Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Hlaut náttúru­verndar­viður­kenningu Sig­ríðar í Bratt­holti

Jarð- og jöklafræðingurinn Oddur Sigurðsson hlaut í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra afhenti viðurkenninguna á Umhverfisþingi í Hörpu, en þetta er í sextánda skipti sem viðurkenningin er veitt. 

Innlent
Fréttamynd

Hærri greiðslur í fæðingar­or­lofi

Nú þegar Alþingi kemur saman að hausti er ljóst að það er verk að vinna. Á fyrstu mánuðum ríkisstjórnar hafa verið stigin stór og mikilvæg skref í málefnum samfélagsins. Má þar nefna réttlætið í því að þjóðin njóti sanngjarnari hlut af nýtingu auðlinda sem eru í eigu þjóðarinnar. Þetta skref var mikilvægt.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Um­hverfisþing 2025

Umhverfisþing 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag og á morgun en þingið er það fjórtánda í röðinni. Meginþemu þingsins verða hafið, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsmál.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar sér for­mennsku hjá ungum Sjálf­stæðis­mönnum

Júlíus Viggó Ólafsson gefur kost á sér til formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á 48. þingi sambandsins sem fer fram í Reykjavík dagana 3. til 5. október. Júlíus, sem var lykilmaður í kosningabaráttu Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns flokksins, segir kominn tíma á alvöru hægri stefnu hjá sambandinu. Taka þurfi til hendinni í útlendingamálum og berjast gegn inngöngu í Evrópusambandið.

Innlent
Fréttamynd

Skuggaráðherra ríkis­stjórnarinnar

Ný ríkisstjórn hefur ekki bara verið að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki, m.a. með afnámi séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna. Ýmislegt hefur jafnvel verið jákvætt.

Skoðun
Fréttamynd

Þór­dís Lóa ætlar ekki fram

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. 

Innlent
Fréttamynd

Fannar bæjar­stjóri kveður Grinda­vík

Fannar Jónasson stígur upp úr bæjarstjórastóli Grindavíkur eftir þetta kjörtímabil. Hann hefur gegnt þessu embætti í næstum áratug eða síðan í ársbyrjun 2017 og verið andlit bæjarins á óvissu- og erfiðleikatímum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna

Fjármálaráðherra segir áform um afnám á áminningarskyldu sem undanfara uppsagna starfsmanna ríkisins ekki fela í sér þá skerðingu sem leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar hafa fullyrt í opinberri umræðu. Hann hafnar því að hafa ekki átt í samráði við verkalýðshreyfinguna áður en áformin voru kynnt.

Innlent
Fréttamynd

Jóhannes Óli er nýr for­seti Ungs jafnaðarfólks

Jóhannes Óli Sveinsson, 22 ára hagfræðinemi, varð sjálfkjörinn forseti á landsþingi Ungs jafnaðarfólks sem fór fram í dag á Center Hotels Miðgarði. Í formannsslag stefndi en sitjandi forseti dró framboð sitt til baka á elleftu stundu.

Innlent
Fréttamynd

Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli

Sýklasótt (sepsis) er lífshættulegt ástand sem myndast vegna blöndu áhrifa alvarlegrar sýkingar og viðbragða ónæmiskerfisins. Hún getur þróast hratt og valdið líffærabilun og dauða ef ekki er gripið hratt inn í. Rannsóknir sýna að með hverri klukkustund sem líður án viðeigandi meðferðar minnka lífslíkur sjúklings verulega.

Skoðun
Fréttamynd

Sitjandi for­maður dregur fram­boðið til baka á kjör­dag

Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, sitjandi forseti Ungs jafnaðarfólks, hefur dregið til baka framboð sitt til áframhaldandi embættissetu. Það stefndi í forsetaslag tveggja virkra flokksmanna á landsþingi UJ í dag en mótframbjóðandi hennar er nú einn í framboði. 

Innlent
Fréttamynd

Hags­munir sveitanna í vasa heild­sala

Við stöndum nú frammi fyrir ákvarðanatöku sem getur haft afgerandi áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað lagasetningu sem breytir tollflokkun svonefnds pítsaosts – osts með viðbættri jurtafitu – þannig að innflutningur hans verði tollfrjáls.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­stillt á­tak um öryggi Ís­lands

Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin þver­brjóti leik­reglur vinnu­markaðarins

Verkalýðsleiðtogar segja áform um afnám áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna og tímabundinnar lausnar þeirra fela í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks. Með þessu þverbrjóti ríkisstjórnin leikreglur vinnumarkaðarins. Verkalýðshreyfingin muni verjast skerðingum á réttindum launafólks af hörku. 

Innlent
Fréttamynd

Starfs­menn þing­flokks taka pokann sinn

Tveimur starfsmönnum þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur verið sagt upp. Um er að ræða enn eina breytinguna hjá þingflokknum sem nýlega skipti um framkvæmdastjóra og þingflokksformann.

Innlent
Fréttamynd

For­stöðu­menn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja á­standið óásættan­legt

Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu, boðunarlistar í fangelsi lengjast og á sama tíma fyrnast dómar. Þetta segja forstöðumenn tveggja fangelsa, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða sem gagnrýna öll stefnu stjórnvalda eftir að fram kom að lækka eigi stofnfjárframlag til byggingar á nýju fangelsi tímabundið um 400 milljónir króna á þessu ári. 

Innlent
Fréttamynd

Lýð­ræðis­legri um­ræðu og sam­stöðu ógnað

Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl.

Innlent
Fréttamynd

Grafið undan grunn­stoð sam­fé­lagsins

Fjölskyldan er grunnur samfélagsins. Þess vegna vekur furðu og áhyggjur að fyrsta fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist líta fram hjá þeirri staðreynd. Þvert á loforð um að hækka ekki skatta og álögur á fólk og fyrirtæki eru lagðar til breytingar sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum og ungu fólki sem er að byggja upp heimili.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuld­bindingar

Að óbreyttu stefnir í að Ísland þurfi að kaupa losunarheimildir fyrir að minnsta kosti ellefu milljarða króna til að geta staðið við skuldbindingar í loftslagsmálum, þar sem ekki hefur tekist að halda í við markmið á síðustu árum. Ráðherra hefur gert tillögu að nýju landsákvörðuðu framlagi Íslands til Parísarsamningsins fyrir árið 2035, þar sem meðal annars er stefnt að 50-55 prósenta samdrætti í samfélagslosun og umtalsverðum samdrætti í losun frá landi.

Innlent