Trommari Sykurmolanna: Cyndi Lauper átti nokkuð góð lög 13. júní 2011 15:45 Sigtryggur var trommuleikari Sykurmolanna. Hann fór ekki á tónleika Cyndi Lauper í Hörpu í gær. Mynd/GVA „Hún átti nú nokkuð góð lög, kerlingin. Ég hlustaði nú samt ekki mikið á hana á sínum tíma. Ekki það að ég sé svo mikill hrokagikkur. Ég hafði bara önnur áhugamál," segir trommuleikarinn og tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson um bandarísku söngkonuna Cyndi Lauper, sem hélt fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu í gærkvöld. Í viðtali við Fréttablaðið segist hún hafa dýrkað Sykurmolana. „Ég veit að landið er mjög fallegt og hef heyrt margar sögur af eldfjöllum og risastórum jöklum. Svo er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum, Sykurmolarnir, frá Íslandi. Ég dýrkaði þá hljómsveit þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið og ég er enn á þeirri skoðun að Björk sé snillingur," segir söngkonan.„Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík" Sigtryggur hafði ekki heyrt af aðdáun Cyndi þegar fréttamaður náði tali af honum. „Hún var auðvitað mikill og flottur performer. Ég lá meira í einhverju öðru og hlustaði mikið á tónlist frá Afríku og Suður-Ameríku aðallega. Ég var ekki mikið að hlusta á breska og bandaríska tónlist. Það er bara staðreynd málsins en Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík."Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992. Mynd/GVASpurður hvort aðdáun söngkonunnar komi honum á óvart svarar Sigtryggur: „Já og nei. Ég spái aldrei í svona hluti í rauninni en það er bara gaman til þess að hugsa að Sykurmolarnir hafi haft áhrif á umhverfi sitt. Það stendur eiginlega upp úr og það er heiður og ánægja." Sigtryggur var ekki á tónleikunum í Hörpu og segir slíkt aldrei hafa staðið til. „Ég var að spila í Prag og Bergen á föstudag og laugardag með FM Belfast og Hjálmum. Þetta var tilfallandi en við vorum að safna efni. Við höfum verið að safna efni af íslenskum hljómsveitum að spila vítt og breitt.“ Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Hún átti nú nokkuð góð lög, kerlingin. Ég hlustaði nú samt ekki mikið á hana á sínum tíma. Ekki það að ég sé svo mikill hrokagikkur. Ég hafði bara önnur áhugamál," segir trommuleikarinn og tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson um bandarísku söngkonuna Cyndi Lauper, sem hélt fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu í gærkvöld. Í viðtali við Fréttablaðið segist hún hafa dýrkað Sykurmolana. „Ég veit að landið er mjög fallegt og hef heyrt margar sögur af eldfjöllum og risastórum jöklum. Svo er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum, Sykurmolarnir, frá Íslandi. Ég dýrkaði þá hljómsveit þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið og ég er enn á þeirri skoðun að Björk sé snillingur," segir söngkonan.„Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík" Sigtryggur hafði ekki heyrt af aðdáun Cyndi þegar fréttamaður náði tali af honum. „Hún var auðvitað mikill og flottur performer. Ég lá meira í einhverju öðru og hlustaði mikið á tónlist frá Afríku og Suður-Ameríku aðallega. Ég var ekki mikið að hlusta á breska og bandaríska tónlist. Það er bara staðreynd málsins en Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík."Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992. Mynd/GVASpurður hvort aðdáun söngkonunnar komi honum á óvart svarar Sigtryggur: „Já og nei. Ég spái aldrei í svona hluti í rauninni en það er bara gaman til þess að hugsa að Sykurmolarnir hafi haft áhrif á umhverfi sitt. Það stendur eiginlega upp úr og það er heiður og ánægja." Sigtryggur var ekki á tónleikunum í Hörpu og segir slíkt aldrei hafa staðið til. „Ég var að spila í Prag og Bergen á föstudag og laugardag með FM Belfast og Hjálmum. Þetta var tilfallandi en við vorum að safna efni. Við höfum verið að safna efni af íslenskum hljómsveitum að spila vítt og breitt.“
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning