Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 102-86

    Stjarnan vann Keflavík, 102-86, í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en leikurinn fór fram í Ásgarði. Þetta var fyrsti leikur liðanna í einvíginu en liðið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram í undanúrslitin. Jovan Zdravevski, Justin Shouse og Jarrid Frye voru allir frábærir í liði Stjörnunnar og leiddu lið sitt til sigurs.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    30. úrslitakeppnin hefst í kvöld - tölurnar tala

    Átta liða úrslit úrslitakeppni Dominos-deildar karla hefjast í kvöld með tveimur leikjum en þetta er 30. úrslitakeppnin frá upphafi. Sú fyrsta fór fram 1984 og innihélt þá bara fjögur lið en nú keppa átta lið um Íslandsmeistarabikarinn í sautjánda sinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Þór - KR 83 - 121

    KR-ingar sendu sterk skilaboð með 38 stiga sigri sínum í Þorlákshöfn í úrslitakeppni Dominos deild karla í kvöld. Allt frá fyrstu sekúndum leiksins voru gestirnir mun sterkari og þeir einfaldlega gengu frá leiknum í öðrum leikhluta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sjö ára eltingarleik lokið?

    Justin Shouse ætlar sér að verða Íslandsmeistari í körfubolta. Nú er lag því hann telur Stjörnuliðið í dag það besta síðan hann mætti í Garðabæinn árið 2008. Vonbrigði síðasta tímabils munu ekki endurtaka sig.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Skref og aftur skref

    Í körfubolta eru sett takmörk á hve mörg skref leikmaður má taka þegar hann er kominn með vald á boltanum. Óli Geir Jónsson, leikmaður Reynis í Sandgerði sem leikur í 1. deildinni, lét reyna á regluna í leik liðsins gegn ÍA í janúar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Svona vann Grindavík titilinn

    Grindvíkingar unnu dramatískan sigur á Þór í Þorlákshöfn í lokaleik Íslandsmótsins í körfuknattleik karla á síðustu leiktíð. Leikurinn var rifjaður upp í upphitunarþætti fyrir úrslitakeppnina á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Frábær á réttum tíma

    Stjörnuframmistaða Guðmundur Jónssonar var öðru fremur til þess að Þór úr Þorlákshöfn tryggði sér annað sætið í Dominos-deild karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Meistari með þremur Suðurnesjaliðum

    Grindavík tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild karla á fimmtudagskvöldið þegar liðið vann fimmtán stiga sigur á Fjölni, 97-82. Grindavík hefur unnið 17 af 21 leik á fyrsta tímabili liðsins undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar og er með fjögurra stiga forystu fyrir lokaumferðina sem fer fram á sunnudagskvöldið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hver endar hvar?

    Tvær síðustu umferðir Dominos-deildar karla í körfubolta fara fram á næstu fjórum dögum og þá ræðst hvaða lið komast í úrslitakeppnina og hvaða lið mætast þar. Auk þess mun koma í ljós hvaða tvö lið munu falla niður í 1. deild.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - ÍR 79-70

    Fjölnismenn komust úr fallsæti með gríðarlega sterkum sigri á ÍR í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var upp á líf og dauða fyrir liðin en að lokum stigu Fjölnismenn upp og unnu að lokum sigur sem gæti tryggt veru þeirra í deildinni á endanum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Algjör óheppni því áreksturinn var ekki harður

    Darri Hilmarsson spilar ekki meira með liði Þórs Þorlákshafnar í Domino's-deildinni á þessu tímabili, en einn allra mikilvægasti íslenski leikmaðurinn í deildinni varð fyrir slæmum meiðslum í leik á móti Tindastól á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Gunnar rekinn frá KR

    Gunnar Sverrisson, aðstoðarþjálfari körfuboltaliðs KR, var í dag látinn fara frá félaginu. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KR, mun taka við daglegri þjálfun liðsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Darri spilar ekki meira með Þór í vetur

    Darri Hilmarsson og Baldur Þór Ragnarsson verða ekki með Þórsurum á lokasprettinum í Dominos-deild karla og gætu báðir misst af restinni af tímabilinu. Þetta staðfesti Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, í viðtali við Morgunblaðið í morgun.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Darri upp á spítala en Þórsarar unnu

    Darri Hilmarsson, lykilmaður Þórsara var fluttur á spítala eftir að hafa meiðst í leik Þórs og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsliðinu tókst þó að klára leikinn án Darra og tryggja sér tveggja stiga sigur, 83-81.

    Körfubolti