Vaktina má finna neðan í fréttinni. Þar verður fjallað um atriði og arburði kvöldsins og mat lagt á þá. Sem fyrr verður ekkert í Eurovisionvaktinni óviðkomandi og engum verður hlíft.
Útsending hefst klukkan 19 á íslenskum tíma og verða framlög átján landa flutt. Þar af verða framlög þriggja landa sem þegar eru örugg í úrslit flutt: framlög Bretlands, Þýskalands og Svíþjóðar. Svíþjóð kemst áfram sem gestgjafi en þau fyrrnefndu eru ásamt Spáni, Ítalíu og Frakklandi hluti af „hinum fimm stóru“ löndum sem komast alltaf áfram.
Lög eftirfarandi landa verða flutt í kvöld: Kýpur, Serbía, Litháen, Írland, Bretland, Úkraína, Pólland, Króatía, Ísland, Þýskaland, Slóvenía, Finnland, Moldóva, Svíþjóð, Aserbaídsjan, Ástralía, Portúgal og Lúxemborg.
Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.