NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Létt hjá Lin og félögum | Lakers vann Dallas

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en flest liðanna voru að leika sinn síðasta leik fyrir hléið vegna Stjörnuleiksins á sunnudaginn. Jeremy Lin og félagar í New York Knicks unnu auðveldan sigur á Atlanta Hawks, Los Angeles Lakers vann Dallas Mavericks og Oklahoma City Thunder vann ellefta heimasigurinn í röð. Boston Celtics og Philadelphia 76ers fara hinsvegar bæði inn í fríið með fimm töp í röð á bakinu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Jeremy Lin stigahæstur í tapleik | San Antonio á siglingu

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Jeremy Lin og New York Knicks töpuðu á heimavelli í grannaslagnum gegn New Jersey, 100-92. Nýliðinn Lin, sem hefur gert allt vitlaust í deildinni að undanförnu var stigahæstur í liði New York með 21 stig en Deron Williams skoraði 38.

Körfubolti
Fréttamynd

Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma

Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Tíu sigrar í röð hjá Spurs

Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og þar bar helst til tíðinda að San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik i röð og Nets vann óvæntan sigur á Bulls.

Körfubolti
Fréttamynd

Lin-lestin fór út af teinunum | Kobe í stuði

Eftir sjö sigurleiki í röð með Jeremy Lin í byrjunarliðinu kom loksins að því að New York Knicks tapaði. Tapið var reyndar óvænt enda gegn einu slakasta liði NBA-deildarinnar, New Orleans Hornets. Lokatölur 85-89.

Körfubolti
Fréttamynd

Lin tekur þátt í stjörnuhelginni

Jeremy Lin, leikmaður NY Knicks, mun taka þátt í stjörnuhelgi NBA-deildarinnar eftir allt saman. Búið er að bæta honum í hópinn í leik efnilegra leikmanna á uppleið.

Körfubolti
Fréttamynd

Lin-sýningin heldur áfram | Sjö sigrar í röð hjá Knicks

Heitasta stjarnan í NBA-deildinni í dag, Jeremy Lin, hélt uppteknum hætti í nótt og spilaði vel þegar NY Knicks vann sinn sjöunda leik í röð. Að þessu sinni þurfti enga flautukörfu frá Lin og Knicks gat meira að segja leyft sér að hvíla hann í fjórða leikhluta.

Körfubolti
Fréttamynd

Lin ævintýrið heldur áfram | nýliðinn tryggði Knicks sigur

Sigurganga New York Knicks heldur áfram í NBA deildinni og ævintýrið heldur áfram hjá leikstjórnandum Jeremy Lin sem tryggði sigurinn gegn Toronto með þriggja stiga skoti 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 90-87 og er þetta sjötti sigurleikur Knicks í röð. Liðið hefur nú unnið 14 leiki en tapað 15. Lin var stigahæstur í liði Knicks með 27 stig og hann gaf að auki 11 stoðsendingar.

Körfubolti
Fréttamynd

Meiðsli Rose ekki alvarleg

Chicago Bulls hefur saknað leikstjórnandans Derrick Rose í síðustu leikjum en Rose er meiddur í baki og hefur verið í miklum rannsóknum vegna meiðslanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers að spá í Arenas

Fyrrum stjörnuleikmaðurinn Gilbert Arenas reynir nú allt hvað hann getur til þess að koma sér aftur inn í NBA-deildina. Hann hefur verið án félags síðan Orlando losaði sig við hann í byrjun desember.

Körfubolti