Veður

Veður


Fréttamynd

„Þetta er ekki huglægt mat“

Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sum ósátt við það hversu hratt er gripið til veðurviðvarana og lokana eins og gert var í gær á gamlársdag. Veðurfræðingur segir viðvaranir byggðar á bestu gögnum en í gær hafi lægðin fært sig sunnar en búist var við, og það hratt. Því hafi farið betur en á horfðist. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissu­stigi Al­manna­varna af­létt

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu aflýst óvissustigi Almannavarna á svæðinu. Sömuleiðis hefur samhæfingarstöð Almannavarna sem opnuð var í nótt, verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Skjótt skipast veður í lofti

Snjó kyngir nú niður á höfuðborgarsvæðinu og víða er lítið skyggni. Ofanhríð hófst upp úr klukkan tvö en fram að því hefur veður verið hið bærilegasta. Skjótt skipast veður í lofti, eins og þar segir. 

Veður
Fréttamynd

Brennur stað­festar með fyrir­vara

Brennufundur var haldinn rétt í þessu í Skógarhlíðinni þar sem ákveðið var að áramótabrennur megi fara fram í dag samkvæmt fyrri áætlun. Þó er fyrirvari til staðar vegna veðurs.

Innlent
Fréttamynd

„Slapp vel til“

Ekki hefur ræst úr óveðri á höfuðborgarsvæði og Suðvesturlandi. Appelsínugul viðvörun var tekin úr gildi í morgun og eru nú aðeins gular viðvaranir í gildi. Búist er við bærilegu veðri í kvöld á suðversturhorninu en hvessir eftir miðnætti. Þjóðvegi hefur verið lokað á milli Hellu og Kirkjubæjarklausturs. 

Veður
Fréttamynd

Appel­sínu­gul við­vörun og Vega­gerðin í við­bragðs­stöðu

Gefnar hafa verið út viðvaranir á Suður- og Vesturlandi vegna veðurs. Appelsínugul viðvörun var í gildi frá klukkan 7 til klukkan 10 í dag, á Suðurlandi. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi og Vesturlandi. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra vegalokana á Suður- og Suðvesturlandi. 

Veður
Fréttamynd

Ísþoka við Elliðaár í 25,3 stiga gaddi

Frostið í Víðidal í Reykjavík í dag mældist mest 25,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands. Þetta er mesta frost í borginni í kuldkastinu til þessa en fáheyrt er að svo mikill kuldi mælist innan borgarmarkanna. 

Innlent
Fréttamynd

Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun

Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Áramótin gætu „horfið í dimmt él“

Áramótin á höfuðborgarsvæðinu gætu horfið í dimmt él, að sögn veðurfræðings, en gular hríðarviðvaranir taka gildi á suður- og vesturhluta landsins á morgun - og Vegagerðin varar við vegalokunum. Þá ríkir enn óvissa um hvort gamlársbrennur, þær fyrstu frá upphafi faraldurs, verði tendraðar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum“

Skíðasvæði Bláfjalla hefur loksins verið opnað aftur en fjölmargir hafa lagt leið sína þangað á fyrstu klukkutímunum að sögn rekstarstjóra Bláfjalla. Sökum snjóleysis var þó aðeins hægt að opna nýjustu lyftuna og barnalyftur og grínast rekstrarstjórinn með að Reykjavík hafi stolið snjónum. 

Innlent
Fréttamynd

Ljóst að ein­hverjir kvíða því að starf­semi færist í fyrra horf

Sólarhringsopnun er í neyðarskýlum heimilislausra nú þegar viðbragðsáætlun vegna veðurs er í gildi. Upplýsingafulltrúa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir gesti ánægða með að hafa aðgengi að skýlunum allan sólarhringinn og ljóst að einhverjir kvíði því að starfsemin færist í sitt fyrra horf.

Innlent
Fréttamynd

Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met

Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951.

Innlent
Fréttamynd

„Það kólnar hratt í húsunum núna“

Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum.

Innlent
Fréttamynd

Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó

„Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis.

Innlent
Fréttamynd

Drauma­­ferð þúsunda ferða­manna endar sem Reykja­víkur­­ferð

Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir tjón vegna vegalokana vera gífurlegt fyrir sig og önnur fyrirtæki í bransanum. Hann segir að skipuleggja þurfi moksturinn betur og kallar eftir frekari mannskap í starfið. Ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. 

Innlent
Fréttamynd

Snjó­koma austan­til og hríðar­veður

Veðurstofan á von á norðaustlægri átt á landinu í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu í fyrstu, en tíu til fimmtán norðvetantil. Eftir hádegi bætir svo í vind, norðaustan átta til fimmtán metrar á sekúndu síðdegis, en fimmtán til 23 metrar á sekúndu suðaustanlands og á Austfjörðum.

Veður
Fréttamynd

Rýmingu í Mýr­dal af­létt

Rýmingu tveggja húsa í Mýrdal vegna yfirvofandi snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Fólk á svæðinu er þó beðið um að gæta að sér á ferðum sínum undir bröttum hlíðum næstu daga. 

Innlent