Ingi Þór: Ég var mjög stressaður fyrir þennan leik Ingi Þór Steinþórsson var mjög sáttur með sína menn eftir öruggan 20 stiga sigur á ÍR í Kennaraháskólanum í kvöld. Snæfell var með frumkvæðið allan leikinn en gerði út um leikinn með frábærum spretti í lok þriðja leikhluta. Körfubolti 20. nóvember 2009 22:19
Jón Arnar: Við eigum að geta betur en þetta Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR var að sjálfsögðu ekki ánægður eftir 20 stiga tap á móti Snæfelli í kvöld. ÍR missti leikinn algjörlega frá sér á þriggja mínútna kafla í þriðja leikhluta. Körfubolti 20. nóvember 2009 22:09
Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Njarðvík er enn með fullt hús stiga eftir að hafa unnið sigur á Breiðabliki á heimavelli í kvöld, 78-64. Körfubolti 20. nóvember 2009 21:06
Páll Axel: Ég tala bara íslensku við hann Grindvíkingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína frá því að þeir réðu til sín Darrel Flake en hann á þó enn nokkuð í land að komast í sitt besta form ef marka má leikinn við Stjörnuna í gær. Flake er með 18,5 stig og 7,5 fráköst að meðaltali á tæpum 25 mínútum í þessum sigrum á Blikum og Stjörnunni. Körfubolti 20. nóvember 2009 15:45
Blikar þurftu að skipta um leikmenn áður en þeir komu til landsins Það hefur mikið gengið á í leikmannamálum Breiðabliks í Iceland Express deild karla síðustu daga en nú er ljóst að leikmennirnir tveir sem áttu að leysa John Davis af koma ekki til liðsins og Hrafn Kristjánsson, þjálfari liðsins þurfti því að hafa snögg handtök og finna nýja menn. Það tókst en aðeins annar þeirra verður með á móti Njarðvík í kvöld samkvæmt frétt á heimasíðu Blika. Körfubolti 20. nóvember 2009 12:30
Friðrik: Gríðarlega dýrmætt fyrir okkur að vinna þennan leik Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur var sáttur í leikslok eftir 93-83 sigur á Stjörnunni í Iceland Express deild karla í Grindavík í kvöld. Körfubolti 19. nóvember 2009 21:55
Teitur: Við vissum að þetta yrði brjálaður nóvember Teitur Örlygsson var ánægður með sína leikmenn þrátt fyrir tíu stiga tap í Grindavík í kvöld. Stjörnuliðið sýndi mikla seiglu í leiknum og hélt sér inn í leiknum allan leikinn en varð að sætta sig við tap í lokin. Körfubolti 19. nóvember 2009 21:50
Naumur sigur KR-inga Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. KR vann nauman sigur á Hamar eftir að hafa verið undir næstum allan leikinn. Körfubolti 19. nóvember 2009 21:16
Grindvíkingar sýna beint frá leik sínum við Stjörnuna í kvöld Grindvíkingar taka á móti Stjörnunni í stórleik kvöldsins í Iceland Express deild karla í Röstinni í Grindavík í kvöld og það má fylgjast með gangi mála á umfg.is Körfuknattleiksdeild Grindavíkur er nú farin að sýna beint frá heimaleikjum liðsins og fylgir þar með í fótspor KR, KFÍ, Fjölnis og fleiri liða. Körfubolti 19. nóvember 2009 17:00
Iceland Express-deild karla: KR aftur á sigurbraut Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem KR, Keflavík og Snæfell fóru með sigra af hólmi. KR-ingar komust aftur á sigurbraut eftir tvö töp gegn Njarðvík með skömmu millibili í deild og bikar þegar þeir unnu 71-100 sigur gegn Fjölni í Grafarvoginum í kvöld. Körfubolti 13. nóvember 2009 21:02
Iceland Express-deild karla: Fyrsta tap Stjörnunnar Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem hæst bar að Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í deildinni þegar Tindastóll kom í heimsókn en lokatölur urðu 93-95. Körfubolti 12. nóvember 2009 21:00
Leikmenn FSu reknir fyrir drykkjuskap Úrvalsdeildarlið FSu í körfubolta mun veikjast stórlega því væntanlega verða einhverjir leikmenn liðsins reknir úr skólanum í dag fyrir agabrot. Körfubolti 11. nóvember 2009 14:30
Subway-bikar karla: Grindavík og Snæfell komin í 16-liða úrslit 32-liða úrslitum Subway-bikars karla í körfubolta lauk í kvöld með tveimur leikjum þar sem Grindavík og Snæfell komumst auðveldlega áfram í 16-liða úrslitin. Körfubolti 9. nóvember 2009 21:36
Grindavík fær nýjan Kana - Flake snýr aftur á klakann Grindvíkingar hafa styrkt sig fyrir átökin í Iceland Express-deild karla í körfubolta en Darrell Flake er genginn í raðir félagsins en Suðurnesjafélagið losaði sig sem kunnugt er við Amani Bin Daanish á dögunum. Körfubolti 9. nóvember 2009 18:18
Guðjón: Nýttum okkur yfirburði inni í teig Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ánægður með að hafa tryggt sér farseðilinn í sextán liða úrslit bikarsins með því að leggja núverandi meistara í kvöld. Körfubolti 8. nóvember 2009 21:57
Teitur: Lentum á móti miklu betra liði „Þeir voru skrefinu á undan okkur allan leikinn,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. Liðið tapaði á heimavelli fyrir Keflavík og því ljóst að það nær ekki að verja bikarmeistaratitil sinn. Körfubolti 8. nóvember 2009 21:48
Gunnar: Vorum klárir frá fyrstu mínútu Gunnar Einarsson átti mjög góðan leik fyrir Keflavík í kvöld þegar liðið vann sannfærandi sigur á Stjörnunni í Subway-bikarnum. Hann var stigahæstur gestaliðsins í leiknum með 27 stig. Körfubolti 8. nóvember 2009 21:41
Umfjöllun: Bikarmeistararnir lagðir af Keflvíkingum Það er ljóst að Stjörnumenn munu ekki verja bikarmeistaratitil sinn í körfubolta en þeir voru slegnir út af Keflvíkingum í kvöld. Suðurnesjaliðið gerði góða ferð í Garðabæinn og vann 97-76 útisigur. Körfubolti 8. nóvember 2009 21:27
Umfjöllun: Annað tap KR í Ljónagryfjunni á tæpri viku Njarðvík vann frækinn 90-86 sigur gegn KR í 32-liða úrslitum Subway-bikars karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Körfubolti 6. nóvember 2009 23:04
Fannar: Þurftum að vera yfirvegaðir en vorum það ekki „Þetta voru gríðarleg vonbrigði því við leiddum leikinn nær allan tímann. Það er mjög sárt að við stöndum uppi með ekki neitt í leik sem mér fannst við vera betri aðilinn. Körfubolti 6. nóvember 2009 23:02
Sigurður: KR tapar ekki oft tvisvar sinnum í röð „Þetta var skemmtilegt og góð pæling hjá okkur að vinna KR tvisvar sinnum á stuttum tíma. KR er með frábært lið og á ekki oft eftir að tapa tvisvar sinnum í röð. Körfubolti 6. nóvember 2009 22:58
Magnús Þór: Ég var funheitur í kvöld „Það er náttúrulega frábært að vinna tvo leiki á tæpri viku gegn firnasterku liði KR og við erum í skýjunum með það. Þetta var svona dæmigerður bikarleikur og þó svo að vörnin hafi ef til vill ekki gengið upp alveg eins og við lögðum upp með þá vantaði ekki sigurviljann í liðið. Körfubolti 6. nóvember 2009 21:32
Subwaybikar karla: Njarðvík lagði KR Stórleikur 32-liða úrslitanna í Subwaybikar karla fór fram í Ljónagryfjunni í kvöld er Íslandsmeistarar KR heimsóttu Njarðvík. Körfubolti 6. nóvember 2009 20:53
Subway-bikar karla: Stórleikur Njarðvíkur og KR Í kvöld hefjast 32-liða úrslit í Subway-bikar karla í körfubolta með fjórum leikjum. Flestra augu munu án nokkurs vafa verða á stórleik Njarðvíkur og KR í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Körfubolti 6. nóvember 2009 16:00
Heimasíða Grindvíkinga hökkuð af Tyrkja Þeir stuðningsmenn Grindavíkur sem vilja fara á heimasíðu félagsins, umfg.is, til að skoða fréttir af málefnum félagsins eða ræða leikinn í kvöld grípa í tómt. Körfubolti 2. nóvember 2009 22:27
IE-deild karla: Enn eitt tapið hjá Grindavík Fyrir tímabilið bjuggust flestir við því að Grindavík myndi rúlla upp Iceland Express-deild karla. Þá pressu eru Grindvíkingar engan veginn að höndla því hvorki gengur né rekur hjá Suðurnesjaliðinu. Körfubolti 2. nóvember 2009 20:54
Þrír leikir í IE-deild karla í kvöld Það er talsverð pressa á liði Grindavíkur í kvöld þegar liðið fær Hamar í heimsókn í Iceland Express-deild karla. Körfubolti 2. nóvember 2009 18:00
Fannar: Alltaf erfitt að koma í Njarðvík „Baráttuleikur og tvö frábær lið sem voru að mætast og við vitum það að það er alltaf erfitt að koma í Njarðvík og vinna. Það verður ekkert auðveldar með þjálfara eins og Sigurð Ingimundarson við stjórnvölin sem að leggur höfuð áherslu á vörn," sagði Fannar Ólafsson, fyrirliði KR. Körfubolti 1. nóvember 2009 23:30
Sigurður: Svona spilum við bara „Hörkuleikur og tvö góð lið að spila. Bæði lið að spila góðan varnarleik og náðu ágætlega að taka vopnin frá hvor öðru. Ég er bara sáttur með sigur því þetta KR lið er gott lið," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigur gegn KR í kvöld. Körfubolti 1. nóvember 2009 23:15
Umfjöllun: Njarðvík enn með fullt hús stiga Njarðvík lagði Íslandsmeistara KR 76-68 í uppgjöri toppliðanna í Iceland-Exrpess deildinni í kvöld. Fyrir leikinn voru bæði lið taplaus og mikil stemning var í Ljónagryfjunni meðal þeirra fjölmörgu áhorfenda sem lögðu leið sína á völlinn. Körfubolti 1. nóvember 2009 22:21