Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. Innlent 1. nóvember 2023 20:07
Viðbúnaður vegna leka í vélarúmi fiskiskips Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á hæsta forgangi síðdegis í gær vegna leka í vélarrúmi fiskiskips í Húnaflóa. Áhöfn skipsins tókst þó að stöðva lekann og sigla því til hafnar. Innlent 28. október 2023 09:40
Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. Innlent 27. október 2023 17:45
Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. Innlent 26. október 2023 15:59
Nóg komið Laxeldi í opnum sjókvíum í íslenskum fjörðum ætlar að reynast lífríkinu dýrkeypt eins og lengi hafði verið varað við. Fiskur sleppur umvörpum, erfðablöndun við villta laxastofna og lúsafár sem herjar á fiskinn með tilheyrandi eiturefnanotkun. Skoðun 26. október 2023 14:30
Framlegð Ísfélagsins minnkar lítillega í aðdraganda skráningar á markað Eftir metafkomu í fyrra er útlit fyrir að framlegðarhlutfall í rekstri útgerðarrisans Ísfélagsins muni minnka nokkuð á þessu ári samhliða erfiðari aðstæðum en EBITDA-hagnaður félagsins var samt yfir fjórir milljarðar króna á fyrri árshelmingi. Ísfélagið, sem varð til við sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma um miðjan júní, boðaði lífeyrissjóði og aðra fjárfesta til kynningarfunda í liðinni viku en félagið stefnir að skráningu í Kauphöllina undir lok ársins. Innherji 25. október 2023 09:45
Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. Erlent 24. október 2023 10:20
Arftaki Bjarna Sæmundssonar fær nafnið Þórunn Þórðardóttir Nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknarstofnunar verður sjósett í skipasmíðastöðinni Astilleros Armón í Vigo á Spáni 15. desember næstkomandi og við sjósetningu mun skipið formlega hljóta nafnið Þórunn Þórðardóttir og einkennisstafina HF 300. Innlent 24. október 2023 10:15
Síldarvinnslan betur í stakk búin fyrir loðnubrest en drekkri horfur eru í útgerð Engin loðnuúthlutun hefði haft mun verri afleiðingar fyrir Síldarvinnsluna fyrir tveimur til þremur árum. Útgerðin hefur dreift áhættu í rekstrinum með því að auka bolfiskveiðar, segir í hlutabréfagreiningu. Innherji 20. október 2023 15:27
Samherji borgar ekki laun starfsfólks í kvennaverkfalli Norðlenska fiskvinnslufyrirtækið Samherji hyggst ekki greiða konum og kvárum sem vinna hjá fyrirtækinu laun mæti þau ekki til vinnu næsta þriðjudag, þegar boðað hefur verið til kvennaverkfalls. Starfsfólki er þó frjálst að skreppa á 45 mínútna mótmælafund á Akureyri. Viðskipti innlent 19. október 2023 16:29
Kveikjum ljósin Upp á síðkastið hafa ágreiningsefnin í umræðu um stefnumótun í sjávarútvegi orðið æ skýrari. Það sem ekki síst virðist skilja á milli þeirra sem leggjast gegn umbótum á kerfinu í þágu almennings og hinna sem vilja taka af metnaði á því sem gera má betur eru sjónarmið um gagnsæi. Mín skoðun er skýr og ég hef lýst henni oft. Hagsmunir almennings eiga að vera í forgrunni þegar kemur að sjávarútvegi og þess vegna þurfum við að auka þar birtustigið. Skoðun 18. október 2023 12:01
Hringrásarhagkerfið: Þurfum að huga betur að heilsu hafsins „Ég held að við Íslendingar séum gjörn á að horfa á hafið að einhverju leyti sem gefnum hlut. Að hafið sé óþrjótandi auðlind,“ segir Þórður Reynisson lögfræðingur og Head of the Ocean Economy program hjá Nordic Innovation. Atvinnulíf 18. október 2023 07:00
Bein útsending: Ræða slysasleppingar í sjókvíaeldi á þingi Sérstök umræða um slysasleppingar í sjókvíaeldi verður á Alþingi klukkan 14 í dag. Málshefjandi er Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar, og til andsvara verður matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir. Innlent 17. október 2023 13:50
Verðmat Brims lækkar um fimmtung og horfurnar sagðar „ekki sérlega bjartar“ Fátt fellur með sjávarútvegsfélögunum um þessar mundir, meðal annars hækkandi olíuverð, sterkt gengi krónunnar og enginn loðnukvóti, sem þýðir að verðmat Brims hefur verið lækkað um tæplega fimmtung. Hlutabréfagreinandi Jakobsson Capital gagnrýnir Samkeppniseftirlitið fyrir að hafa ætlað að taka að sér verktöku fyrir matvælaráðuneytið, sem eðlilegra væri að ráðgjafafyrirtæki myndi gera, og þannig fara í „samkeppni við lítilmagnann.“ Innherji 16. október 2023 12:23
Kristján viss um að hann veiði áfram hval á næsta ári Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segist viss um að hann fái að halda áfram að veiða hval á næsta ári þrátt fyrir að núgildandi veiðileyfi renni út um áramótin. Það sé nóg af hvali við strendur Íslands og hægt að halda áfram veiðum að eilífu. Innlent 14. október 2023 16:26
Óvenju mikið af lús á Vestfjörðum Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. Innlent 13. október 2023 15:25
Sleppingar eldislax - Hvað er raunverulega í húfi? Hagvöxtur. Störf. Fæða. Upplýsingaóreiða. Ásakanir. Reiði. Græðgi. Þetta er ekki svo slæmt. Við gerum bara betur næst. Skoðun 12. október 2023 11:30
Skipstjóri skaðabótaskyldur fyrir „stórfellt gáleysi“ í heimsfaraldri Sjómanni, sem vann á skipinu Júlíusi Geirmundssyni, hafa verið dæmdar skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna meðferðar sem hann varð fyrir á meðan hann var smitaður af kórónuveirunni um borð í skipinu. Innlent 11. október 2023 17:11
Galdrabrennur nútímans Á miðöldum voru stundaðar galdrabrennur og galdraofsóknir hér á landi og höfðu þær þá verið stundaðar í Evrópu um nokkurt skeið. Galdrabrennurnar byggðust á tortryggni, illu umtali og fáfræði. Í Evrópu var alþekkt að kaþólska kirkjan vildi berjast gegn villutrúarmönnum sem talið var að þjónaði djöflinum. Skoðun 11. október 2023 14:00
Skammgóður vermir - sagan endurtekur sig Það er skiljanlegt en um leið sorglegt að lesa varnarviðbrögð í kjölfar fjölsótts samstöðufundar gegn sjókvíaeldi sem fram fór á Austurvelli 7. október síðastliðinn. Skoðun 11. október 2023 12:01
Áhrif sjókvíaeldis frá sjónarhóli íbúa Í allri umræðunni um sjókvíaeldi sem varla hefur farið fram hjá nokkrum manni er ein hlið sem lítið hefur farið fyrir. Það er hlið nærsamfélaganna þar sem sjókvíaeldi er stundað. Skoðun 9. október 2023 12:31
Sjókvíeldi, með eða á móti Það má segja að stormur ríki um þessar mundir í umræðu um sjókvíeldi. Stór orð látin falla og þá skal skunda á Austurvöll og hafa hátt. Skoðun 9. október 2023 11:31
Sótti þrjú hundruð tonna línuveiðiskip Áhöfn björgunarskipsins Hafbjargar var kölluð út um hálf eitt í nótt til að aðstoða þrjú hundruð tonna línuveiðiskip sem var á veiðum út af Norðfjarðarhorni. Bilun hafði þá komið upp í skrúfubúnaði skipsins. Innlent 9. október 2023 10:06
Ég skipti engu máli í þessu – jú víst Takk fyrir frábæran samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 7. október. Takk skipuleggjendur og allir þeir sem komu fram á fundinum. Skoðun 9. október 2023 09:01
Hvergi gerst að eldislaxar útrými villtum laxastofnum Lektor í fiskeldi við háskólann á Hólum segir umræðu og fullyrðingar um sjókvíaeldi einkennast af rangfærslum og upphrópunum. Hvergi hafi það gerst að eldislaxar útrými villtum laxi. Innlent 8. október 2023 12:47
Við getum verið stolt af laxinum okkar Kvótinn farinn. Yfirgefin hús. Flagnandi málning. Óhirtar lóðir. Ljósin í höfuðborginni heilla og ungt fólk yfirgefur litla þorpið sem það ólst upp í. Þannig var þetta í áratugi. Í 49. tölublaði Bæjarins besta, 4. desember árið 1995 mátti lesa fyrirsögnina „Talið er að íbúum Vestfjarða hafi fækkað um rúm fimm hundruð á líðandi ári“ Skoðun 8. október 2023 09:00
Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig. Innlent 7. október 2023 20:21
Inga Lind tekur upp hanskann fyrir Áslaugu Fjölmiðlakonan Inga Lind Karlsdóttir segir að fréttaflutningur um ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hafi einkennst af útúrsnúningi. Innlent 7. október 2023 15:03
Mótmæltu sjókvíaeldi með því að dreifa „lúsaeitri“ yfir Austurvöll Mótmæli gegn sjókvíaeldi fóru fram á Austurvelli í dag. Eflt var til óvenjulegs gjörnings að mótmælunum loknum þegar „lúsaeitri“ var hellt yfir Austurvöll og yfir dauða fiska við Alþingishúsið. Innlent 7. október 2023 13:16
„Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. Innlent 7. október 2023 12:13