Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Tindastóll vann Stjörnuna 95-92 í Bónus deild kvenna á Sauðárkróki í kvöld. Leikurinn var í annarri umferð. Körfubolti 8. október 2025 18:31
Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Keflavík vann nokkuð sannfærandi 13 stiga sigur á Hamar/Þór 102-89 í 2. umferð Bónus deildar kvenna. Þetta var fyrsti sigur Keflavíkur á tímabilinu. Körfubolti 7. október 2025 22:40
„Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Keflavík vann Hamar/Þór 102-89 í Blue-höllinni í Bónus deild kvenna. Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með liðið eftir þrettán stiga sigur. Sport 7. október 2025 22:15
„Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Njarðvík vann gríðarlega stekan þriggja stiga sigur á Val 77-80 þegar þessi lið mættust í annari umferð Bónus deild kvenna í N1 höllinni við Hlíðarenda í kvöld. Brittany Dinkins var eins og oft áður burðarrás í liði Njarðvíkur. Sport 7. október 2025 21:44
Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Njarðvík er spáð efsta sætinu í Bónus deild kvenna. Liðið sækir Val heim í stórleik 2. umferðar. Körfubolti 7. október 2025 21:30
Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Grindavík átti ekki í neinum vandræðum með nýliða Ármanns í langþráðum heimaleik sínum í HS Orku-höllinni í kvöld, í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Niðurstaðan varð 27 stiga sigur, 86-59. Körfubolti 7. október 2025 21:02
„Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Njarðvík sækir Val heim að Hlíðarenda í annarri umferð Bónus deildar kvenna í kvöld. Einar Árni Jóhannsson á von á hörkuleik gegn Valsliði sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna og vill sjá betri frammistöðu frá Njarðvíkurliðinu en í síðustu umferð. Körfubolti 7. október 2025 15:16
Bjóða upp á Frank Booker-árskort Bónus-deild karla í körfubolta fór af stað með fjórum leikjum í gærkvöldi. Valsmenn spila þó ekki sinn fyrsta leik fyrr en á morgun. Körfubolti 3. október 2025 11:02
„Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Valskonur unnu sætan sigur gegn Keflavík í Bónus-deild kvenna í körfubolta í gærkvöld, 88-79, þrátt fyrir að hafa lent tólf stigum undir í þriðja leikhluta. Hin bandaríska Reshawna Stone átti risastóran þátt í því. Körfubolti 2. október 2025 13:00
Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Keflavík tók á móti Val í afar áhugaverðum leik í fyrstu umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta, í Blue-höllinni í Reykjanesbæ. Körfubolti 1. október 2025 21:55
„Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Valur vann gríðarlega góðan endurkomu sigur í Blue höllinni í kvöld þegar þær heimsóttu Keflavík í fyrstu umferð Bónus deild kvenna. Eftir að hafa elt nánast allan leikinn snéru þær leiknum sér í vil undir restina og höfðu á endanum öflugan níu stiga sigur 79-88. Sport 1. október 2025 21:39
Beeman gekk frá fyrrum félögum Abby Beeman átti stórleik í frumraun sinni fyrir Grindavík í Bónus deild kvenna og var stigahæst í 89-74 sigri á útivelli gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Hamar/Þór. Körfubolti 1. október 2025 21:37
Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Í færslu á Facebook svarar Jón Guðmundsson ummælum Rögnvaldar Hreiðarssonar, fyrrverandi dómara og fyrrverandi nefndarmanns í dómaranefnd KKÍ. Jón segist aldrei hafa neitað því að dæma í öðrum deildum en þeim efstu og segist ekki hafa skynjað áhuga hjá dómaranefnd að nýta krafta hans. Körfubolti 1. október 2025 15:23
Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Rögnvaldur Hreiðarsson, fyrrverandi körfuboltadómari og meðlimur í dómaranefnd KKÍ til sextán ára, stakk niður penna á Facebook og tjáði sig gagnrýnina á störf dómaranefndarinnar og svarar dómurunum sem fannst þeir settir til hliðar af henni. Körfubolti 1. október 2025 09:47
Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Karlalið Grindavíkur hefur verið duglegt að sækja leikmenn sem hafa komið við sögu í NBA-deild karla í körfubolta. Nú er komið að kvennaliði félagsins að sækja leikmann með reynslu úr WNBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 30. september 2025 22:30
KR vann nýliðaslaginn KR sótti Ármann heim í nýliðaslag Bónus deildar kvenna í körfubolta. Fór það svo að gestirnir vestur úr bæ unnu 15 stiga sigur, lokatölur 60-75. Körfubolti 30. september 2025 21:27
Meistararnir byrja á góðum sigri Íslandsmeistarar Hauka unnu 14 stiga sigur á Tindastóli í 1. umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 99-85. Magnaður 3. leikhluti Hauka skilaði sigrinum í hús. Körfubolti 30. september 2025 21:14
Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Stjarnan mætir Njarðvík í fyrstu umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 18:15 og er sýndur beint á Sýn Sport Ísland. Körfubolti 30. september 2025 17:32
„Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Einar Árni Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, segist spenntur fyrir komandi leiktíð. Hún hefst með heimsókn í Garðabæ í kvöld. Körfubolti 30. september 2025 14:17
„Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Spjót hafa beinst að KKÍ vegna dómaramála innan sambandsins og gagnrýna bræðurnir Helgi og Sigurður Jónssynir starfsumhverfið sem þeim var boðið upp á. Báðir upplifðu sem svo að þeim hefði verið ýtt til hliðar úr dómarastéttinni. Körfubolti 30. september 2025 08:00
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Íslandsmeistarar Hauka mættu bikarmeisturum Njarðvíkur í Meistarakeppni kvenna í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. Njarðvík var spáð efsta sæti í spám bæði fjölmiðla og forráðamanna félaganna í Bónus-deild kvenna á kynningarfundi KKÍ á dögunum. Njarðvíkingar byrjuðu tímabilið vel með sigri í þessum leik og eru meistarar meistaranna. Körfubolti 27. september 2025 21:04
Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Tindastóll mun enda í efsta sæti Bónus-deildar karla í körfubolta og Njarðvík efst í Bónus-deild kvenna, ef spár þjálfara, fyrirliða og formanna ganga eftir. Nýliðum er spáð falli aftur niður í 1. deild. Körfubolti 26. september 2025 12:49
Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Kynningarfundur Bónus-deild karla og kvenna í körfubolta var í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. Þar voru birtar spár um það hvernig mótið mun fara í ár. Körfubolti 26. september 2025 12:02
Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. Körfubolti 25. september 2025 08:32
Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Formaður dómaranefndar KKÍ kvaðst ekki getað tjáð sig um mál Davíðs Tómasar Tómassonar eða annarra körfuknattleiksdómara sem hafa hætt störfum fyrir KKÍ. Körfubolti 24. september 2025 14:56
Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. Körfubolti 23. september 2025 23:00
Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Forráðamenn Körfuknattleikssambands Íslands munu ekki tjá sig um dómaramál innan hreyfingarinnar að svo stöddu. Gustað hefur um sambandið eftir viðtöl við Davíð Tómas Tómasson og Jón Guðmundsson á Vísi í dag. Körfubolti 23. september 2025 13:00
Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Jóni Guðmundssyni fannst svörin sem hann fékk frá dómaranefnd KKÍ þegar hann ætlaði að snúa aftur í dómgæslu ekki merkileg. Körfubolti 23. september 2025 11:59
Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Davíð Tómas Tómasson, alþjóðadómari í körfubolta, hefur lagt dómaraflautuna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur. Þetta segist hann ekki gera af sjálfdáðum, en hann hefur verið útilokaður frá dómgæsluverkefnum síðastliðið hálft ár. Tilraunir til sátta við dómaranefnd KKÍ hafi ekki skilað árangri og starfskrafta hans ekki óskað á komandi vetri. Hann sé ekki fyrsti dómarinn sem hrökklist úr starfi með þessum hætti en vonast til að vera sá síðasti. Körfubolti 23. september 2025 08:00
Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ „Ég er mjög spennt. Búin að vera í þessu í nokkur ár núna og það verður gaman að prófa núna nýjar áherslur,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir, nýr stjórnandi Bónus Körfuboltakvölds kvenna á Sýn Sport. Körfubolti 18. september 2025 14:45