„Ég krosslegg fingur um að þetta verði svona áfram“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 09:00 Benedikt Guðmundsson hlustar á einn af reynsluboltum sínum í leikhléi hjá Njarðvíkurliðinu. Vísir/Diego Njarðvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Subway deild karla í körfubolta í vikunni og unnu áttunda deildarsigur sinn í röð á Ásvöllum á mánudagskvöldið. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, ræddi við Guðjón Guðmundsson um gleðitíðindin að fá Hauk Helga Pálsson aftur til baka sem og um góða stöðu Njarðvíkurliðsins í dag. Haukur Helgi Pálsson skoraði 20 stig á 29 mínútum í leiknum en hann hitti meðal annars úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum. Hann hefur glímt við í meiðsli á annað ári en sýndi þarna hvað hann getur. Hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum „Hann var virkilega góður í þessum leik og þetta var hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum. Ég krosslegg fingur um að þetta verði svona áfram. Þetta lofar góðu,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga. Haukur Helgi Pálsson í leik með Njarðvík.Vísir/Vilhelm „Þetta er okkar svona helsti lykilleikmaður og þá að hann sé ekki að skora tuttugu stig eins og í þessum leik þá er hann bara með ákveðið ‚presence' inn á vellinum,“ sagði Benedikt. Hefur áhrif bara með nærveru sinni „Við höfum rætt það okkar á milli nokkrir, sem þekkjum vel til hans, að hann og Pavel eru þessir leikmenn sem geta haft mikil áhrif á leikinn án þess að vera setja upp einhverjar svakalega tölur eða skora mikið af stigum. Bara með nærveru sinni þarna. Hann er alltaf mikilvægur þó hann eigi ekki tuttugu stiga leik eins og þarna,“ sagði Benedikt um Hauk Helga. Njarðvík og Valur eru í efstu sætunum deildarinnar með átta stig en Njarðvíkingar hafa unnið alla leiki sína síðan þeir töpuðu á móti Val um miðjan desember. Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað „Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað. Þetta er enn þá bara upphitun í gangi fyrir úrslitakeppnina og þar kemur bara í ljós úr hverju menn eru gerðir. Þá telur venjulega tímabilið ekki neitt. Við erum alveg rólegir,“ sagði Benedikt. „Við sáum Stólana í fyrra tapa sex leikjum í röð rétt fyrir úrslitakeppnina og fara svo á flug. Svo höfum við séð önnur lið spila vel í deildarkeppninni en hafa svo sprungið á limminu í úrslitakeppninni. Ég er alveg rólegur,“ sagði Benedikt. Þeir ættu að kunna þetta „Njarðvík er með allan pakkann til að fara alla leið. Þarna er reynsla og þarna eru gæði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Ég tel okkur vera með góð gæði og ég held að þarna sé alveg gríðarleg reynsla. Við erum með menn sem eru búnir að vera lengi í þessu og eru á góðum aldri. Þeir ættu að kunna þetta enda snýst þetta um ná þessari stemmningu og að þetta smelli í úrslitakeppninni. Þá kemur þetta hraðmót sem er svolítið öðrum,“ sagði Benedikt. Það má sjá allt viðtal Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Benedikt Guðmundsson: Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, ræddi við Guðjón Guðmundsson um gleðitíðindin að fá Hauk Helga Pálsson aftur til baka sem og um góða stöðu Njarðvíkurliðsins í dag. Haukur Helgi Pálsson skoraði 20 stig á 29 mínútum í leiknum en hann hitti meðal annars úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum. Hann hefur glímt við í meiðsli á annað ári en sýndi þarna hvað hann getur. Hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum „Hann var virkilega góður í þessum leik og þetta var hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum. Ég krosslegg fingur um að þetta verði svona áfram. Þetta lofar góðu,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga. Haukur Helgi Pálsson í leik með Njarðvík.Vísir/Vilhelm „Þetta er okkar svona helsti lykilleikmaður og þá að hann sé ekki að skora tuttugu stig eins og í þessum leik þá er hann bara með ákveðið ‚presence' inn á vellinum,“ sagði Benedikt. Hefur áhrif bara með nærveru sinni „Við höfum rætt það okkar á milli nokkrir, sem þekkjum vel til hans, að hann og Pavel eru þessir leikmenn sem geta haft mikil áhrif á leikinn án þess að vera setja upp einhverjar svakalega tölur eða skora mikið af stigum. Bara með nærveru sinni þarna. Hann er alltaf mikilvægur þó hann eigi ekki tuttugu stiga leik eins og þarna,“ sagði Benedikt um Hauk Helga. Njarðvík og Valur eru í efstu sætunum deildarinnar með átta stig en Njarðvíkingar hafa unnið alla leiki sína síðan þeir töpuðu á móti Val um miðjan desember. Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað „Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað. Þetta er enn þá bara upphitun í gangi fyrir úrslitakeppnina og þar kemur bara í ljós úr hverju menn eru gerðir. Þá telur venjulega tímabilið ekki neitt. Við erum alveg rólegir,“ sagði Benedikt. „Við sáum Stólana í fyrra tapa sex leikjum í röð rétt fyrir úrslitakeppnina og fara svo á flug. Svo höfum við séð önnur lið spila vel í deildarkeppninni en hafa svo sprungið á limminu í úrslitakeppninni. Ég er alveg rólegur,“ sagði Benedikt. Þeir ættu að kunna þetta „Njarðvík er með allan pakkann til að fara alla leið. Þarna er reynsla og þarna eru gæði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Ég tel okkur vera með góð gæði og ég held að þarna sé alveg gríðarleg reynsla. Við erum með menn sem eru búnir að vera lengi í þessu og eru á góðum aldri. Þeir ættu að kunna þetta enda snýst þetta um ná þessari stemmningu og að þetta smelli í úrslitakeppninni. Þá kemur þetta hraðmót sem er svolítið öðrum,“ sagði Benedikt. Það má sjá allt viðtal Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Benedikt Guðmundsson: Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira