NBA í nótt: Lakers niðurlægði Cleveland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2011 09:00 Leikmenn Cleveland ganga niðurlútir af velli. Mynd/AP LA Lakers vann í nótt stórsigur á Cleveland í NBA-deildinni í körfubolta, 112-57. Var þetta þriðji stærsti sigur liðsins frá upphafi. Þetta var ellefti sigur Cleveland í röð en liðið er með verstan árangur allra liða í deildinni nú. Lakers er með gríðarlega sterkt lið en engu að síður kom á óvart hversu ótrúlega mikla yfirburði liðið hafði í nótt. Þetta var stærsti sigur liðsins síðan að skotklukkan var tekin upp. Liðið vann stærri sigra árin 1966 og 1972. „Maður á aldrei von á svona löguðu," sagði Kobe Bryant. „Maður fer bara út á völlinn og gerir sitt besta. Það gerðum við í 48 mínútur." Ron Artest og Andrew Bynum skoruðu fimmtán stig hver, Pau Gasol var með þrettán stig og fjórtán fráköst en þeir Lamar Odom og Shannon Brown voru einnig með þrettán stig. Skotnýting Cleveland var upp á 30 prósentustig í leiknum en liðið hefur nú aðeins unnið 8 af 38 leikjum sínum á tímabilinu. Cleveland missti LeBron James í sumar eins og mikið hefur verið fjallað um og virtist hlakka í honum yfir óförum hans gömlu félaga, miðað við færslu sem hann skrifaði á Twitter-síðunni sinni. „Crazy. Karma is a b………….. Gets you every time. Its not good to wish bad on anybody. God sees everything!" skrifaði kappinn og ólíklegt að hann hafi skapað sér frekari vinsældir í Cleveland með þessum skrifum. San Antonio vann Minnesota, 107-96. Manu Ginobili var með nítján stig en þetta var sextándi sigur liðsins á Minnesota í röð. Washington vann Sacramento, 136-133, í framlengdum leik. Nick Young skoraði 43 stig fyrir Washington. Indiana vann Philadelphia, 111-103. Danny Granger skoraði 27 stig og Darren Collison var með 21 stig og þrettán stoðsendingar. Denver vann Phoenix, 132-98. Arron Afflalo var með 31 stig og Carmelo Anthony 28. New York Knicks vann Portland, 100-86. Amare Stoudemire skoraði 23 stig og tók átta fráköst. Raymond Felton bætti við sautján stig og fjórtán stoðsendingum. NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
LA Lakers vann í nótt stórsigur á Cleveland í NBA-deildinni í körfubolta, 112-57. Var þetta þriðji stærsti sigur liðsins frá upphafi. Þetta var ellefti sigur Cleveland í röð en liðið er með verstan árangur allra liða í deildinni nú. Lakers er með gríðarlega sterkt lið en engu að síður kom á óvart hversu ótrúlega mikla yfirburði liðið hafði í nótt. Þetta var stærsti sigur liðsins síðan að skotklukkan var tekin upp. Liðið vann stærri sigra árin 1966 og 1972. „Maður á aldrei von á svona löguðu," sagði Kobe Bryant. „Maður fer bara út á völlinn og gerir sitt besta. Það gerðum við í 48 mínútur." Ron Artest og Andrew Bynum skoruðu fimmtán stig hver, Pau Gasol var með þrettán stig og fjórtán fráköst en þeir Lamar Odom og Shannon Brown voru einnig með þrettán stig. Skotnýting Cleveland var upp á 30 prósentustig í leiknum en liðið hefur nú aðeins unnið 8 af 38 leikjum sínum á tímabilinu. Cleveland missti LeBron James í sumar eins og mikið hefur verið fjallað um og virtist hlakka í honum yfir óförum hans gömlu félaga, miðað við færslu sem hann skrifaði á Twitter-síðunni sinni. „Crazy. Karma is a b………….. Gets you every time. Its not good to wish bad on anybody. God sees everything!" skrifaði kappinn og ólíklegt að hann hafi skapað sér frekari vinsældir í Cleveland með þessum skrifum. San Antonio vann Minnesota, 107-96. Manu Ginobili var með nítján stig en þetta var sextándi sigur liðsins á Minnesota í röð. Washington vann Sacramento, 136-133, í framlengdum leik. Nick Young skoraði 43 stig fyrir Washington. Indiana vann Philadelphia, 111-103. Danny Granger skoraði 27 stig og Darren Collison var með 21 stig og þrettán stoðsendingar. Denver vann Phoenix, 132-98. Arron Afflalo var með 31 stig og Carmelo Anthony 28. New York Knicks vann Portland, 100-86. Amare Stoudemire skoraði 23 stig og tók átta fráköst. Raymond Felton bætti við sautján stig og fjórtán stoðsendingum.
NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira