Tónleikar The Rapture - fimm stjörnur Það voru nýstirnin í hljómsveitinni Motion Boys sem hituðu upp fyrir The Rapture á Nasa á þriðjudagskvöldið. Motion Boys er mikið hampað þessa dagana og þess vegna gaman að fá tækifæri til að sjá hvernig sveitin spjarar sig á tónleikum. Tónlist 28. júní 2007 04:00
Kim Larsen væntanlegur til Íslands Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen og hljómsveit hans Kjukken heldur tónleika í Vodafonehöllinni hinn 24. nóvember. Tónlist 28. júní 2007 03:00
Led Zeppelin íhugar endurkomu Þrír eftirlifandi meðlimir hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Led Zeppelin eru sagðir íhuga að koma saman á ný. Hugmyndin er að koma fram saman á einum tónleikum síðar í sumar. Tónleikarnir verða haldnir til heiðurs Ahmet Ertgun, stofnanda Atlantic Records, en hann lést á síðasta ári. Ertgun þessi vann mikið með Zeppelin á sínum tíma og vilja hljómsveitarmeðlimirnir votta honum virðingu sína með því að stíga aftur á svið í þetta eina skipti. Tónlist 27. júní 2007 06:45
Nhi og bau Víetnamski tónlistarmaðurinn Ngo Hong Quang kynnir hlustendum nýjan hljóðheim á tónleikum í Iðnó í kvöld. Quang útskrifaðist frá Tónlistarháskólanum í Hanoi vorið 2006 eftir tólf ára nám á hefðbundin víetnömsk hljóðfæri. Tónlist 27. júní 2007 04:30
Damon frumsýnir óperu Nýtt verk Damons Albarn verður frumsýnt í Manchester á morgun. Verkið er sungið á mandarín-tungu og spilað er undir á glerharmonikku. Ópera eftir popparann Damon Albarn verður frumsýnd í Manchester á Englandi á morgun. Tónlist 27. júní 2007 03:30
Tvennir tónleikar Þingeyska gleðisveitin Ljótu hálfvitarnir, sem nýlega gaf út sína fyrstu plötu, heldur tvenna útgáfutónleika á næstunni. Fyrri tónleikarnir verða í Borgarleikhúsinu á laugardag en hinir síðari í Ýdölum í Aðaldal viku síðar. Tónlist 27. júní 2007 03:30
Jagúar gefur út nýtt lag Nýtt lag með hljómsveitinni Jagúar, You Want Me, er komið í spilun. Lagið verður að finna á fjórðu plötu sveitarinnar sem var tekin upp í Danmörku síðasta vetur. Er hún væntanleg í ágúst. Tónlist 27. júní 2007 02:15
Flestir fá borgað undir borðið „Ég gef allt mitt upp til skatts. Hvað ég tek svo fyrir þetta er síðan bara samkomulag og snýr að umfangi og öðrum þáttum,“ segir Bjarni Arason, söngvarinn góðkunni. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær eru þó nokkrir íslenskir söngvarar margbókaðir í brúðkaup þann 07.07.07 en þá verður væntanlega slegið nýtt met í því að gefa fólk saman frammi fyrir Guði og mönnum. Söngvarar á borð við Diddú og Bjarna voru til að mynda fjórbókaðir þennan dag en sá sem reyndist vera kóngurinn í þessum fræðum var Páll Óskar Hjálmtýsson; hann var bókaður í sjö brúðkaup. Tónlist 27. júní 2007 02:00
Heimboð Bjarkar einber uppspuni Breska götublaðið Daily Star birti í gær frétt sem fór eins og eldur í sinu um netið en þar var íslenska söngkonan Björk Guðmundsdóttir sögð hafa boðið poppstjörnunni Britney Spears að hafa afnot af heimili sínu í Reykjavík. Þar að auki var greint frá því að Björk hefði sent henni dagbókarbrot frá þeim tíma sem hún bjó í Lonon og átti í svipuðum vandamálum og Britney hefur glímt við auk bréfs þar sem íslenska stórstjarnan gefur henni góð ráð. Tónlist 27. júní 2007 02:00
