Stjarnan ætlar ekki lengra með málið Kvörtun Stjörnunnar til HSÍ vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ á úrslitum í leik liðsins gegn Gróttu bar ekki árangur. Handbolti 25. apríl 2017 15:07
Stjarnan hefði líklega unnið leikinn ef Grótta hefði ekki tilkynnt til HSÍ Úrslitin í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefðu að öllum líkindum staðið óbreytt ef ekki hefði komið til tilkynning frá Gróttu um ólöglegan leikmann í liði Stjörnunnar. Handbolti 25. apríl 2017 11:11
Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun "Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það. Handbolti 25. apríl 2017 10:01
Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. Handbolti 24. apríl 2017 23:04
Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. Handbolti 24. apríl 2017 20:33
Hildur: Okkur þyrstir í titil Skyttan öfluga hjá Fram, Hildur Þorgeirsdóttir, sagði liðið þurfa að laga sóknarleikinn fyrir næsta leik í einvíginu gegn Haukum. Hún var þó hæstánægð með sigurinn í Hafnarfirði í dag. Handbolti 23. apríl 2017 18:22
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 19-20 | Ragnheiður tryggði Fram aftur sigur gegn Haukum Fram er komið í 2-0 forystu gegn Haukum í undanúrslitaeinvíginu í Olís-deild kvenna. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sigurmarkið þegar 30 sekúndur voru eftir og Fram getur nú tryggt sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins með sigri í næsta leik. Handbolti 23. apríl 2017 18:15
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 22-25 | Stjarnan jafnaði metin Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. Handbolti 23. apríl 2017 15:45
Ekki skráð á skýrslu og fær ekki að spila meira All sérstakt atvik kom upp í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem nú stendur yfir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Handbolti 23. apríl 2017 14:47
Grótta komin í 1-0 eftir vítakastkeppni Íslandsmeistarar Gróttu eru komnir í 1-0 í einvíginu gegn Stjörnunni eftir dramatískan sigur eftir vítakastkeppni, 33-35, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld. Handbolti 20. apríl 2017 18:16
Ragnheiður: Ákvað að skjóta og sjá hvað myndi gerast Ragnheiður Júlíusdóttir tryggði Fram sigur á Haukum, 23-22, með marki beint úr aukakasti. Handbolti 20. apríl 2017 16:11
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 23-22 | Flautumark Ragnheiðar réði úrslitum Ragnheiður Júlíusdóttir tryggði Fram sigur á Haukum, 23-22, með flautumarki beint úr aukakasti í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í dag. Handbolti 20. apríl 2017 16:00
Stjarnan og Fram eru sterkustu liðin Markahæsti leikmaður Olís-deildar kvenna, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, býst við spennandi úrslitakeppni en spáir því að efstu lið deildarinnar endi í úrslitunum. Þar muni taka við rosalegt einvígi sem fari alla leið í fimm leiki. Handbolti 20. apríl 2017 06:00
Deildarmeistararnir eiga einn leikmann í úrvalsliðinu Nú í hádeginu var tilkynnt um val á úrvalsliði Olís-deildar kvenna. Handbolti 18. apríl 2017 12:45
Spilaði ekki þrjá síðustu leikina en varð samt markahæst Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er markakóngur Olís-deildar kvenna þriðja árið í röð en það var ljóst eftir að lokaumferðin kláraðist um helgina. Handbolti 10. apríl 2017 11:45
Við erum ekki orðnar saddar Stjarnan er deildarmeistari kvenna í handbolta eftir magnaðan sex marka sigur á Fram. Garðbæingar eru því búnir að vinna tvo stóra titla í vetur en Stjörnustúlkur eru ekki hættar og ætla sér meira. Handbolti 10. apríl 2017 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 21-27 | Stjarnan deildarmeistari Stjarnan er deildarmeistari í Olís-deild kvenna eftir sigur gegn Fram í lokaumferð Olís-deildarinnar, en liðin mættust í Safamýrinni í dag. Lokatölur urðu sex marka sigur Stjörnunnar, 27-21, en þær þurftu að vinna með að minnsta kosti fimm mörkum til að tryggja sér titilinn. Handbolti 8. apríl 2017 18:45
Haukar tóku þriðja sætið Haukar unnu góðan sigur á Val, 26-16, í Olís-deild kvenna en leikurinn fór fram í Valsheimilinu. Handbolti 8. apríl 2017 18:34
KA/Þór dugar jafntefli í lokaumferðinni til að komast beint upp Næstsíðasta umferð 1. deildar kvenna í handbolta fór fram í dag. Handbolti 1. apríl 2017 22:02
Haukar og Grótta komin í úrslitakeppnina Næstsíðasta umferð Olís-deildar kvenna í handbolta fór fram í dag. Handbolti 1. apríl 2017 15:15
Þórey Rósa búin að semja við Fram Landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir fer á kunnuglegar slóðir næsta vetur en hún er búin að semja við Fram. Handbolti 30. mars 2017 10:30
Hættar hjá Val eftir brottrekstur þjálfarans Lið Vals í Olís-deild kvenna í handbolta er tveimur leikmönnum fátækari eftir þær Eva Björk Hlöðversdóttir og Kristine Håheim Vike hættu hjá félaginu. Handbolti 27. mars 2017 22:30
Stjörnukonur halda í við Fram | Grótta upp í fjórða sætið Garðbæingar náðu að kreista fram nauman sigur í Eyjum gegn ÍBV í Olís-deild kvenna en á sama tíma fleytti sigur Gróttukvenna þeim upp í fjórða sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Handbolti 25. mars 2017 15:30
Fram heldur toppsætinu eftir sigur á Hlíðarenda Fram átti ekki í teljandi vandræðum með Val í stórleik kvöldsins í Olís-deild kvenna. Fram vann að lokum með sex marka mun, 26-20. Handbolti 24. mars 2017 21:50
Kvennalið Fjölnis fær nýjan þjálfara Arnór Ásgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri/starfsmaður handknattleiksdeildar Fjölnis og þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Handbolti 23. mars 2017 18:15
Hrafnhildur Hanna með slitið krossband Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, markahæsti leikmaður Olís-deildar kvenna, spilar ekki meira á þessu tímabili. Handbolti 21. mars 2017 16:08
Alfreð sagt upp störfum | Sigurlaug og Berglind taka við Handknattleiksdeild Vals hefur sagt Alfreð Erni Finnssyni þjálfara félagsins í Olís-deild kvenna síðustu tvö árin upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Val. Handbolti 18. mars 2017 12:30
Höfum ekki breytt neinu Eftir brösótt gengi fyrir áramót hafa Íslandsmeistarar Gróttu sýnt tennurnar á undanförnum vikum. Handbolti 13. mars 2017 06:30
Stjarnan rúllaði yfir Fylki Stjarnan valtaði yfir Fylki í Olís-deild kvenna í handknattleik, 38-25, í Garðabænum í dag og var sigur heimamanna aldrei í hættu. Handbolti 11. mars 2017 15:22
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - ÍBV 26-22 | Fram heldur toppsætinu Fram heldur toppsætinu í Olís-deild kvenna eftir nokkuð öruggan sigur á ÍBV í Safamýrinni í dag, 26-22. Fram leiddi með fimm mörkum í hálfleik 14-9 og þær unnu að lokum, þrátt fyrir smá bras, í síðari hálfleik. Handbolti 11. mars 2017 14:45