Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Gulli Briem hættur í Mezzoforte

Trommarinn Gunnlaugur Briem hefur ákveðið að segja skilið við hljómsveitina Mezzoforte og einbeita sér að sólóferli sínum. Frá þessu er greint á Facebook-síðu sveitarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Ganverskur rappari stefnir Drake

Rapparanum Drake hefur verið stefnt af ganverska rapparanum Obrafour vegna brota á höfundarétti. Obrafour segir Drake hafa notað lag sitt Ohene Remix ófrjálsri hendi þegar hann samdi smellinn Calling My Name. Obrafour krefst tíu milljóna Bandaríkjadala vegna málsins.

Lífið
Fréttamynd

Þakk­látur að geta valið tón­listina fram yfir herinn

Tónlistarmaðurinn Daniil hefur náð miklum árangri í íslenskum tónlistarheimi en hann var kosinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og var að senda frá sér plötuna 600. Hann verður með stóra útgáfutónleika í Gamla Bíó á morgun, föstudagskvöld, þar sem öllu verður til tjaldað. Blaðamaður tók púlsinn á þessum 21 árs gamla rappara, sem byrjaði að gera tónlist fyrir fjórum árum síðan.

Tónlist
Fréttamynd

K-pop söngvarinn Moonbin látinn

K-pop stjarnan Moonbin er látin, 25 ára að aldri. Var hann einn meðlima vinsælu hljómsveitarinnar Astro en hafði síðustu misseri unnið að sólóferli sínum ásamt einum öðrum meðlimi úr sveitinni. 

Lífið
Fréttamynd

Drukknaði eftir að hafa tekið blöndu af fíkni­efnum

Réttarmeinalæknir segir söngvarann og samfélagsmiðlastjörnuna Aaron Carter hafa drukknað í baðkari sínu vegna áhrifa af fíkniefnum sem hann hafði tekið fyrr um daginn. Í líkama hans fundust efni úr Xanax-töflum og efni úr loftúðahreinsiefni.

Tónlist
Fréttamynd

Hugmynd sem kviknaði eftir pílagrímsferð til New York

„Mig langaði að gera þeirri tónlist sem ég hef samið á undanförnum árum góð skil,“ segir píanóleikarinn og tónskáldið Magnús Jóhann Ragnarsson, sem stendur fyrir fjögurra kvölda tónleikaseríu í Mengi og hefst hún á fimmtudagskvöld. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Jóhanni.

Tónlist
Fréttamynd

Óskar hefur sungið í fjögur þúsund jarðarförum

Gamlir bílar og gömul bílnúmer eru honum hugleikinn, svo ekki sé talað um sönginn en hann hefur sungið í um fjögur þúsund jarðarförum. Hér erum við að tala um Álftagerðisbróðurinn Óskar Pétursson, sem Magnús Hlynur heimsótti í þætti sínum, „Mig langar að vita“ í hér á Stöð 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella

Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið.

Tónlist
Fréttamynd

Kristmundur Axel með tvö lög á Íslenska listanum

Rapparinn Kristmundur Axel hefur með sanni átt öfluga endurkomu inn í íslenskt tónlistarlíf að undanförnu og kom meðal annars fram á Hlustendaverðlaununum í ár. Hann er mættur á Íslenska listann á FM með ekki bara eitt heldur tvö lög.

Tónlist
Fréttamynd

„Veit um tvær stelpur sem eru skírðar í höfuðið á laginu mínu“

„Ég byrjaði í tónlist þegar ég var pínulítill. Pabbi er söngvari og ég var fimm ára þegar ég byrjaði að spila á gítar,“ segir tónlistarmaðurinn Thorsteinn Einarsson, sem skrifaði átján ára gamall undir plötusamning í Austurríki. Hann hefur verið að gera góða hluti þar undanfarin ár, er með milljónir spilanna á streymisveitunni Spotify og hefur spilað víða á tónleikum. Blaðamaður hitti hann í kaffi og tók púlsinn á honum.

Tónlist
Fréttamynd

Píparinn stefnir á sigur í Skúrnum

Hinn 19 ára gamli Alexander Orri úr Reykjanesbæ er þriðji flytjandinn sem er kynntur til sögunnar í Skúrnum. Hann starfar sem pípari en hóf að fikta við tónlist ellefu ára gamall þegar hann eignaðist dj borð og fann strax að tónlistasköpun myndi fylgja honum út lífið.

Lífið samstarf