Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Gylfi Ægis­son er látinn

Gylfi Viðar Ægisson, einn afkastamesti tónlistarmaður og lagahöfundur Íslandssögunnar, er látinn 78 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Selfossi.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman

Rokkgoðsögnin Ozzy Osbourne, sem féll frá í gær, er samkvæmt kenningum netverja endurfæddur sem sonur samfélagsmiðlastjörnunnar Trishu Paytas og þannig bróðir Elísabetar Englandsdrottningar endurfæddrar og jafnvel Frans páfa. Drengurinn heitir Aquaman Moses.

Lífið
Fréttamynd

Stjórn fyrir­tækisins hefur form­lega rann­sókn

Astronomer, bandarískt hugbúnaðarfyrirtæki í hringiðunni á einhverju umtalaðasta framhjáhaldshneyksli síðari ára, hefur hleypt af stað formlegri rannsókn á málinu. Andy Byron, giftur forstjórinn, var gripinn glóðvolgur á stóra skjánum á Coldplay-tónleikum í aðeins of innilegum faðmlögum með mannauðsstjóranum í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Ó­trú­leg upp­lifun að vera í al­gjöru myrkri á tón­leikum

Raftónlistardúettinn Autechre stígur á svið í Silfurbergi í Hörpu þann 15. ágúst næstkomandi. Örlygur Steinar Arnalds er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Hann hefur séð hana tvisvar á tónleikum og segir það mikinn heiður að hita upp fyrir þá með hljómsveit sinni, raftónlistartríóinu, sideproject. Tónlistarkonan Hekla mun einnig hita upp fyrir Autechre.

Lífið
Fréttamynd

Connie Francis er látin

Connie Francis, sem var ein vinsælasta söngkona Bandaríkjanna í upphafi sjöunda áratugarins, er látin, 87 ára að aldri. Francis átti óvænta endurkomu á vinsældarlistum fyrr á árinu þegar lagið „Pretty Little Baby“ sló í gegn á TikTok.

Lífið
Fréttamynd

Væri teiknimyndapersóna í full­komnum heimi

„Þegar ég var yngri var ég mun ævintýragjarnari en núna,“ segir tónlistarkonan Vaka Agnarsdóttir sem hefur vakið mikla athygli sem söngkona sveitarinnar Inspector Spacetime. Vaka eyðir ekki miklum tíma í að spá í tískuna og velur alltaf þægindi fram yfir annað en er með einstakan og ofurtöff stíl.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Er Rihanna best klædda mamma allra tíma?

Stórstjarnan Rihanna heldur áfram að slá met fyrir einhvern flottasta meðgöngustíl sem sést hefur. Söngkonan sem á von á sínu þriðja barni með rapparanum A$AP Rocky er þekkt fyrir stórglæsilegan stíl og virðist njóta þess enn betur að klæða sig upp á meðgöngunni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“

„Ég er sextán ára þegar allt fer algjörlega á flug. Mér leið eins og ég væri tilbúinn því ég var búinn að vera svo lengi að undirbúa þetta,“ segir sjarmatröllið, rapparinn og nú íþróttamaðurinn Aron Can. Það eru liðin níu ár frá því að ungur og efnilegur rappari skaust upp á stjörnuhimininn og líf hans átti eftir að gjörbreytast.

Lífið
Fréttamynd

„Auð­vitað væri ég til í að ná enn lengra“

„Það er mjög tilfinningalegt ferli að búa til plötu, opna þig upp á gátt og leyfa fólki að hlusta á lögin þín. Það er eiginlega alltaf jafn erfitt en að sama skapi algjör forréttindi, þvílíkt frelsi, gleði og upplifun að fá að gera þetta,“ segir Jökull Júlíusson aðalsöngvari hljómsveitarinnar Kaleo og einn farsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Blaðamaður ræddi við hann um listina, lífið og væntanlega tónleika í Vaglaskógi.

Lífið
Fréttamynd

Opnar sig um storma­samt hjóna­band á nýju plötunni

Textar poppstjörnunnar Justin Bieber á plötunni Swag, sem hann sendi óvænt frá sér í dag, gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Orðrómar þess efnis hafa verið áberandi meðal aðdáendahóps Bieber að undanförnu. 

Tónlist
Fréttamynd

Borgin býður í tívolíveislu

Á þriðjudögum í sumar býður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn á fjölskyldutónleika, svokallaða tívolítónleika. Einvalalið tónlistarfólks kemur fram á hátíðinni, þar á meðal Una Torfa Emmsjé Gauti og Maron Birnir. 

Tónlist
Fréttamynd

Dylan leggur blátt símabann á tón­leika­gesti

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur tilkynnt um strangt símabann á tónleikaröð sinni á Bretlandseyjum og Írlandi. Tónleikagestum verður gert að koma símunum sínum fyrir í læsanlegum pyngjum sem ekki verður hægt að opna fyrr en að tónleikum loknum.

Tónlist
Fréttamynd

Bieber gefur út ó­vænta plötu

Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans.

Lífið