Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Reyndu að fá Dennis Rodman til að spila fyrir KR

    Böðvar Guðjónsson hefur verið allt í öllu hjá KR undanfarna áratugi og hann var að sjálfsögðu einn af þeim sem voru teknir fyrir í þáttunum Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum var rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Körfuboltakvöld: Umræða um Jaka Brodnik

    Subway Körfuboltakvöld var á sínum stað á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar fóru Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingarnir yfir frammistöðu Jaka Brodnik í leik Keflavíkur og Grindavíkur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi Magg: Ánægðastur með að hafa lokað leiknum

    Helgi Magnússon, þjálfari KR, gat verið ánægður með að hans menn hafi náð í sigur á móti Þór frá Akureyri í kvöld. Sérstaklega þó í ljósi þess að KR hafði tapað þremur leikjum í röð og hans menn byrjuðu ekki mjög vel í leiknum sem endaði  83-74 fyrir heimamenn. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Öruggur sigur Njarðvíkinga gegn ÍR

    Njarðvíkingar unnu í kvöld öruggan sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu, en lokatölur urðu 109-81.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Það eru engin leiðindi milli mín og Craig“

    Körfuboltasamfélagið á Íslandi var mikið að velta því fyrir sér af hverju Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, var ekki valinn af Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands, í síðasta landsliðshóp gegn Hollendingum og Rússum. Sigurður hefur að undanförnu ekki gefið kost á sér í landsliðið af persónulegum ástæðum en var þó tilbúinn í slaginn fyrir síðasta glugga ef kallið hefði komið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ég tek liðið fram yfir mig sjálfan“

    Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur, hefur fengið gagnrýni á sig úr ýmsum áttum á þessu tímabili fyrir að setja ekki nógu mörg stig á töfluna. Það er að segja, ekki eins mikið og Kana ígildi er vant að gera í Subway-deildinni. Burks var spurður út í þessa gagnrýni eftir leik Keflavíkur og Tindastóls í gær.

    Sport
    Fréttamynd

    Naumur sigur Valsara gegn botnliðinu

    Valsmenn unnu nauman fjögurra stiga sigur gegn botnliði Þórs frá Akureyri er liðin mættust fyrir norðan í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 75-79, en með sigrinum lyftu Valsmenn sér upp í annað sæti deildarinnar, í það minnsta tímabundið.

    Körfubolti