Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Öruggt hjá toppliðunum

    Stjarnan endurheimti toppsæti Olísdeildar kvenna nú síðdegis eftir að Valur hafði skotist í efsta sætið um stundarkorn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sunna María með tíu mörk í sigri Gróttu

    Sunna María Einarsdóttir skoraði tíu mörk þegar Gróttukonur unnu sinn fjórða leik í röð í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Grótta vann þá 28-25 í spennandi leik á móti Haukum á Seltjarnarnesinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framkonur sluppu með skrekkinn á Selfossi

    Íslandsmeistarar Fram máttu þakka fyrir að taka tvö stig með sér til baka frá Selfossi í dag en Fram vann þá eins marks sigur á heimastúlkum í Olís-deild kvenna í handbolta. Vera Lopes fór á sama tíma á kostum í sjö marka sigri ÍBV á Fylki.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Allt undir á Hlíðarenda

    Það er risaleikur í Olís-deild kvenna í handbolta í dag þegar topplið Stjörnunnar heimsækir Val í Vodafone-höllina að Hlíðarenda í einvígi tveggja efstu liða deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gróttustelpur unnu endurkomusigur á ÍBV

    Grótta heldur áfram að gera góða hluti í Olís-deild kvenna í handbolta en liðið vann tveggja marka sigur á ÍBV í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í dag. Þetta var þriðji sigur Gróttu í röð og liðið fylgir toppliðunum eftir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ágúst velur landsliðshópinn

    Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, tilkynnti í dag hvaða sextán leikmenn muni spila í næstu tveimur leikjum í undankeppni EM.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Búið að fresta kvennaleik Aftureldingar og ÍBV

    Mótanefnd Handknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að fresta leik Aftureldingar og ÍBV í Olís deild kvenna í handbolta vegna ófærðar frá Vestmannaeyjum. Það er enn óvissa um hvort að leikur ÍBV og FH í Olís deild karla fari fram í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ásta Birna sá um að afgreiða HK

    Einn leikur fór fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Þá tók HK á móti Fram í Digranesi. Heimastúlkur í HK höfðu lítið í Fram að gera í kvöld. Munurinn sjö mörk í hálfleik og Fram gaf það forskot aldrei eftir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH-stelpur stóðu í meisturunum

    Fram hóf titilvörnina í kvennahandboltanum á því að sækja tvö stig í Kaplakrika í kvöld en Framkonur unnu þá 21-18 marka sigur á FH. Þetta var fyrsti leikurinn í Ólís-deild kvenna í vetur en fyrsta umferðin klárast síðan á morgun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framkonur í vandræðum með Fylki

    Íslandsmeistarar Fram lentu í vandræðum í gær á móti ungu og efnilegu Fylkisliði í Subway-æfingamóti kvenna í handbolta sem haldið er í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Fram vann að lokum með einu marki en heimastúlkur í Gróttu unnu HK í hinum leik kvöldsins.

    Handbolti