The Verve koma saman á ný Breska hljómsveitin The Verve hyggst koma aftur saman eftir beiskan aðskilnað fyrir átta árum. Þetta tilkynnir söngvari hljómsveitarinnar, Richard Ashcroft, í yfirlýsingu á heimasíðu sinni. Tónlist 26. júní 2007 15:36
Nýstárleg hljóð og spánnýtt verk Tónlistarhópurinn Aton stendur í stórræðum þessa dagana. Hópurinn kom fram á tvennum tónleikum á tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði í síðustu viku og vinnur þessa dagana að fyrstu plötu sinni sem væntanleg er síðar á árinu. Höfundar verka á fyrirhugaðri plötu eru meðal annars Hlynur Aðils Vilmarsson, Hugi Guðmundsson, Steingrímur Rohloff og Guðmundur Steinn Gunnarsson. Verkin eru samin á tímabilinu 1999-2006. Tónlist 26. júní 2007 08:00
The Rapture spilar á Nasa í kvöld Bandaríska danspönksveitin The Rapture heldur tónleika á Nasa í kvöld. Sveitin spilaði á Iceland Airwaves-hátíðinni fyrir fimm árum við mjög góðar undirtektir og ætlar nú að endurtaka leikinn. Tónlist 26. júní 2007 04:30
Synir Johns Lennon sættast Julian og Sean Lennon, synir fyrrum Bítilsins Johns Lennon, hafa grafið stríðsöxina sem staðið hefur á milli þeirra bræðra síðustu átta ár. Hálfbræðurnir eru nú byrjaðir að talast við að nýju en stirrt hafði verið á milli þeirra allt frá því að Julian lét hafa eftir sér niðrandi ummæli um Yoko Ono, síðari eiginkonu Johns og móður Seans. Móðir Julians er fyrri eiginkona Johns, Cynthia. Það var hinn 44 ára gamli Julian sem átti frumkvæðið að sáttunum. Tónlist 26. júní 2007 04:00
Páll Óskar verður kóngurinn á brúðkaupsdaginn mikla. „Ég er þríbókaður, eitt brúðkaup í Skorradal og tvö í bænum. En það eru ennþá að berast fyrirspurnir frá fólki um hvort ég sé laus þennan daginn,“ segir Hjörleifur Valsson, fiðluleikari en hann verður á þönum þegar hinn ógnvænlegi dagur, 07.07.07, rennur upp. Tónlist 26. júní 2007 03:45
Góðir gestir snúa aftur Tékkneski strengjakvartettinn PiKap heldur sex tónleika hér á landi á næstum dögum ásamt Eydísi Franzdóttur óbóleikara. PiKap strengjakvartettinn hefur haldið fjölda tónleika víða um Evrópu og fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir einstaklega vandaðan og tilfinningaríkan flutning. Tónlist 26. júní 2007 03:30
Live Earth í beinni Tónlistarviðburðurinn Live Earth verður í beinni útsendingu á Skjá einum laugardaginn 7. júlí. Sýndir verða tónleikar frá níu mismunandi stöðum í sjö heimsálfum, þar á meðal frá New York, Sydney, Jóhannesarborg og Tókýó. Auk þess verður sent beint frá Suðurskautslandinu. Hefst fjörið klukkan sjö að morgni og stendur yfir í heilan sólarhring. Tónlist 26. júní 2007 02:30
Rokkað í kjallaranum hjá Jóa Fel „Ég heyri í þeim, en sem betur fer æfa þeir bara á kvöldin á meðan við erum ekki við vinnu. Á meðan svo er þá er þetta í góðu lagi,“ segir bakarinn og sjónvarpsmaðurinn Jói Fel en í kjallaranum á húsnæði hans stærsta bakarís við Kleppsveginn hafa vinsælar rokksveitir komið sér upp æfingaaðstöðu. Tónlist 25. júní 2007 08:30
Yfirlýsing á næstunni Breska stúlknasveitin Spice Girls ætlar að tilkynna um framtíðaráform sín á næstu dögum. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um að stúlkurnar ætli að koma saman á nýjan leik eftir margra ára hvíld. Tónlist 23. júní 2007 14:30
„Lítum á okkur sem danshljómsveit“ Hljómsveitin The Rapture spilar á tónleikum hérlendis næstkomandi þriðjudagskvöld. Hljómsveitin þykir með heitustu partíhljómsveitum veraldar um þessar mundir en í fyrra kom út platan Pieces of the People We Love og hlaut hún frábærar viðtökur. Tónlist 23. júní 2007 10:00
Bítlarnir vinsælir austan hafs og vestan Plötur með lögum eftir Bítlana fyrrverandi, Paul McCartney, George Harrison og John Lennon, eru allar á lista yfir fimmtán vinsælustu plötur Bandaríkjanna. Tónlist 23. júní 2007 08:00
Týndust í Liverpool Rokksveitin Gavin Portland er á tónleikaferð um Bretland sem stendur yfir til 2. júlí. Fyrst hitar sveitin upp fyrir Hell is for Heroes en eftir það heldur hún nokkra tónleika ein og sér. Tónlist 22. júní 2007 02:00
Tíu ára afmæli Furstanna Tíu ára starfsafmæli Furstanna verður haldið á Kringlukránni um helgina. Á efnisskrá Furstanna verður swing og latínmúsik, efni sem hún hefur verið að leika undanfarin ár. Tónlist 22. júní 2007 02:00
Nýtt myndband Páls Óskars í anda Sin City Nýtt myndband með Páli Óskari Hjálmtýssyni við lagið Allt fyrir ástina verður frumsýnt á föstudaginn og fullyrðir söngvarinn sjálfur að um „flottasta tónlistarmyndband sem gert hefur verið á Íslandi" sé að ræða. Gríðarlega mikill tími og fjármunir hafa verið lagðir í myndbandið en í því er stuðst við svokallaða „green-screen" tækni þar sem allur bakgrunnur er þrívíddarteiknaður. Tónlist 20. júní 2007 09:00
Ringo á netinu Fyrrum trommari Bítlanna, Ringo Starr, ætlar að gefa út á netinu lögin sem hann sendi frá sér á vegum plötufyrirtækisins Capitol/EMI á árunum 1970 til 1975. Tónlist 19. júní 2007 08:45
Veggurinn vinsæll Vegna mikillar aðsóknar á tónleika hljómsveitarinnar Dúndurfrétta og Sinfóníuhljómsveitar Íslands 29. júní næstkomandi verða haldnir aukatónleikar deginum áður, fimmtudaginn 28. júní. Tónlist 19. júní 2007 08:00
Alveg í sjöunda himni Tónlistarmaðurinn Birkir Rafn Gíslason, eða Single Drop eins og hann kallar sig, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Þar er á ferðinni tilraunakennt og melankólskt popp með rokkuðum áhrifum. Birkir Rafn byrjaði að vinna plötuna fyrir um einu og hálfu ári. Tónlist 19. júní 2007 07:00
Grenivík eignar sér Ægissíðu „Ég var alveg viss um að þetta væri með tveimur essum. Þetta eru bara mín mistök,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson um lagið Ægissíða, sem er misritað á nýjustu plötu hans Hagamelur. Tónlist 19. júní 2007 05:00
Endurkoma Spice Girls samþykkt af Mel C. Söngkonan Mel C hefur loksins samþykkt að koma fram með sínum fyrri félögum í hljómsveitinni Spice Girls og er nú ekkert því til fyrirstöðu að Kryddpíurnar snúi aftur á sjónarsviðið. Hinar Kryddpíurnar, Geri Halliwell, Mel B, Emma Bunton og Victoria Beckham, höfðu allar samþykkt endurkomuna en það var hjá Mel C sem hnífurinn stóð í kúnni - allt þar til í gær. Tónlist 18. júní 2007 03:15
Stones spila gömul lög Josh Homme, forsprakki Queens of the Stone Age, segir að The Rolling Stones leggi of mikla áherslu á gömul lög á tónleikum sínum. Þrátt fyrir að Queens of the Stone Age hafi hitað upp fyrir Stones á tónleikum telur Homme að rokkhundarnir þurfi að taka sig saman í andlitinu. Tónlist 18. júní 2007 02:30
Elton John spilar og vekur athygli á alnæmi Elton John lék fyrir 200 þúsund manns undir berum himni á aðaltorginu í Kænugarði í Úkraínu til vekja athygli á alnæmisvanda landsins. Tónlist 17. júní 2007 17:57