Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Samaris heldur útgáfutónleika

Samaris heldur útgáfutónleika á Volta á fimmtudag til að fagna samnefndri plötu sinni. Platan, sem inniheldur meðal annars stuttskífurnar Hljóma þú og Stofnar falla, er gefin út af 12 Tónum á Íslandi en af One Little Indian annars staðar í heiminum.

Tónlist
Fréttamynd

(R)appari snýr aftur

Rapparinn vinsæli Jay-Z gefur út sína tólftu hljóðversplötu, Magna Carta Holy Grail í dag á appi fyrir notendur Samsung-snjallsíma. Aðrir þurfa að bíða lengur.

Tónlist
Fréttamynd

Frank Ocean frumflutti þrjú lög

Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean sem væntanlegur til landsins eftir tæplega tvær vikur hélt tónleika í München í Þýskalandi fyrir örfáum dögum. Tónleikagestir fengu heldur betur það sem þeir borguðu fyrir og gott betur.

Tónlist
Fréttamynd

Samaris hluti af norrænni byltingu

Hljómsveitin Samaris er á lista breska tónlistartímaritsins Thelineofbestfit.com yfir þær hljómsveitir eða tónlistarmenn sem eru leiðandi öfl í hinni svokölluðu norrænu byltingu með konum í fararbroddi.

Tónlist
Fréttamynd

Lífið snýst eiginlega allt um tónlist

Tónlistarhátíðin All Tomorrow´'s Parties hófst í Keflavík í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Tómas Young, skipuleggjandi hátíðarinnar, er algjörlega í essinu sínu. Hann hefur aldrei langað til að starfa við annað en tónlist.

Tónlist
Fréttamynd

Heiður að spila með Botnleðju

"Þetta er náttúrulega frábær heiður,“ segir Helgi Rúnar Gunnarsson, gítarleikari og söngvari Benny Crespo"s Gang. Hann spilar sem gestur með Botnleðju á útgáfutónleikum rokkaranna í Austurbæ í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Súrrealískt að spila með Sinfó

"Þetta er hálfsúrrealískt en þetta leggst gríðarlega vel í okkur alla,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. Rokkararnir spila í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg 29. nóvember.

Tónlist
Fréttamynd

Áhöfnin á Húna með sextán tónleika

Húni II siglir í kringum landið í júlí og Áhöfnin ætlar að rokka í hverri höfn. Áhöfnin er hljómsveit skipuð tónlistarmönnunum Jónasi Sigurðssyni, Láru Rúnarsdóttur, Mugison, Ómari Guðjónssyni, Guðna Finnssyni og Arnari Gíslasyni.

Tónlist
Fréttamynd

Myndband við Bergmálið

Önnur breiðskífa Umma Guðjónssonar lítur dagsins ljós á næstu vikum og í tilefni af því hefur hann gefið út myndband við fyrsta smáskífulag plötunnar, Bergmálið.

Tónlist
Fréttamynd

XXX Rottweiler koma saman á Faktorý

XXX Rottweiler halda tónleika á morgun, föstudaginn 21. júní á Faktorý. Tónleikarnir hefjast klukkan 23, en mikil eftirvænting ríkir meðal hljómsveitarmeðlima að spila á Faktorý.

Tónlist
Fréttamynd

Upphrópun frá Ultra Mega

Önnur plata hljómsveitarinnar Ultra Mega Technobandið Stefán nefnist ! og er væntanleg seinna í sumar. Fyrsta smáskífulagið heitir My Heart.

Tónlist
Fréttamynd

Nemi í naumhyggju

Sjötta sólóplata rapparans Kanye West, Yeezus, kom út núna á þriðjudaginn á vegum útgáfunnar Def Jam Recordings og hafa viðbrögð gagnrýnenda verið sérlega góð.

Tónlist