Umfjöllun: KR-ingar tóku Stjörnuna í kennslustund, 108-78 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 11. apríl 2011 20:52 Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur í liði KR með 28 stig. Mynd/Daníel KR-ingar sýndu styrk sinn gegn Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld. Stjarnan náði að hanga með KR-ingum í fyrri hálfleik en síðari hálfleik settu KR-ingar allt í gang og keyrðu hreinlega yfir lið Stjörnunnar. Lokatölur 108-78 og staðan er 1-0 fyrir KR en þrjá sigra þarf til þess að vinna þetta einvígi. Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn á heimavelli Stjörnunnar. Það er ólík saga þeirra liða sem mætast í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik þetta árið. KR, sem hefur unnið Íslandsmótið 11 sinunm í sögunni og síðast árið 2009, er félag sem er hokið af reynslu á þessu sviði. Lið Stjörnunnar er að stíga inn í lokaúrslit Iceland Express deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni. Stjarnan hefur komið á óvart undanfarin ár og sigraði m.a. KR í úrslitum bikarkeppninnar veturinn 2008-2009. Það er eini titill félagsins fram til þessa og var Teitur Örlygsson þjálfari liðsins líkt og núna. Stemningin sem var til staðar í DHL höll KR-inga í oddaleiknum í undanúrslitunum s.l. fimmtudag var alls ekki til staðar í gær. Áhorfendur voru mun færri og hitastigið í húsinu var ekki eins hátt. Fannar Ólafsson fyrirliði KR var til taks á hliðarlínunni en hann glímir við lítilsháttar meiðsli í kálfa sem hann varð fyrir í oddaleiknum gegn Keflavík s.l. fimmtudag. Hreggviður Magnússon byrjaði gríðarlega vel í liði KR og skoraði alls 10 stig í fyrsta leikhluta en það var mikið skorað strax í upphafi. Hreggviður nýtti öll skotin sem hann tók í fyrsta leikluta. Brynjar Þór Björnsson fór einnig vel af stað í liði KR en hann skoraði alls 7 stig en Brynjar var allt í öllu í sóknarleik KR gegn Keflavík í oddaleiknum s.l. fimmtudag. KR-ingar komust í 21-9 en Stjörnumenn svöruðu fyrir sig og náðu að minnka muninn í 2 stig fyrir lok fyrsta leikhluta þar sem staðan var 27-25. Justin Shouse skoraði 11 stig fyrir Stjörnuna í fyrsta leikhluta. Íslendingurinn Jovan Zdravevski í liði Stjörnunnar lenti fljótlega í miklum villuvandræðum líkt og Marvin Valdimarsson. Þeir voru báðir komnir með þrjár villur um miðjan 2. leikhluta. Jovan gerði enn betur og fékk sína fjórðu villu rétt undir lok annars leikhluta. KR-ingar voru líka iðnir við kolann í villunum. Þeir voru búnir að næla sér í 15 slíkar um miðja 2. Leikhluta og þar fóru Hreggviður Magnússon og Íslendingurinn Pavel Ermolinskij. Og að sjálfsögðu var Skarphéðinn Ingason með þrjár villur í liði KR um miðjan fyrri hálfleik – og hann fékk sína fjórðu villu rétt undir lok síðari hálfleiks. Sóknarleikur Stjörnunnar snérist aðallega um þá Shouse og Renato Lindmets en sá síðarnefndi hefur reynst Stjörnumönnum gríðarlegur styrkur. Shouse skoraði alls 16 stig í fyrri hálfleik og Lindmets 15. Staðan var 56-48 í hálfleik. Brynjar Þór Björnsson skoraði alls 17 stig fyrir KR og hann endaði fyrri hálfleikinn með stórkostlegri þriggja stiga körfu rétt áður en leiktíminn rann út. Skömmu áður hafði Shouse skorað laglega þriggja stiga körfu fyrir Stjörnuna og héldu flestir að það hefði verið síðustu stig fyrri hálfleiks. Þriggja stiga nýting KR-inga í fyrri hálfleik var 60% 8 af 13 fóru rétta leið.Teitur Örlygsson þarf að fara yfir margt hjá sínum mönnum eftir 30 stiga tap liðsins gegn KR í kvöldSíðari hálfleikurinn hófst með miklu áhlaupi KR-inga. Þeir skoruðu þriggja stiga körfur á upphafsmínútum leiksins og Stjarnan náði ekki að svara fyrir sig. Munurinn fór upp í 16 stig þegar Teitur Örlygsson tók leikhlék 66-50. Það breytti engu og KR-ingar gengu á lagið og skoruðu nánast þegar þeim sýndist. Varnarleikur Stjörnunnar var lélegur og þeir voru mjög lengi að koma sér úr sókn í vörn. Marvin Valdimarson leikmaður Stjörnunnar fékk sína 5 villu rétt undir lok 3. leikhluta og Skarphéðinn Ingason fór sömu leið hjá KR skömmu síðar. Staðan var 87-66 eftir þriðja leikhluta og eftir það gáfust Stjörnumenn bara upp og skoruðu ekki stig í sjö mínútur í fjórða leikhluta. Eftirleikurinn var formsatriði. KR-Stjarnan 108-78 (27-25, 29-23, 31-18, 21-12) KR: Brynjar Þór Björnsson 28/4 fráköst, Marcus Walker 23, Hreggviður Magnússon 16/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/4 fráköst/4 varin skot, Pavel Ermolinskij 10/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/8 fráköst, Martin Hermannsson 3, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 3, Fannar Ólafsson 0, Páll Fannar Helgason 0. Stjarnan: Justin Shouse 19/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/7 fráköst, Guðjón Lárusson 12/8 fráköst, Jovan Zdravevski 11/4 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 5/4 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Fannar Freyr Helgason 4/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3, Ólafur Aron Ingvason 2, Marvin Valdimarsson 0, Magnús Guðmundsson 0, Christopher Sófus Cannon 0. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson Dominos-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
KR-ingar sýndu styrk sinn gegn Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld. Stjarnan náði að hanga með KR-ingum í fyrri hálfleik en síðari hálfleik settu KR-ingar allt í gang og keyrðu hreinlega yfir lið Stjörnunnar. Lokatölur 108-78 og staðan er 1-0 fyrir KR en þrjá sigra þarf til þess að vinna þetta einvígi. Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn á heimavelli Stjörnunnar. Það er ólík saga þeirra liða sem mætast í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik þetta árið. KR, sem hefur unnið Íslandsmótið 11 sinunm í sögunni og síðast árið 2009, er félag sem er hokið af reynslu á þessu sviði. Lið Stjörnunnar er að stíga inn í lokaúrslit Iceland Express deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni. Stjarnan hefur komið á óvart undanfarin ár og sigraði m.a. KR í úrslitum bikarkeppninnar veturinn 2008-2009. Það er eini titill félagsins fram til þessa og var Teitur Örlygsson þjálfari liðsins líkt og núna. Stemningin sem var til staðar í DHL höll KR-inga í oddaleiknum í undanúrslitunum s.l. fimmtudag var alls ekki til staðar í gær. Áhorfendur voru mun færri og hitastigið í húsinu var ekki eins hátt. Fannar Ólafsson fyrirliði KR var til taks á hliðarlínunni en hann glímir við lítilsháttar meiðsli í kálfa sem hann varð fyrir í oddaleiknum gegn Keflavík s.l. fimmtudag. Hreggviður Magnússon byrjaði gríðarlega vel í liði KR og skoraði alls 10 stig í fyrsta leikhluta en það var mikið skorað strax í upphafi. Hreggviður nýtti öll skotin sem hann tók í fyrsta leikluta. Brynjar Þór Björnsson fór einnig vel af stað í liði KR en hann skoraði alls 7 stig en Brynjar var allt í öllu í sóknarleik KR gegn Keflavík í oddaleiknum s.l. fimmtudag. KR-ingar komust í 21-9 en Stjörnumenn svöruðu fyrir sig og náðu að minnka muninn í 2 stig fyrir lok fyrsta leikhluta þar sem staðan var 27-25. Justin Shouse skoraði 11 stig fyrir Stjörnuna í fyrsta leikhluta. Íslendingurinn Jovan Zdravevski í liði Stjörnunnar lenti fljótlega í miklum villuvandræðum líkt og Marvin Valdimarsson. Þeir voru báðir komnir með þrjár villur um miðjan 2. leikhluta. Jovan gerði enn betur og fékk sína fjórðu villu rétt undir lok annars leikhluta. KR-ingar voru líka iðnir við kolann í villunum. Þeir voru búnir að næla sér í 15 slíkar um miðja 2. Leikhluta og þar fóru Hreggviður Magnússon og Íslendingurinn Pavel Ermolinskij. Og að sjálfsögðu var Skarphéðinn Ingason með þrjár villur í liði KR um miðjan fyrri hálfleik – og hann fékk sína fjórðu villu rétt undir lok síðari hálfleiks. Sóknarleikur Stjörnunnar snérist aðallega um þá Shouse og Renato Lindmets en sá síðarnefndi hefur reynst Stjörnumönnum gríðarlegur styrkur. Shouse skoraði alls 16 stig í fyrri hálfleik og Lindmets 15. Staðan var 56-48 í hálfleik. Brynjar Þór Björnsson skoraði alls 17 stig fyrir KR og hann endaði fyrri hálfleikinn með stórkostlegri þriggja stiga körfu rétt áður en leiktíminn rann út. Skömmu áður hafði Shouse skorað laglega þriggja stiga körfu fyrir Stjörnuna og héldu flestir að það hefði verið síðustu stig fyrri hálfleiks. Þriggja stiga nýting KR-inga í fyrri hálfleik var 60% 8 af 13 fóru rétta leið.Teitur Örlygsson þarf að fara yfir margt hjá sínum mönnum eftir 30 stiga tap liðsins gegn KR í kvöldSíðari hálfleikurinn hófst með miklu áhlaupi KR-inga. Þeir skoruðu þriggja stiga körfur á upphafsmínútum leiksins og Stjarnan náði ekki að svara fyrir sig. Munurinn fór upp í 16 stig þegar Teitur Örlygsson tók leikhlék 66-50. Það breytti engu og KR-ingar gengu á lagið og skoruðu nánast þegar þeim sýndist. Varnarleikur Stjörnunnar var lélegur og þeir voru mjög lengi að koma sér úr sókn í vörn. Marvin Valdimarson leikmaður Stjörnunnar fékk sína 5 villu rétt undir lok 3. leikhluta og Skarphéðinn Ingason fór sömu leið hjá KR skömmu síðar. Staðan var 87-66 eftir þriðja leikhluta og eftir það gáfust Stjörnumenn bara upp og skoruðu ekki stig í sjö mínútur í fjórða leikhluta. Eftirleikurinn var formsatriði. KR-Stjarnan 108-78 (27-25, 29-23, 31-18, 21-12) KR: Brynjar Þór Björnsson 28/4 fráköst, Marcus Walker 23, Hreggviður Magnússon 16/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/4 fráköst/4 varin skot, Pavel Ermolinskij 10/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/8 fráköst, Martin Hermannsson 3, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 3, Fannar Ólafsson 0, Páll Fannar Helgason 0. Stjarnan: Justin Shouse 19/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/7 fráköst, Guðjón Lárusson 12/8 fráköst, Jovan Zdravevski 11/4 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 5/4 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Fannar Freyr Helgason 4/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3, Ólafur Aron Ingvason 2, Marvin Valdimarsson 0, Magnús Guðmundsson 0, Christopher Sófus Cannon 0. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson
Dominos-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira