Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Sérstakur jólaþáttur Körfuboltakvölds Extra verður á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld. Körfubolti 17. desember 2024 15:47
Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Friðrik Ingi Rúnarsson mun ekki klára tímabilið með Íslandsmeisturum Keflavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 16. desember 2024 19:47
Blóðtaka fyrir Njarðvík Njarðvík, topplið Bónus deildar kvenna í körfubolta, hefur orðið fyrir blóðtöku. Næststigahæsti leikmaður liðsins er farin til náms erlendis. Körfubolti 16. desember 2024 13:26
Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Njarðvík tók á móti Keflavík í Bónus deild kvenna í IceMar-höllinni í kvöld. Njarðvík spilaði fanta góðan körfubolta í kvöld og sóttu annan sigurinn á stuttum tíma gegn Keflavík og lögðu þær með tíu stiga mun 98-88. Körfubolti 15. desember 2024 20:46
Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Fyrsta bandaríska konan sem spilaði körfubolta á Íslandi, Penni Peppas, var meðal þeirra sem var til umfjöllunar í þriðja þætti Kanans. Hún kom hingað til lands haustið 1994 og vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína inni á vellinum og fyrir það að læra íslensku á undraverðum hraða. Körfubolti 12. desember 2024 09:01
Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Keflavík vann nítján stiga sigur gegn Stjörnunni 105-86. Heimakonur voru yfir allan leikinn og unnu að lokum sannfærandi sigur. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Körfubolti 11. desember 2024 22:08
„Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Stjarnan tapaði gegn Keflavík á útivelli 105-86. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn nánast allan leikinn og Ólafi Jónasi Sigurðssyni, þjálfari Stjörnunnar, fannst niðurstaðan sanngjörn. Sport 11. desember 2024 22:00
Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Haukar komust aftur á sigurbraut í Bónus deild kvenna í körfubolta með stórsigri á nýliðum Hamars/Þórs í kvöld en leikurinn var spilaður í Þorlákshöfn í kvöld. Körfubolti 11. desember 2024 20:46
„Ég var alveg smeykur við þennan leik” „Þetta var naumur sigur en við gleðjumst yfir því,” sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir að liðið hans fór með 66-60 sigur af hólmi gegn Grindavík í kvöld. Körfubolti 10. desember 2024 21:47
Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Norðanliðin Þór frá Akureyri og Tindastóll frá Sauðárkróki unnu bæði góða heimasigra í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 10. desember 2024 21:23
Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Njarðvíkurkonur sóttu tvö stig til Grindvíkinga í Smáranum í kvöld eftir að hafa unnið sex stiga sigur, 66-60, í sveiflukenndum spennuleik. Körfubolti 10. desember 2024 21:10
Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Að öðrum leikmönnum ólöstuðum þá var Kolbrún María Ármannsdóttir maður leiksins í sigri Stjörnunnar á Grindavík í kvöld. Hún böðlaðist áfram á annarri löppinni í lok leiksins og dró liðið sitt til sigurs. Körfubolti 4. desember 2024 22:34
Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Eftir fjögur töp í röð vann Valur 23 stiga sigur á Hamri/Þór, 82-59, í 9. umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 4. desember 2024 20:54
Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Stjarnan náði í sigur gegn Grindavík í mjög svo kaflaskiptum en æsispennandi leik. Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska en á móti var leikurinn jafn og spennandi fram á lokamínútuna. Lokatölur 63-65 í leik sem hefði getað dottið hvoru megin. Körfubolti 4. desember 2024 19:32
Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Þórskonan Madison Sutton var með svakalega þrennu í frábærum sigri sigri norðanliðsins í Bónus deild kvenna í körfubolta í gær. Körfubolti 4. desember 2024 14:30
„Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Nýliðar Aþenu máttu sætta sig við nokkuð stórt tap í Keflavík í kvöld, 74-59. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en eftir að Aþenu tókst að minnka muninn í tvö stig, 57-55, hrundi leikur liðsins algerlega. Körfubolti 3. desember 2024 21:27
Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Nýliðar Tindastóls unnu magnaðan sigur á toppliði Hauka á Sauðárkróki í kvöld, 90-86, í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Á sama tíma skelltu Þórsarar liði Njarðvíkur á Akureyri, 106-85. Körfubolti 3. desember 2024 21:15
Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Íslandsmeistarar Keflavíkur tóku á móti nýliðum Aþenu í kvöld og fóru að lokum með sigur af hólmi í ansi kaflaskiptum leik, 74-59. Körfubolti 3. desember 2024 20:48
Aþena lagði Grindavík Aþena lagði Grindavík með átta stiga mun í Bónus-deild kvenna í körfubolta, lokatölur 75-67. Körfubolti 27. nóvember 2024 23:03
Haukar voru betri í dag Friðrik Ingi Rúnarsson var að vonum mjög ósáttur með sínar stelpur í Keflavík eftir ósigur gegn Haukum í Ólafssal þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Aðspurður um sín fyrstu viðbrögð var svarið mjög einfalt. Körfubolti 27. nóvember 2024 22:19
Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Haukar tóku á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur í 8. umferð Bónus-deildar kvenna í kvöld. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik tóku heimakonur í Haukum gjörsamlega yfir leikinn og fór með sannfærandi 17 stiga sigur af hólmi. Lokatölur 100-83 Haukum í vil sem tylla sér á toppinn með sigrinum. Körfubolti 27. nóvember 2024 18:32
Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Tindastóll og Þór Akureyri unnu góða útisigra í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Stólarnir lögðu Stjörnuna á meðan Þórsarar lögðu Hamar/Þór í háspennuleik. Körfubolti 26. nóvember 2024 23:02
„Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Njarðvík tók á móti Val í IceMar höllinni í kvöld þegar áttunda umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Njarðvík var búið að vera á flugi fyrir leikinn í kvöld og þær héldu sigurgöngu sinni áfram og unnu sinn fimmta leik í röð þegar þær lögðu Val af velli 77-67. Körfubolti 26. nóvember 2024 21:47
Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Njarðvík tók á móti Val í IceMar-höllinni í kvöld þegar áttunda umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Liðin eru í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og var það Njarðvík sem hafði betur hér í kvöld með tíu stigum 77-67. Körfubolti 26. nóvember 2024 18:32
„Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds kvenna segja að það skorti leikgleði hjá Val og hugarfar liðsins sé ekki nógu gott. Körfubolti 22. nóvember 2024 16:45
Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Heimildarþáttaröðin Kaninn verður frumsýnd á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið. Í fyrsta þætti verður fjallað um ævintýraleg upphafsár um miðbik áttunda áratugarins þegar fyrstu Kanarnir hófu að koma hingað til lands til að leika sem atvinnumenn. Körfubolti 22. nóvember 2024 13:02
„Þurftu að þora að vera til“ Það var létt yfir Friðriki Inga Rúnarssyni, þjálfara Keflavíkur, eftir dramatískan 90-89 sigur hans kvenna gegn nýliðum Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Friðrik segir að liðið hafi gert sér erfitt fyrir og segist vissulega vera glaður með sigurinn en spilamennskan hafi ekki verið fullkomin í kvöld. Körfubolti 20. nóvember 2024 22:05
Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Stjarnan og Þór Akureyri fögnuðu sigri í leikjum sínum í sjöundu umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 20. nóvember 2024 21:09
Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Keflavík vann nauman endurkomusigur í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld en liðið lenti í miklum vandræðum með nýliða Tindastóls. Körfubolti 20. nóvember 2024 21:03
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Haukar unnu fjórtán stiga útisigur gegn Grindavík 68-85. Það vantaði lykilmenn í lið Grindavíkur sem gerði gestunum töluvert auðveldara fyrir. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Körfubolti 19. nóvember 2024 21:49