Goðsögn semur með Todmobile Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júní 2014 12:00 Hljómsveitin Todmobile og Jon Anderson vinna saman að næstu plötu Todmobile. vísir/daníel „Það er frábært samstarf í gangi hjá okkur, við erum að semja saman tónlist og texta,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson, einn söngvara hljómsveitarinnar Todmobile. Sveitin á nú í samstarfi við tónlistargoðsögnina Jon Anderson. Anderson og Todmobile semja nú tónlist fyrir væntanlega plötu Todmobile. „Samstarfið er í raun bara framhald af þessum tónleikum sem við spiluðum á saman í fyrra í Hörpu. Það gekk svo vel að Jon fékk mikinn áhuga á frekara samstarfi,“ bætir Eyþór Ingi við. Þorvaldur Bjarni og Jon Anderson sömdu saman lagið Wings of Heaven sem var frumflutt á tónleikunum. Jon Anderson er eins og flestir vita þekktastur fyrir að hafa verið söngvari proggsveitarinnar Yes. Hann er þó ekki staddur hér á landi með sveitinni. „Samskiptin fara fram í gegnum netið og símann.“ Anderson syngur lag á væntanlegri plötu sveitarinnar og þá er hann einnig að semja enska texta. „Hann er meðal annars að semja enskan texta við lagið Hafmey, sem kom út á síðustu plötu, 7,“ bætir Eyþór Ingi við. Hann segist sjálfur vera mikill aðdáandi Jons Anderson. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Það var algjörlega mögnuð upplifun að stíga á stokk með kallinum á síðasta ári,“ segir Eyþór Ingi. Tónleikar Todmobile og Jons Anderson voru teknir upp og nú á að gefa þá út á DVD í Bandaríkjunum. „Þetta er DVD-diskur sem inniheldur samstarf hans við sinfóníuhljómsveitir víðs vegar um heiminn og svo eru tónleikarnir okkar líka á disknum,“ bætir Eyþór Ingi við. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Það er frábært samstarf í gangi hjá okkur, við erum að semja saman tónlist og texta,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson, einn söngvara hljómsveitarinnar Todmobile. Sveitin á nú í samstarfi við tónlistargoðsögnina Jon Anderson. Anderson og Todmobile semja nú tónlist fyrir væntanlega plötu Todmobile. „Samstarfið er í raun bara framhald af þessum tónleikum sem við spiluðum á saman í fyrra í Hörpu. Það gekk svo vel að Jon fékk mikinn áhuga á frekara samstarfi,“ bætir Eyþór Ingi við. Þorvaldur Bjarni og Jon Anderson sömdu saman lagið Wings of Heaven sem var frumflutt á tónleikunum. Jon Anderson er eins og flestir vita þekktastur fyrir að hafa verið söngvari proggsveitarinnar Yes. Hann er þó ekki staddur hér á landi með sveitinni. „Samskiptin fara fram í gegnum netið og símann.“ Anderson syngur lag á væntanlegri plötu sveitarinnar og þá er hann einnig að semja enska texta. „Hann er meðal annars að semja enskan texta við lagið Hafmey, sem kom út á síðustu plötu, 7,“ bætir Eyþór Ingi við. Hann segist sjálfur vera mikill aðdáandi Jons Anderson. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Það var algjörlega mögnuð upplifun að stíga á stokk með kallinum á síðasta ári,“ segir Eyþór Ingi. Tónleikar Todmobile og Jons Anderson voru teknir upp og nú á að gefa þá út á DVD í Bandaríkjunum. „Þetta er DVD-diskur sem inniheldur samstarf hans við sinfóníuhljómsveitir víðs vegar um heiminn og svo eru tónleikarnir okkar líka á disknum,“ bætir Eyþór Ingi við.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira