Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Fall­ein­kunn skóla­kerfis?

Elsta barnið mitt, fætt 1998, lauk menntaskóla eftir fjögur ár af miklum og góðum lærdómi. Efnið var það mikið að sitja þurfti stíft við og langir voru námsdagarnir til að tryggja góðan námsárangur.

Skoðun
Fréttamynd

Virði barna og ung­menna

Þegar fjallað er um niðurstöður PISA 2022 eru neikvæðir þættir gjarna dregnir fram en minna fjallað um jákvæða þætti sem þar má sannarlega einnig finna. Í skýrslunni segir að meirihluti íslenskra 15 ára nemenda upplifi almennt góða líðan í skólanum.

Skoðun
Fréttamynd

Svona verða bílastæðagjöldin hjá Há­skóla Ís­lands

Gjaldtaka í bílastæði við Háskóla Íslands hefst þann 18. ágúst eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá 8 til 16 á virkum dögum. Mánaðaráskrift hljóðar upp á 1500 krónur en tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 krónur. Gjaldtaka átti upphaflega að hefjast í fyrrahaust.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti ár­gangur sögunnar fer í fram­halds­skóla: „Það verður þétt setið í skóla­stofunni“

Fram­halds­skólarnir fjölguðu flestir inn­rituðum nem­endum um tíu pró­sent miðað við fyrri ár til að koma öllum að í haust. Skóla­meistarar segja það hafa verið ærið verkefni en hafi tekist með því að fjölga í bekkjum og hópum. Inn­ritunarár­gangurinn fæddist árið 2009. Þá fæddust 5.026 börn á Ís­landi og hafa aldrei fæðst jafn mörg börn á einu ári hérlendis. 

Innlent
Fréttamynd

List­nám er lífs­björg – opið bréf til ráð­herra mennta, fé­lags og heil­brigðis­mála, til stuðnings Söng­skóla Sigurðar Demetz

Þessar línur eru ritaðar til stuðnings kennara, nemenda og starfsfólks Söngskóla Sigurðar Demetz. Ég útskrifaðist þaðan með burtfararpróf vorið 2023 og á skólinn ásamt nemendum og kennurum, því sérstakan stað í hjarta minu. Þar fékk ég nefnilega að rækta hæfileika mína og stunda söngnám á mínum forsendum, en ég glimi við lögblindu og er með hreyfihömlun. 

Skoðun
Fréttamynd

Um­bóta þörf til að halda uppi lífs­gæðum á Ís­landi að mati OECD

Endurskoða þarf ríkisfjármálin, efla grunnmenntun, virkja meira og létta á reglugerðarfargani til þess að tryggja áframhaldandi hagvöxt og lífsgæði á Íslandi, að mati sérfræðinga Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Stofnunin segir sérstakt áhyggjuefni hvað Ísland hefur dregist eftir úr í menntamálum.

Innlent
Fréttamynd

Opið svar til for­manns Sam­leik- Útsvarsgreiðendur borga leik­skólann í Kópa­vogi!

Ég kann að meta það að samtök foreldra í leikskólum Kópavogs eru ánægð með sum atriði í þjónustu við börn og foreldra í Kópavogi, nánar tiltekið að starfsemin er óskert ólíkt sumum nágranasveitarfélögum og að starfsfólki leikskóla líður almennt vel í vinnunni. Þessir tveir jákvæðu þættir sem formaður Samleik hefur orð á í aðsendri grein þann 23. júní eru ekki sjálfgefnir.

Skoðun
Fréttamynd

Bene­dikt nýr skóla­meistari VMA

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Benedikt Barðason í embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Verður nýr skóla­meistari á Húsa­vík

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Halldór Jón Gíslason í embætti skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Að elska sjálfan sig – lykill að heil­brigðu starfs­um­hverfi í leik- og grunn­skólum

Í hjarta hvers skólasamfélags standa þeir sem sinna börnunum: kennarar, stuðningsfulltrúar, leikskólakennarar, þroskaþjálfar og aðrir starfsmenn. Þetta fólk vinnur daglega að því að skapa umhyggjusamt og öruggt umhverfi fyrir börn að þroskast í – bæði til náms og til lífs. En það gleymist oft að þeir sem annast aðra þurfa sjálfir umönnun.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjir borga leik­skólann í Kópa­vogi?

Samleik – samtökum foreldra leikskólabarna í Kópavogi vilja koma nokkrum hlutum á framfæri. Við í Samleik viljum þakka fyrir greinina sem birtist á Vísi frá Rakeli Ýr, aðstoðarleikskólastjóra í Álfaheiði, þar sem Kópavogsmódelið er útskýrt.

Skoðun
Fréttamynd

Sagt að hann gæti ekki klárað námið en gerði það samt

Fyrsti lögblindi maðurinn til þess að ljúka meistaranámi í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands segir stjórnendur námsins ítrekað hafa sett honum stólinn fyrir dyrnar og efast um getu hans. Hann segist þakklátur kennurum sínum, það hafi aldrei komið til greina að gefast upp.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi með doktors­próf úr HR

Tæplega sjö hundruð nemendur útskrifuðust úr Háskólanum í Reykjavík á laugardag. Útskriftin fór fram í Eldborg í Hörpu og metfjöldi lauk doktorsprófi.

Innlent
Fréttamynd

Falin tæki­færi til náms

Í hverjum landshluta skiptir máli að halda úti öflugu skólastarfi. Sveitarfélögin sjá um að reka faglega leik- og grunnskóla þar sem ungviðið tekur gjarnan sín fyrstu skref í félagsþroska og almennu námi.

Skoðun
Fréttamynd

Grein til stuðnings Söng­skóla Sigurðar Demetz

Bréf þetta er skrifað til stuðnings söngmenntunar á Íslandi, sem um áraraðir hefur barist í bökkum fjárhagslega. Við, fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz, horfum áhyggjufullum augum á þá þróun sem er að eiga sér stað því allt stefnir í að skólanum verið lokað, sé ekki brugðist við strax. 

Skoðun
Fréttamynd

Hörður Svavars­son er látinn

Hörður Svavarsson, leikskólastjóri Aðalþings, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 19. júní síðastliðinn eftir skamma sjúkrahúslegu, 65 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólabarn með á­verka en starfs­maður sýknaður

Starfsmaður leikskóla hefur verið sýknaður af ákæru fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot gegn barni á leikskólanum. Barnið hlaut sýnilega áverka á öxl eftir að starfsmaðurinn þreif í það en ekki var talið sannað að starfsmaðurinn hefði haft ásetning til að meiða barnið.

Innlent
Fréttamynd

Um níu þúsund um­sóknir í Há­skóla Ís­lands

Rúmlega níu þúsund umsóknir bárust í grunn- og framhaldsnám í Háskóla Ísland. Í tilkynningu segir að fjölgun hafi verið í umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði, tungumálum og leikskólakennarafræði. Íslenska sem annað mál áfram með flestar umsóknir.

Innlent
Fréttamynd

Fækka hefð­bundnum kennslu­stundum um þriðjung

Nýtt kennslufyrirkomulag verður tekið upp í Menntaskólanum á Akureyri í haust þar sem þriðjungi hefðbundinna kennslustunda verður skipt út fyrir vinnustundir nemenda. Skólameistarinn segir nemendur læra að bera ábyrgð á sínu eigin námi.

Innlent
Fréttamynd

Kvik­mynda­skólinn lifir og skóla­gjöld verða hóf­legri

Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Nú hefst sam­ræmt próf í stærð­fræði

Kaldur sviti, hraður hjartsláttur og þvalir lófar. Einbeitingin það mikil að hún reyndi að yfirtaka stressið. „Nú hefst samræmt próf í stærðfræði.“ Svona er minning mín eftir að hafa upplifað að taka samræmt próf sem nemandi.

Skoðun