Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Til höfuðs siðmenningunni

Breska hljómsveitin Throbbing Gristle var brautryðjandi í „industrial“-tónlistinni sem kom fram á seinni hluta áttunda áratugarins. Hún sendi nýlega frá sér sína fyrstu plötu með nýju efni í 25 ár. Trausti Júlíusson rifjaði upp feril þessarar áhrifaríku sveitar.

Tónlist
Fréttamynd

Mínus snýr aftur

Rokksveitin Mínus heldur tónleika á Grand Rokk annað kvöld, laugardaginn 14. júlí. Þetta verða fyrstu tónleikarnir þar sem sveitin er í aðalhlutverki síðan mannabreytingar urðu fyrir skemmstu. Eins og kom fram í fjölmiðlum sögðu Frosti Logason gítarleikari og Þröstur Jónsson bassaleikari skilið við Mínus. Í staðinn var fenginn bassaleikarinn Sigurður Oddsson úr Future Future.

Tónlist
Fréttamynd

Dívur á Domo

Söngkonurnar Margrét Eir, Hera Björk, Regína Ósk og Heiða Ólafsdóttir hafa komið fram saman og vakið mikla lukku áhorfenda. Nú endurtaka þær leikinn vegna mikillar eftirspurnar og vellukkaðra tónleika fyrr í vetur.

Tónlist
Fréttamynd

Sumartónleikar í Skálholti

Dagskrá þriðja hluta Sumartónleika í Skálholti hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Í henni kennir ýmissa grasa og ber þar hæst samstarfsverkefnið Ísland-Austurríki en um er að ræða verkefni sem Sumartónleikar hafa unnið í samvinnu við tvö austurrísk tónskáldafélög.

Tónlist
Fréttamynd

Bubbi og Nylon saman á sviði

Samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins hyggst Kaupþing blása til mikillar veislu á 25 ára afmæli fyrirtækisins síðar í sumar. Kaupþing hefur fengið sjálfan umboðsmann Íslands, Einar Bárðarson, til að skipuleggja stórtónleika sem fara fram annaðhvort á Miklatúni, Laugardalsvelli eða Nauthólsvík en líklegast verður að teljast að Miklatún verði fyrir valinu enda sýndi það sig með Sigur Rósar-tónleikunum að grasflöturinn hentar vel fyrir slíka viðburði. Tónleikarnir fara fram á sjálfan afmælisdaginn eða 17. ágúst.

Tónlist
Fréttamynd

Endurreisn langspilsins

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er nýafstaðin og kom langspil mjög við sögu á henni. Örn Magnússon lék á langspil á tvennum tónleikum á hátíðinni og hélt erindi á málþingi um hljóðfærið.

Tónlist
Fréttamynd

Tónleikar: Toto - þrjár stjörnur

Þó að það hafi ekki borið mjög mikið á Toto undanfarin ár var Laugardalshöllin nálægt því að vera full á þriðjudagskvöldið og greinileg eftirvænting í loftinu þegar hljómsveitin birtist á sviðinu og hóf leik um klukkan hálf níu.

Tónlist
Fréttamynd

ET Tumason: Live At 8MM - þrjár stjörnur

ET Tumason er listamannsnafn blúsarans Elliða Tumasonar. Live At 8MM er hans fyrsta plata. Hún var tekin upp á tónleikum á barnum 8MM í Berlín, en hann er í eigu sömu aðila og reka 8MM Records, lítið óháð plötufyrirtæki sem hefur getið sér gott orð á undanförnum árum og gaf m.a. nýverið út safnplötuna The Curse, The Life, The Blood með Singapore Sling.

Tónlist
Fréttamynd

Dansinn dunar

Simian Mobile Disco (SMD) er rafrænn dansdúett nafnanna James Ford og James Shaw. Þeir voru áður í kvintettinum Simian sem gerði lagið Never Be Alone sem seinna var endurhljóðblandað af Frökkunum í Justice. Varð þá til klúbbaslagarinn We Are Your Friends með Justice vs. Simian. Frá 2005 hafa SMD síðan verið að endurhljóðblanda urmul af lögum, til dæmis með Klaxons, The Rapture og Air við góðan orðstír.

