Haustlína Fendi 2011 Í meðfylgjandi myndasafni má sjá haustlínu Fendi 2011. Tíska og hönnun 27. maí 2011 07:47
Fimm atriði sem þú vissir ekki um Claudiu Schiffer Claudia Schiffer var ein vinsælasta fyrirsæta tíunda áratugarins og var lengi andlit tískuhússins Chanel. Hún þykir sláandi lík kvikmyndastjörnunni Brigitte Bardot og hefur á ferli sínum prýtt forsíður meira en 500 tímarita. Tíska og hönnun 24. maí 2011 21:30
Gulur, rauður, grænn og blár Dökkir litir hafa verið ríkjandi í snyrtivörum í vetur en nú taka bjartari tímar við. Pastellitir, appelsínugulir tónar og fallegir fjólubláir litir munu leysa af dökka varaliti og svört naglökk. Tíska og hönnun 24. maí 2011 20:30
Brilljant hönnun skemmtilegra hluta Í meðfylgjandi myndasafni má finna myndir af hlutum þar sem ýmsir ungir hönnuðir hafa skemmtanagildið að leiðarljósi við hönnun hluta með hversdagleg notagildi. Það er skemmtilegt að krydda upp á tilveruna með fallegum hlutum og á það ekki síst við þegar hugmyndin á bak við hlutinn er jafn brilljant og margar af þeim sem sjá má í þessu skemmtilega myndasafni. Tíska og hönnun 24. maí 2011 14:49
Fékk tíu fyrir barnalínu Herdís Björk Þórðardóttir útskrifaðist með einkunnina 10 í grafískri hönnun við Myndlistaskólann á Akureyri síðastliðinn þriðjudag. Hún hannaði vörulínu fyrir börn sem nefnist Bimbi. Tíska og hönnun 23. maí 2011 20:30
Flott fyrir sumarið - Anna Clausen Föstudagur leitaði til þriggja landsþekktra stílista og fékk þá til að deila því með lesendum hvað þarf að eignast fyrir sumarið. Tíska og hönnun 18. maí 2011 14:00
Flott fyrir sumarið - Hrafnhildur Hólmgeirs Sé einhver í vafa um hvað sé heitt í tískunni í sumar þarf ekki að örvænta mikið lengur því Föstudagur leitaði til þriggja landsþekktra stílista og fékk þá til að deila því með lesendum hvað þarf að eignast fyrir sumarið. Tíska og hönnun 18. maí 2011 13:00
Flott fyrir sumarið - Alda Guðjóns Í síðustu viku fengu landsmenn loks svolítið sumarveður og vakti það upp þrána eftir betri tíð með blóm í haga. Borgarbúar tóku sólinni fagnandi og dregið fram stuttbuxur, sandala og ermalausa kjóla henni til heiðurs. Tíska og hönnun 18. maí 2011 12:00
Rómantískt goth frá Karli Lagerfeld Línur tískuhússins Chanel fyrir þetta ár eru unglegri og frjálslegri en oft áður og vaknar því upp sú spurning hvort Lagerfeld sé að reyna að ná til yngri markhóps. Vor- og sumarlína Chanel var nokkuð einstök. Línan er eins og draumkennd blanda af Chanel-klassík og fáguðu „gothi" og ef vel er rýnt má sjá svolítið af tíunda áratugnum þarna líka (í formi þykksóla sandala). Tíska og hönnun 17. maí 2011 21:00
Mjúkur ævintýraheimur Stórir ruggusvanir, klæddir mjúkri gæru og prjóni, með goggum úr roði eru hluti af nýrri vörulínu Bryndísar Bolladóttur textílhönnuðar sem kallast Lokkandi. Línan er sérstaklega ætluð börnum. Tíska og hönnun 16. maí 2011 07:00
Miu Miu haust 2011 Í meðfylgjandi myndaalbúmi má skoða haustlínu Miu Miu fyrir árið 2011. Tíska og hönnun 15. maí 2011 10:34
Haustlína Jean Paul Gaultier 2011 Á meðfylgjandi myndum má sjá haustlínu Jean Paul Gaultier 2011. Tíska og hönnun 14. maí 2011 09:04
Skandinavískt fjölskylduhús Húsið er hugsað sem barnvænt fjölskylduhús þar sem allir geta notið rýmisins. Þar sem lofthæðin er mest er klifurveggur þar sem fjölskyldan getur leikið sér í Spiderman leikjum og skriðið upp lóðréttan vegginn. Hönnuðurinn hressir upp á rýmið með fjölskrúðugu litavali í húsgögnum og innréttingum. Gólfefnin eru harðgerð sem bíður börnunum upp á kapphlaup á línuskautum. Tíska og hönnun 13. maí 2011 10:17
Sjálfbært draumahús Þetta nútímalega hús á hitabeltiseyjunni Sentosa í Singapore er sérstaklega hannað fyrir þá sem vilja njóta loftslagsins með opið útsýni til sjávar úr öllum rýmum hússins. Opin færa íbúunum ekki bara útsýni til allra átta heldur skapa náttúrulega loftkælingu þar sem golunni frá hafinu er beint í gegnum allt húsið með verkfræðilegri hugmyndafræði náttúrunnar sem sér til þess að þarna verði aldrei og of heitt eða kalt. Hugmyndin á bakvið þessa hönnun gengur út á það að skapa hús í nánum samskiptum við náttúruna. Þetta er meðal annars er gert með því að nota sundlaugina til að tengja húsið og hafið með sjónrænum áhrifum. Bogadregið þakið endurspeglar öldur hafsins og nálægð byggingarinnar við sjóinn. Klæðningin á þakinu dregur í sig sólarljósið sem íbúarnir nota til þess að framleiða allt það rafmagn sem þeir þurfa. Hönnuðir hússins er arkítektarnir hjá Guz Architects en þeir vildu með þessu verki skapa hús sem gæfi eigendunum tækifæri til þess að búa með öllum nútímaþægindum í einstakri nálægð og sátt við náttúruna. Þeir kalla það Fiskihúsið. Tíska og hönnun 12. maí 2011 10:52
Myndskreyttir Buffalo-skór Hönnun danska tískumerkisins Moon Spoon Saloon þykir ólík annarri skandinavískri hönnun. Flíkurnar eru ýktar, litríkar og framandi. Sara Sachs er aðalhönnuður fatamerkisins en listamaðurinn Tal R sér um að glæða flíkurnar lífi með lit. Aðrir meðlimir Moon Spoon Saloon gengisins eru ljósmyndarinn Noam Giegst og stílistinn Melanie Buchhave. Tíska og hönnun 12. maí 2011 10:00
Haustlína Chanel 2011 Í meðfylgjandi myndasafni má sjá haustlínu Chanel 2011. Tíska og hönnun 11. maí 2011 09:29
Töff hús fyrir töffara Þetta mínímalíska 500 fermetra 6 herbergja einbýlishús var byggt fyrir fjölskyldu í Tel Aviv í Ísrael fyrir tveimum árum. Það var arkítektinn Axelrod sem hannaði þetta nútímalega töffarahús sem hann kallar eHouse. Húsið er hannað út frá hugsjónum mínimalistans um að ekkert óþarfa skreyti eigi rétt á sér og allar hugmyndir þurfi að hafa notagildi en ekki bara fagurfræðilegan tilgang. Húsið er sjónsteypt með stórum gluggum sem hafa búnað sem gera það að verkum að hægt er að renna þeim til hliðar þannig að sú hlið sem snýr að garðinum opnast að mestu. Þannig getur stofan orðið sameiginlegur hluti af garðinu í einu opnu rými. Sumum kann að þykja mikil notkun glers og hrárrar steypu í innri rýmum hússins vera kuldaleg. Upplifunin er þó líklega önnur á þessum slóðum þar sem veðrið er oftast stöðugt og gott. Tíska og hönnun 11. maí 2011 08:02
Lúxusvilla í kreppulandi Þó svo að Argentína sé þekkt fyrir djúpa efnahagskreppu og fátækt þá er ljóst að það er engin kreppa hjá heppnum eiganda þessarar nýbyggðu lúxusvillu í Argentínu. Nútímaleg hvít villa með mjög sérstakri sundlaug sem flæðir úr garðinum og inn í húsið. Það er því hægt að stinga sér til sunds beint úr sjónvarpssófanum og synda í gegnum stofuna og út í garð. Athyglisverð hugmynd og örugglega frábært fyrir fólk í þessu heita loftslagi að geta kælt sig með því að rúlla sér úr sjónvarpssófanum í stofunni og beint ofan í ískalda sundlaug. Spurning er svo hvort klórlyktin úr lauginni sé svo endilega sá stofuilmur sem allir myndu vilja kjósa sér. Tíska og hönnun 10. maí 2011 09:30
Haustlína Dolce&Gabbana 2011 Meðfylgjandi má sjá haustlínu Stefano Gabbana og Domenico Dolce árið 2011. Tíska og hönnun 10. maí 2011 09:14
Tískusýning útskriftarnema í LHÍ Tískusýning útskriftarnemenda í fatahönnun við Listaháskóla Íslands fór fram á skírdag, fimmtudaginn 21. apríl, í portinu á Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Myndatökumaður Vísis var á svæðinu og myndaði sýninguna. Níu nemendur við fatahönnunardeild sýndu lokaverkefni sín; Elsa María Blöndal, Gígja Ísis Guðjónsdóttir, Guðmundur Jörundsson, Gyða Sigfinnsdóttir, Halldóra Lísa Bjargardóttir, Hjördís Gestsdóttir, Jenný Halla Lárusdóttir, Signý Þórhallsdóttir og Sigríður M. Sigurjónsdóttir. Tíska og hönnun 9. maí 2011 12:00
Sumarvilla á Indlandi Þetta framandi hús stendur við lítið fiskiþorp á suðurströnd Indlands og er sumarhús fjölskyldu sem býr í London. Þetta er drauma sumarleyfisstaður þeirra sem kjósa framandi fallega staði sem túristahópar hafa enn ekki fundið. Hver myndi ekki vilja eyða sumarfríi sinna drauma í þessu sérstaka húsið við strendur suður Indlands sem endurspeglar menningu staðarins. Arkítektarnir hjá Khosla hönnuðu húsið með það í huga að íbúarni gætu notið útsýnisins 180 gráður yfir fagur blátt hafið á þessum einstaka stað. Byggingin hvílir að mestu á fjórum veggjum sem standa fyrir opnum rýmum í allar áttir sem er ætlað að skapa næmni hússins fyrir loftslagi hitabeltisins. Þakið er útpælt í þeim tilgangi að hlífa húsinu og íbúum þess sem best við sterkri sólinni úr vestri og regntímbilinu sem gengur reglulega yfir svæðið. Innrarýmið er hannað með það í huga að skapa loftflæði frá hafinu í gegnum öll rými byggingarinnar. Til þess að skapa gott loftflæði í gegnum húsið voru hannaðir sérstakir tréflekar inn í húsið til þess að hafa mætti stjórn á því hvernig golunni frá hafinu er beint í gegnum rýminn. Tíska og hönnun 9. maí 2011 11:00
Fatahönnuðir framtíðar í Central Saint Martins Central Saint Martins skólinn í London er einn besti og virtasti fatahönnunarskóli í heimi. Atvinnu- og áhugamenn um allan heim fylgjast spenntir með nýjum hönnuðum sem útskrifast úr skólanum á hverju ári því oftar en ekki leynast þar framtíðarstjörnurnar í tískubransanum. Meðal heimsfrægra fatahönnuða sem útskrifast hafa úr skólanum er nýstirnið Sarah Burton sem skyndilega er orðin einn þekktasti fatahönnuðurinn í dag eftir að hún hannað brúðarkjól Kate Middleton. Sarah er yfirhönnuður hjá tískuhúsi Alexander McQueen en hann vakti gríðarlega athygli fyrir framúrstefnulega hönnun sína þegar hann útskrifaðist úr Central Saint Martins fyrir tveimur áratugum. Það er því ljóst að einhver af þeim ungu nýútskrifuðu fatahönnuðum úr Central Saint Martins sem sýndu úrskriftarafurðir sýnar á dögunum, sem skoða má í myndasafninu, eiga eftir að skjótast upp á stjörnuhiminninn á næstu árum. Tíska og hönnun 8. maí 2011 09:16
Svölustu sportbílar framtíðar Hönnuðir helstu sportbílaframleiðanda heims keppast um að hanna framúrstefnulegastu sportbíla heims nú sem aldrei fyrr. Í meðfylgjandi myndasafni gefur að líta margt af því ferskasta sem er í gangi hjá sportbílahönnuðum meðal annars frá; Benz, BMW, Ferrari, Audi, Porsche, Lexus, Mazda, Saab og Range Rover. Margir þessara bíla er komnir af hugmyndastiginu og í hendurnar á heppnum eigendum. Tíska og hönnun 7. maí 2011 13:20
Sexý og svalar konur hjá Gucci Tískuhúsið Gucci kynnti á dögunum tískuna fyrir næsta haust. Yfirhönnuður þessarar línu hjá Gucci er 39 ára ítalskur fatahönnuður Frida Giannini. Hún tók við sem yfirhönnuður skömmu eftir að Bandaríkjamaðurinn Tom Ford lét af störfum fyrir Tískuhús Gucci en hún starfaði áður sem einn af aðstoðarmönnum hans. Tískuhús Gucci er eitt það stærsta í bransanum. Frida hafði það að markmiði að hanna föt fyrir konur sem þora að vera sexý og svalar. Þetta endurspeglast vel á módelunum sem klæðast þessum ofursvala og sexý fatnaði á myndunum í meðfylgjandi myndasafni. Í myndasafninu má einnig sjá þennan glæsilega yfirhönnuði Gucci, Fridu Giannini. Tíska og hönnun 7. maí 2011 09:14
Haustlína Calvin Klein 2011 Í meðfylgjandi myndasafni má sjá haustlínu Calvin Klein 2011. Tíska og hönnun 6. maí 2011 16:10
Rómantískt hús með sérstöðu Ástralski arkítektinn Fitt De Felice hannaði þetta hús fyrir fjölskyldu sem óskaði eftir einföldu notalegu einbýlishúsi. Fjölskyldan lagði áherslu á það að húsið væri hlýlegt, nútímalegt en jafnframt notalegt. Hönnuðurinn notar margvísleg náttúruleg efni og lýsingu til þess að skapa rómantíska stemningu í þessu fallega rými. Loftið er ólíkt á milli herbergja sem gefur hverju rými sérstöðu sem er óvenjulegt því algengast er í hönnun nútímalegra einbýlishúsa að upplifunin sé sú að rýmið sé opið og flæði um allt húsið. Sérstaðan þarna virkar vel þar sem hvert rými hefur sinn sérstaka karakter og upplifun hvers herbergis þannig einstök. Tíska og hönnun 6. maí 2011 15:46
Hönnunarmerkið bARBARA í gONGINI Tískuverslunin GK Reykjavík hefur nýverið tekið að selja hönnun bARBÖRU í gONGINI og ætti það að vera mikið fagnaðarefni fyrir áhugafólk um skandinavíska hönnun. Ása Ninna Pétursdóttir, sem rekur GK Reykjavík ásamt sambýlismanni sínum, Guðmundi Hallgrímssyni, sýnir brotabrot af hönnun bARBÖRU í gONGINGI í meðfylgjandi myndskeiði. Hönnunarmerkið bARBARA í gONGINI var á meðal þeirra skandinavísku tískumerkja sem sýndu línur sínar á nýyfirstaðinni tískuviku í Kaupmannahöfn. Merkið er upprunalega frá Færeyjum en hefur aðsetur í Kaupmannahöfn og þykir hönnun þess dökk og framúrstefnuleg. Tíska og hönnun 6. maí 2011 08:49
Stella McCartney haustlína 2011 Á meðfylgjandi myndum má sjá haustlínu Stellu McCartney 2011. Tíska og hönnun 6. maí 2011 07:27
Einbýlishúsin verða varla djarfari Þetta djarfa einbýlishús var byggt á síðasta ári í Bandaríkjunum. Húseigandinn vildi hús hannað af framúrstefnulegri dirfsku en án þess að það yrði tilgerðarlegt í vísindaskáldsögustíl. Það verður ekki annað sagt en að vel hafi tekist til í hönnuninni á þessu sérkennilega svarta húsi sem sker sig með afgerandi hætti frá villtri náttúrunni sem umlykur þessa framúrstefnulegu hönnun. Einfalt og smekklegt hús sem sýnir svo sannarlega hvernig tiltölulega djörf hönnun nýtur sín vel á sátt við náttúruna á þessum einstaklega fagra stað. Tíska og hönnun 6. maí 2011 06:57