Víkur

Búið er að opna á hringveginum milli Markarfljóts og Víkur. Enn er ófært austur frá Vík að Kirkjubæjarklaustri en stefnt er að opnun upp úr klukkan tvö í dag.

Innlent
Fréttamynd

Enn ein lægðin hrellir lands­­menn

„Í kvöld kemur enn ein kalda smálægðin úr vestri og mun hrella okkur með snjókomu og skafrenningi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Mest snjóar vestantil í kvöld og á Suður- og Suðausturlandi.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru

Fjöldinn allur af ferðamönnum eru veðurtepptir í Vík í Mýrdal en hótelstarfsmaður segir marga ferðamenn ekki bera nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Það kom honum á óvart hversu fáir afbókuðu gistingu á hótelinu og komu til Víkur þrátt fyrir að búið væri að loka vegum.

Innlent
Fréttamynd

Virti ekki lokanir og þverar þjóð­veginn

Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Milljónir Banda­ríkja­manna stranda­glópar

Að minnsta kosti átján hafa látist í Bandaríkjunum í óveðrinu sem geisar. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og hefur hátt í 2.500 flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Þúsundir verja jólunum fastir á flugvöllum í landinu.

Erlent