Tónlist
Fréttamynd

Ferskleiki í Astrópíu

Geisladiskurinn með lögunum úr myndinni Astrópíu er allur að smella saman og ljóst er að þar verður á ferðinni einvalalið úr röðum ungra og efnilegra tónlistarmanna. Þarna eru til dæmis tónlistarmenn og hljómsveitir eins og FM Belfast, Sprengjuhöllin, Motion Boys, Ultra Mega Technobandið Stefán, Lay Low, Wulfgang, Kaja og fleiri.

Tónlist
Fréttamynd

Kokkteilkvartett í góðu grúvi

Lára Rúnarsdóttir syngur í nýju „kokkteilbandi“ sem ber heitið Kvartett Jakobs Smára Magnússonar. Vignir Guðjónsson fékk að vita meira um málið.

Tónlist
Fréttamynd

Vonlaus endurkoma

Þessi endurkomuplata Manchester-sveitarinnar Happy Mondays er hennar fyrsta plata með nýju efni síðan Yes Please kom út fyrir 15 árum. Sveitin hefur verið að byrja og hætta af og til síðan hún hætti fyrst árið 1993. Í dag eru söngvarinn og textasmiðurinn Shaun Ryder, dansarinn Bez og trommuleikarinn Gaz Whelan þeir einu sem voru í hljómsveitinni þegar hún var upp á sitt besta.

Tónlist
Fréttamynd

Nýtt viðmið í íslenskri tónlistarmyndbandagerð

Það er búið að setja nýtt viðmið í íslenskum tónlistarmyndböndum segja Páll Óskar Hjálmtýsson og Hannes Þór Halldórsson, sem undanfarna mánuði hafa unnið að einhverju dýrasta myndbandi sem gert hefur verið á Íslandi.

Tónlist
Fréttamynd

Styttist í endurkomu Kristjáns Jóhannssonar

„Ég get ekki uppljóstrað hvenær það verður, en þetta verður fyrr en seinna á þessu ári,“ segir óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson. Hann hyggst snúa aftur til Íslands og halda tónleika hér á landi en það yrðu þeir fyrstu eftir að mikið fjölmiðlafár varð í kringum góðgerðatónleika Ólafs M. Magnússonar árið 2004 en þar var Kristján sagður taka óeðlilega há laun fyrir að koma fram.

Tónlist
Fréttamynd

Tónleikar í Sigurjónssafni

Árlegir sumartónleikar Listasafns Sigurjóns hófu göngu sína sumarið 1989. Tónleikaröðin þótti kærkomin viðbót við menningarlífið í borginni því framan af voru þetta einu reglulegu tónlistarviðburðir á sumrin í Reykjavík.

Tónlist
Fréttamynd

Dungen: Tio bitar - tvær stjörnur

Dungen er hljómsveit (í raun verk eins manns, Gustav Ejstes) frá Stokkhólmi í Svíþjóð. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar skífur en síðasta plata, Ta det lungt, sló í gegn meðal tónlistarspekúlanta víða um heim og hróður hennar barst víða.

Tónlist
Fréttamynd

Potts gefur út plötu

Paul Potts, símasölumaðurinn sem nýlega vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með frammistöðu sinni í þáttunum Britain"s got talent, hefur lokið við upptökur á sinni fyrstu plötu og er hún væntanleg í verslanir í næstu viku.

Tónlist
Fréttamynd

Vill semja fyrir Beyoncé

„Ég fékk styrk frá Menningarsjóði Glitnis og er með tvö lög í farvatninu," segir Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi. Nýlega stóð Icefusion.com og Hótel Glymur fyrir merkilegum vinnudögum í Hvalfirðinum þar sem margir af fremstu lagasmiðum þjóðarinnar hittu fyrir virta erlenda starfsbræður sína.

Tónlist
Fréttamynd

Slátur með tónleika í Aminu

Í kvöld verða tónleikar í galleríinu Aminu í Ingólfsstræti. Þar er félagsskapurinn Slátur á ferð: Samtökin eru eldri en margan grunar en skammstöfunin stendur fyrir Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík.

Tónlist
Fréttamynd

Apókrýfa í Skálholti og fleira hollt

Sumartónleikar í Skálholti halda áfram: stórviðburður helgarinnar er Íslandsfrumflutningur á nýju verki eftir Huga Guðmundsson, APOCRYPHA, sem jafnframt er lokaverkefni hans úr Sonology-stofnuninni í Den Haag í Hollandi. Verkið er fyrir mezzósópran, barokkhljóðfæri og gagnvirk tölvuhljóð og fyllir heila tónleika. Þeir áttu að vera í dag kl. 15 en verða færðir til kl. 17. Þess í stað verða tónleikar Nordic Affect kl. 15. Að öðru leyti er dagskrá helgarinnar óbreytt.

Tónlist
Fréttamynd

Stuð á Sirkus

Tónleikaröð Reykjavík Grapevine, Take me down to Reykjavík City, heldur áfram í dag. Tónleikarnir fara fram í garðinum á Sirkus við Klapparstíg og verða í tvennu lagi að þessu sinni.

Tónlist
Fréttamynd

Þjóðlagahátíð brátt á enda

Tveir dagar eru nú eftir af dagskrá Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði. Henni lýkur á sunnudagskvöld. Hátíðin ber að þessu sinni heitið Ríma og eru kvæðamenn því áberandi í dagskránni. Í dag kl. 10 hefst langspilsþing á Kirkjuloftinu. Á sunnudag verða tvennir tónleikar.

Tónlist
Fréttamynd

Þjóðhátíðarlagið 2007

Mikil spenna ríkir ár hvert um hvernig þjóðhátíðarlagið muni hljóma. Nú er biðin á enda fyrir þetta ár. Hljómsveitin Dans á rósum frumfluttli þjóðhátíðarlagið 2007, Stund með þér, í Íslandi í dag í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Stóra prófið hjá Interpol

Þriðja plata Interpol er væntanleg í búðir eftir helgi en þriðja plata ýmissa listamanna hefur oft reynst þeim þrautinni þyngri. Steinþór Helgi Arnsteinsson athugaði málið betur.

Tónlist
Fréttamynd

Jón Sæmundur opnar í dag

Jón Sæmundur Auðarson opnar í dag nýja búð sem selur Dead-vörumerkið hans, rokkabillí-föt og silkiprentunarútbúnað. Auk þessa hefur hann stofnað tónlistarútgáfuna Dead Records.

Tónlist
Fréttamynd

Melodía komin út

Í Árnasafni í Kaupmannahöfn er varðveitt sautjándu aldar handrit sem lætur lítið yfir sér en geymir fjársjóð sem tengir íslenskt þjóðlíf á þeim tímum og jafnvel fyrr við menningarheim Evrópu.

Tónlist
Fréttamynd

Vatnið úr myllu kölska

Þegar Roni Horn kom Vatnasafni sínu á fót í Stykkishólmi var stór hluti af áætlunum hennar og breska listafyrirtækisins ArtAngel að þar yrði sköpuð aðstaða fyrir Hólmara og aðkomumenn til samkomuhalds. Annað kvöld rætist það: Guðlaugur Kristinn Óttarsson og Einar Melax verða þar með tónleika.

Tónlist
Fréttamynd

Curver endurútgefur Sjö

„Platan kom áður út fyrir tíu árum, þann sjöunda sjöunda 1997. Þetta er hugmyndafræðileg plata sem gengur alfarið út á töluna sjö og verknaðinn við að gera plötuna frekar en lögin sjálf,“ segir Curver sem endurútgefur plötuna Sjö á morgun.

Tónlist
Fréttamynd

Pavarotti nær dauða en lífi

Óperusöngvarinn Luciano Pavarotti telur að hann muni deyja á allra næstu dögum eftir að hafa barist við krabbamein í briskirtli frá því í júlí í fyrra. Að sögn dóttur Pavarottis, Giuliana, er úthaldið á þrotum eftir rúmlega árslanga baráttu.

Tónlist