Lítur út fyrir að hann sé með gorm undir fótunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2015 08:00 Stefan Bonneau hefur byrjað frábærlega með Njarðvíkurliðinu. vísir/stefán Fjörtíu og átta stig í tíu stiga sigri á Keflavík í sjálfu Sláturhúsinu. Menn verða fljótt að goðsögnum þegar þeir stimpla sig svona inn í fyrsta Reykjanesbæjarslaginn sinn. Stefan Bonneau hefur hjálpað Njarðvíkingum upp í þriðja sætið á einum mánuði og í síðustu tveimur leikjum hefur kappinn skorað samtals 92 stig í mikilvægum sigrum. Sjá einnig: Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 90-100 | Bonneau slátraði Keflavík í Sláturhúsinu Fyrir leikinn í fyrrakvöld átti Guðjón Skúlason stigametið í úrvalsdeildarleikjum Njarðvíkinga og Keflvíkinga en Guðjón skoraði 45 stig í sigri Keflvíkinga í byrjun október 1992. Innkoma Stefans Bonneau í Njarðvíkurliðið hefur fengið marga til að rifja upp aðra smávaxna stórskyttu sem breytti svo miklu hjá Njarðvík fyrir rúmlega þremur áratugum.Bonneau stekkur svakalega hátt.vísir/stefánGleyma aldrei Danny Shouse Njarðvíkingar munu aldrei gleyma Danny Shouse sem var bandaríski leikmaður liðsins þegar tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlarnir komu í hús árið 1981 og 1982. Shouse var smávaxinn skorari sem breytti miklu hjá Njarðvíkurliðinu. Danny Shouse skoraði 37,1 stig að meðaltali í leik á tveimur tímabilum sínum og Njarðvíkingar unnu 33 af 40 leikjum sínum (83 prósent) og urðu Íslandsmeistarar bæði árin. Stefan Bonneau er búinn að skora 37,0 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjum sínum í Njarðvíkurbúningnum og Njarðvíkingar hafa unnið fjóra þeirra (80 prósent).Sjá einnig:Skoraði sautján stig á undir fjórum mínútum Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar, fyrirliða Njarðvíkurliðsins, varð margfaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkingum á sínum tíma og hann þekkir vel til Danny Shouse og hefur síðan séð leiki Stefans Bonneau í ár. Hann segir margt líkt með þeim en að þeir séu líka ólíkir leikmenn. „Þessi er minni og sneggri. Hinn var með svona mýkri hreyfingar. Ég sé mikinn mun á þeim,“ segir Gunnar. „Þeir eru báðir miklir skorarar og miklar skyttur. Það sem Danny gerði líka eins og þessi er að hann komst ótrúlega oft að körfunni með gegnumbrotum. Ég get ekki líkt þeim saman þannig séð en þeir eru báðir með þessa hittni og mikinn stökkkraft,“ segir Gunnar. Það er hægt að skella í tilþrifapakka með Stefan Bonneau eftir hvern leik og Danny fékk fólk einnig til að gapa. „Ég man eftir leik í Njarðvík, þá tróð Danny yfir Pétur Guðmundsson og það þarf eitthvað til þess,“ rifjar Gunnar upp. Þeir eiga það sameiginlegt að það lítur út fyrir að þeir séu með gorm undir fótunum. „Það er ekkert öðruvísi,“ segir Gunnar og Njarðvíkingar þurftu Danny til að brjóta ísinn á sínum tíma.vísir/stefánKom þeim yfir þröskuldinn „Hann kemur okkur yfir þröskuldinn. Við vorum búnir að vera í öðru eða þriðja sæti í einhver fimm ár. Við runnum alltaf á rassinn í tveimur til þremur síðustu leikjunum. Svo kemur hann og var sá sem kom okkur yfir þröskuldinn og þá komu titlarnir á færibandi þessi ár á eftir,“ segir Gunnar. Stefan Bonneau hefur gert mikið fyrir Njarðvíkurliðið í ár. Liðið sem vann bara sex af fyrstu tólf leikjum sínum hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Hann gjörbreytir þessu. Þetta er orðinn miklu hraðari bolti hjá okkur og menn eru með meira sjálfstraust. Við erum með mann sem getur klárað leiki alveg eins og hann gerði fyrir utan þriggja stiga línuna á móti Keflavík. Þegar þú færð svona tvö, þrjú, fjögur skot ofan í í röð þá peppast allir upp og hjá mótherjunum er þetta síðan alltaf önnur blaut tuska í andlitið,“ segir Gunnar.vísir/stefánStoppar hann einhver? „Það var enginn í deildinni sem gat stoppað Danny og það virðist vera þannig með þennan strák líka. Ég á eftir að sjá einhvern stoppa hann,“ segir Gunnar og karakterinn fær líka hrós. „Strákarnir virðast vera mjög ánægðir með hann sem liðsfélaga og félaga. Þetta er léttur strákur, síbrosandi og hlæjandi. Hann er að hvetja menn. Þetta er skemmtilegur tími núna. Liðið er á blússandi siglingu,“ segir Gunnar og það kæmi honum ekkert á óvart þótt forvitnir körfuboltaáhugamenn færu að fjölmenna á leiki Njarðvíkinga á næstunni. „Það er vel þess virði að gera sér ferð til þess að sjá hann spila. Þú sérð ekki svona hæfileikaríkan íþróttamann á Íslandi í dag. Hann er ótrúlegur,“ sagði Gunnar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Fjörtíu og átta stig í tíu stiga sigri á Keflavík í sjálfu Sláturhúsinu. Menn verða fljótt að goðsögnum þegar þeir stimpla sig svona inn í fyrsta Reykjanesbæjarslaginn sinn. Stefan Bonneau hefur hjálpað Njarðvíkingum upp í þriðja sætið á einum mánuði og í síðustu tveimur leikjum hefur kappinn skorað samtals 92 stig í mikilvægum sigrum. Sjá einnig: Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 90-100 | Bonneau slátraði Keflavík í Sláturhúsinu Fyrir leikinn í fyrrakvöld átti Guðjón Skúlason stigametið í úrvalsdeildarleikjum Njarðvíkinga og Keflvíkinga en Guðjón skoraði 45 stig í sigri Keflvíkinga í byrjun október 1992. Innkoma Stefans Bonneau í Njarðvíkurliðið hefur fengið marga til að rifja upp aðra smávaxna stórskyttu sem breytti svo miklu hjá Njarðvík fyrir rúmlega þremur áratugum.Bonneau stekkur svakalega hátt.vísir/stefánGleyma aldrei Danny Shouse Njarðvíkingar munu aldrei gleyma Danny Shouse sem var bandaríski leikmaður liðsins þegar tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlarnir komu í hús árið 1981 og 1982. Shouse var smávaxinn skorari sem breytti miklu hjá Njarðvíkurliðinu. Danny Shouse skoraði 37,1 stig að meðaltali í leik á tveimur tímabilum sínum og Njarðvíkingar unnu 33 af 40 leikjum sínum (83 prósent) og urðu Íslandsmeistarar bæði árin. Stefan Bonneau er búinn að skora 37,0 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjum sínum í Njarðvíkurbúningnum og Njarðvíkingar hafa unnið fjóra þeirra (80 prósent).Sjá einnig:Skoraði sautján stig á undir fjórum mínútum Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar, fyrirliða Njarðvíkurliðsins, varð margfaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkingum á sínum tíma og hann þekkir vel til Danny Shouse og hefur síðan séð leiki Stefans Bonneau í ár. Hann segir margt líkt með þeim en að þeir séu líka ólíkir leikmenn. „Þessi er minni og sneggri. Hinn var með svona mýkri hreyfingar. Ég sé mikinn mun á þeim,“ segir Gunnar. „Þeir eru báðir miklir skorarar og miklar skyttur. Það sem Danny gerði líka eins og þessi er að hann komst ótrúlega oft að körfunni með gegnumbrotum. Ég get ekki líkt þeim saman þannig séð en þeir eru báðir með þessa hittni og mikinn stökkkraft,“ segir Gunnar. Það er hægt að skella í tilþrifapakka með Stefan Bonneau eftir hvern leik og Danny fékk fólk einnig til að gapa. „Ég man eftir leik í Njarðvík, þá tróð Danny yfir Pétur Guðmundsson og það þarf eitthvað til þess,“ rifjar Gunnar upp. Þeir eiga það sameiginlegt að það lítur út fyrir að þeir séu með gorm undir fótunum. „Það er ekkert öðruvísi,“ segir Gunnar og Njarðvíkingar þurftu Danny til að brjóta ísinn á sínum tíma.vísir/stefánKom þeim yfir þröskuldinn „Hann kemur okkur yfir þröskuldinn. Við vorum búnir að vera í öðru eða þriðja sæti í einhver fimm ár. Við runnum alltaf á rassinn í tveimur til þremur síðustu leikjunum. Svo kemur hann og var sá sem kom okkur yfir þröskuldinn og þá komu titlarnir á færibandi þessi ár á eftir,“ segir Gunnar. Stefan Bonneau hefur gert mikið fyrir Njarðvíkurliðið í ár. Liðið sem vann bara sex af fyrstu tólf leikjum sínum hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Hann gjörbreytir þessu. Þetta er orðinn miklu hraðari bolti hjá okkur og menn eru með meira sjálfstraust. Við erum með mann sem getur klárað leiki alveg eins og hann gerði fyrir utan þriggja stiga línuna á móti Keflavík. Þegar þú færð svona tvö, þrjú, fjögur skot ofan í í röð þá peppast allir upp og hjá mótherjunum er þetta síðan alltaf önnur blaut tuska í andlitið,“ segir Gunnar.vísir/stefánStoppar hann einhver? „Það var enginn í deildinni sem gat stoppað Danny og það virðist vera þannig með þennan strák líka. Ég á eftir að sjá einhvern stoppa hann,“ segir Gunnar og karakterinn fær líka hrós. „Strákarnir virðast vera mjög ánægðir með hann sem liðsfélaga og félaga. Þetta er léttur strákur, síbrosandi og hlæjandi. Hann er að hvetja menn. Þetta er skemmtilegur tími núna. Liðið er á blússandi siglingu,“ segir Gunnar og það kæmi honum ekkert á óvart þótt forvitnir körfuboltaáhugamenn færu að fjölmenna á leiki Njarðvíkinga á næstunni. „Það er vel þess virði að gera sér ferð til þess að sjá hann spila. Þú sérð ekki svona hæfileikaríkan íþróttamann á Íslandi í dag. Hann er ótrúlegur,“ sagði Gunnar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira