Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Valskonur úr leik

    Kvennalið Vals í handbolta varð að sætta sig við að falla úr leik í 8-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í kvöld þrátt fyrir 24-23 sigur á franska liðinu Merignac á heimavelli. Franska liðið vann fyrri leikinn 36-30 ytra og er því komið í undanúrslit.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur í annað sætið

    Valur kom sér í dag í annað sæti N1-deildar kvenna með sjö marka sigri á Gróttu, 35-28. Þá vann topplið Fram öruggan sigur á HK.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sex marka tap Vals í Frakklandi

    Kvennalið Vals tapaði 36-30 fyrir franska liðinu Merignac í Áskorendakeppni Evrópu í dag. Leikið var í Frakklandi en síðari leikurinn verður hér heima um næstu helgi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan vann Hauka

    Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag þar sem topplið Fram og Stjörnunnar unnu sína leiki örugglega.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Levanger valdi Ítalann

    Ítalinn Marco Trespidi hefur verið ráðinn þjálfari norska kvennaliðsins Levanger. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, kom sterklega til greina í stöðuna en norska liðið ákvað að veðja frekar á Trespidi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjörnustúlkur bikarmeistarar

    Stjarnan varð í dag bikarmeistari í handbolta þegar liðið lagði ungt lið Fylkis í úrslitaleik í Laugardalshöllinni 25-20. Stjarnan hafði yfir í hálfleik 12-9, en Fylkir kom til baka og náði að komast tveimur mörkum yfir um miðbik síðari hálfleiksins. Stjörnustúlkur komu hinsvegar til baka og tryggðu sér öruggan sigur í lokin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjörnustúlkur yfir í hálfleik

    Nú er kominn hálfleikur í bikarúrslitaleik kvenna í handbolta og þar hafa Stjörnustúlkur yfir gegn Fylki 12-9. Lið Stjörnunnar hefur verið með undirtökin nánast allan hálfleikinn ef undan er skilið fyrsta mark leiksins Fylkir skoraði.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ágúst eða ítalskur þjálfari

    Stefnt er að því hjá norska kvennaliðinu Levanger að kynna nýjan þálfara um mánaðarmótin. Valið stendur á milli tveggja en annar þeirra er Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari kvennaliðs Vals.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur lagði HK

    Valur lagði HK í Digranesi í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld 32-27 og Grótta lagði Fylki á útivelli 23-17. Valur er í þriðja sæti deildarinnar og Grótta í því fjórða.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan færði Fram fyrsta tapið í vetur

    Stjörnustúlkur unnu í kvöld mikilvægan sigur á Fram 27-20 í toppslagnum í N1 deild kvenna í handbolta og færðu Fram þar með fyrsta tapið í deildinni í vetur. Nú munar því aðeins tveimur stigum á liðunum þar sem Fram hefur 31 stig á toppnum en Stjarnan er komin með 29 stig.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Nevalirova aftur valin best

    Línumaðurinn Pavla Nevarilova var í dag valin besti leikmaður N1-deildar kvenna fyrir umferðir 10-18. Hún var einnig valin best í fyrstu níu umferðunum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron hafnaði HSÍ

    Aron Kristjánsson mun ekki þjálfa íslenska landsliðið í handbolta en hann er fjórði þjálfarinn sem hafnar starfinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fimm marka sigur Vals

    Kvennalið Vals mætti í dag RK Lasta frá Slóveníu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Valsliðið vann fimm marka sigur, 31-26, en síðari viðureignin verður á Hlíðarenda á morgun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram og Stjarnan unnu

    Fram og Stjarnan, efstu lið N1 deildar kvenna í handbolta, unnu bæði leiki sína í dag. Fram vann Hauka 35-30 í Safamýri og Stjarnan gerði góða ferð í Hafnarfjörð og vann FH 24-20.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Mikilvægur sigur Fram

    Fram sigraði Val 17-19 í toppslag erkifjenda í N1-deild kvenna í Vodafonehöllinna að Hlíðarenda í gærkvöldi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram aftur á toppinn

    Tveimur leikjum er lokið í N1-deild kvenna í dag en topplið Fram vann góðan sigur á HK eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aðalsteinn í bann fram í febrúar

    Aganefnd HSÍ úrskurðaði í dag í máli þjálfara þjálfara Fram og Stjörnunnar eftir leik liðanna í N1 deild kvenna fyrir viku, þar sem dómarar leiksins fengu það óþvegið frá þjálfurunum í viðtölum eftir leikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Góður sigur Hauka í Mýrinni

    Þremur leikjum er lokið í N1 deild kvenna í kvöld. Haukar unnu góðan sigur á Stjörnunni í Mýrinni 29-28, Valur lagði Fylki á útivelli 22-27 og Fram burstaði Akureyri fyrir norðan 26-18.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Afar óvænt tap hjá Stjörnunni

    Afar óvænt úrslit urðu í N1-deild kvenna í dag er Íslandsmeistarar Stjörnunnar töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið lá fyrir FH, 26-25.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan í undanúrslit

    Stjörnustúlkur tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Eimskipabikarsins í handbolta þegar þær lögðu Hauka 34-30 í Mýrinni í Garðabæ. Lára Kjærnested skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna líkt og Erna Þráinsdóttir hjá Haukum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan úr leik

    Kvennalið Stjörnunnar er úr leik í EHF keppninni í handbolta eftir 30-29 tap fyrir franska liðinu Mios í síðari leik liðanna í Mýrinni í Garðabæ. Franska liðið vann fyrri leikinn líka með einu marki. Rakel Dögg Bragadóttir var atkvæðamest hjá Stjörnunni með 12 mörk, þar af 8 úr vítum og Björk Gunnarsdóttir skoraði 6 mörk.

    Handbolti