NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Atlanta vann Boston einu sinni enn - sigurganga Denver á enda

Atlanta Hawks vann Boston Celtics í fjórða skiptið á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vann þar með alla deildarleiki liðanna í fyrsta skiptið í ellefu ár. Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers unnu bæði leiki sína í nótt en átta leikja sigurganga Denver Nuggets endaði í Oklahoma City.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Orlando vann upp sextán stiga forskot Boston

Orlando Magic vann 96-94 sigur á Boston Celtics í NBA-deildinni í nótt og Phoenix Suns endaði slæmt gengi sitt með því að vinna góðan sigur á Dallas Mavericks. Bæði lið unnu sig til baka inn í leikina eftir að hafa lent undir.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Áttundi sigur Denver í nótt og sjaldgæfur Nets-sigur

Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers unnu bæði sannfærandi sigra í NBA-deildinni í nótt en uppgangur Denver Nuggets hélt einnig áfram með áttunda sigri liðsins i röð og lélegasta lið deildarinnar, New Jersey Nets, náði einnig að vinna sjaldgæfan sigur.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Allt hrunið hjá Phoenix Suns og loksins útisigur hjá Lakers

Los Angeles Lakers vann loksins sigur á útivelli í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann 115-103 sigur á Washington Wizards. Það gengur hinsvegar lítið hjá Phoenix Suns sem tapaði í sjöunda sinn í síðustu níu leikjum og er á leiðinni út úr úrslitakeppninni með sama áframhaldi.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Kobe kláraði Knicks

Fyrir nákvæmlega fjórum árum skoraði Kobe Bryant 81 stig gegn Toronto. Hann jafnaði ekki þann árangur gegn Knicks í nótt en tók engu að síður yfir leikinn og sá til þess að Lakers ynni með því að skora 22 stig í síðari hálfleik en hann var alls með 27 stig í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Iverson byrjar í Stjörnuleiknum

Allen Iverson verður í byrjunarliði í Stjörnuleiknum. Hann er enn vinsæll og stuðningsmenn kusu hann í liðið þó svo hann hafi aðeins leikið 19 leiki og aldrei verið lélegri.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Cleveland lagði meistarana

Það var sannkallaður stórleikur í NBA-deildinni í nótt þegar Cleveland tók á móti meisturum Los Angeles Lakers. Cleveland hafði betur, 93-87, en það var risasóknarfrákast frá Anderson Varejao sem gerði gæfumuninn í lokin. Hann fékk vítaskot í kjölfarið sem hann setti niður.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Tímamótaleikur hjá Shaq

Leikmenn Cleveland Cavaliers hefndu í nótt fyrir tapið í annarri umferð gegn Toronto Raptors. Á þeim tíma var Cleveland-liðið enn að komast í gang en það var ekki mikill vandræðagangur á liðinu í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers lagði Orlando

Liðin sem spiluðu til úrslita í NBA-deildinni í fyrra, LA Lakers og Orlando Magic, mættust í nótt og niðurstaðan varð sú sama - Lakers vann.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers endurheimti Gasol og náði góðri hefnd gegn Clippers

Kobe Bryant skoraði 30 stig í 40 stiga sigri Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers, 126-86, í NBA-deildinni í nótt. Clippers vann leik liðanna í dögunum en Lakers hefndi með því að vinna stærsta sigur sinn á Clippers síðan í litla liðið í Los Angeles flutti í Staples Center 1994.

Körfubolti
Fréttamynd

Arenas játar sekt sína

Körfuboltakappinn Gilbert Arenas hjá Washington Wizards játaði sekt sína fyrir framan dómara í dag. Hann er sakaður um að hafa borið skotvopn án þess að hafa tilskilin leyfi. Byssuna var hann með í búningsklefa Wizards. Reyndar var hann með fjórar byssur í skápnum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Nýliði hjá Utah tryggði liðinu sigur á Cleveland í nótt

Nýliðinn Sundiata Gaines tryggði Utah Jazz 97-96 sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en leikið var á Salt Lake City. Gaines skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti um leið og klukkan rann út en þetta var fyrsta þriggja stiga karfan hans á NBA-ferlinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Endar Chris Bosh tímabilið í búningi Lakers?

Samingur Chris Bosh við Toronto Raptors rennur út í sumar og er hann einn af feitustu bitunum á markaðnum í NBA-deildinni en bæði LeBron James og Dwyane Wade eru einnig með lausa samninga í sumar. Bosh hefur gefið það út að hann ætli ekki að vera áfram hjá Toronto.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston tapaði í þriðja sinn fyrir Atlanta á tímabilinu

Boston Celtics gengur afar illa með Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta í vetur því liðið tapaði í þriðja sinn fyrir Hawks í nótt. Boston hefur aðeins tapað samtals tíu leikjum á tímabilinu og því hafa 3 af 10 töpum liðsins komið á móti Atlanta. Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni nótt.

Körfubolti