NBA: Golden State vann Oklahoma City - fjögur töp í röð hjá Lakers Golden State Warriors heldur áfram að vinna flotta sigra í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann topplið Oklahoma City Thunder í nótt tveimur dögum eftir að liðið vann Los Angeles Clippers, næstbesta lið deildarinnar. Los Angeles Lakers tapaði enn einum leiknum og LeBron James var með þrennu í sigri Miami í framlengdum leik. San Antonio Spurs vann fimmtánda heimaleikinn í röð og Brooklyn Nets er eins og nýtt lið undir stjórn P.J. Carlesimo. Körfubolti 24. janúar 2013 09:00
Kupchak: Leikmönnum Lakers að kenna en ekki þjálfaranum Mitch Kupchak, framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, kennir leikmönnum um slæmt gengi liðsins og telur ástæðuna ekki liggja á þjálfaranum sem hann valdi yfir Phil Jackson. Lakers hefur aðeins unnið 2 af 11 leikjum sínum í janúar. Körfubolti 23. janúar 2013 18:30
NBA: Oklahoma City vann uppgjör bestu liðanna Oklahoma City Thunder vann Los Angeles Clippers 109-97 í nótt í uppgjöri liðanna með besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta en Thunder náði með því eins og hálfs leiks forskoti á Clippers í baráttunni um besta sigurhlutfallið og þar með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Körfubolti 23. janúar 2013 09:00
NBA: Golden State vann Clippers og Lakers tapar enn Los Angeles liðin töpuðu bæði leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Brooklyn Nets vann New York Knicks í uppgjöri New York liðanna en þau unnu því bæði tvisvar í fjórum innbyrðisleikjum sínum á tímabilinu. Körfubolti 22. janúar 2013 09:00
Birdman fékk tíu daga samning hjá Miami Körfuboltamaðurinn skrautlegi, Chris Andersen, sem er oftast kallaður Birdman eða Fuglamaðurinn er genginn í raðir meistara Miami Heat. Hann skrifaði undir tíu daga samning við félagið. Körfubolti 21. janúar 2013 21:00
Seattle-borg eignast NBA-lið á ný Sacramento Kings er á leiðinni frá Sacramento-borg eftir að Maloof-fjölskyldan ákvað í gær að selja félagið til fjárfestingahóps frá Seattle-borg. Kóngarnir frá Sacramento gætu byrjað að spila heimaleiki sína í Seattle-borg frá og með næsta tímabili. Körfubolti 21. janúar 2013 12:15
NBA: Howard rekinn út úr húsi í fyrri hálfleik í tapi Lakers Aðeins fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers tapaði enn einum leiknum sínum nú á móti Toronto, Oklahoma City Thunder tapaði eftir framlengingu og lið Boston Celtics varð að sætta sig við tap á móti Detroit Pistons. Körfubolti 21. janúar 2013 09:00
Enn ein framlengingin hjá Bulls sem tapaði Eftir að hafa tapað niður 17 stiga forskoti og misst leikinn í framlengingu reif lið Memphis sig upp og vann Chicago í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 20. janúar 2013 11:25
Durant skoraði 52 stig gegn Dallas Kevin Durant fór algjörlega hamförum með Oklahoma gegn Dallas í nótt og setti persónulegt met er hann skoraði 52 stig í mögnuðum 117-114 sigri Oklahoma í frábærum leik sem var að framlengja. Körfubolti 19. janúar 2013 10:59
Kobe í byrjunarliði Stjörnuleiksins fimmtánda árið í röð Það er búið að tilkynna byrjunarliðin í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fram fer þann 17. febrúar næstkomandi í Houston. Körfubolti 18. janúar 2013 11:15
James sjóðheitur er Miami lagði Lakers Meistarar Miami Heat unnu stórslaginn gegn LA Lakers í NBA-deildinni í nótt. Jafnræði var með liðunum lengi vel en Heat sigldi sigrinum í höfn undir lokin. Körfubolti 18. janúar 2013 09:00
Ótrúlegt skot frá miðju | myndband Það er fastur liður á körfuboltaleikjum út um allan heim að menn reyni að hitta ofan í körfuna frá miðju í leikhléum og hálfleik. Körfubolti 17. janúar 2013 23:15
James sá yngsti til að skora 20 þúsund stig LeBron James, leikmaður Miami Heat, náði stórum áfanga í nótt er hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að skora 20 þúsund stig. Hann skoraði 25 stig í nótt ásamt því að gefa 10 stoðsendingar og taka 7 fráköst í öruggum sigri á Golden State. Körfubolti 17. janúar 2013 08:58
Lögfræðingur kærir San Antonio fyrir að hvíla leikmenn Lögfræðingur í Flórída er búinn að kæra NBA-liðið San Antonio Spurs í kjölfar þess að þjálfarinn, Gregg Popovich, hvíldi fjóra lykilleikmenn í leiknum gegn Miami Heat. Körfubolti 16. janúar 2013 17:30
Risinn Howard að vakna til lífsins LA Lakers er eitthvað að rétta úr kútnum í NBA-deildinni þessa dagana og Dwight Howard er loksins farinn að spila af krafti með liðinu sem vann sinn annan leik í röð í nótt. Körfubolti 16. janúar 2013 08:58
NBA: Utah skellti meisturunum Utah Jazz hefur ekki gengið vel að halda út í leikjum sínum í vetur en liðið sýndi styrk í nótt er LeBron James andaði ofan í hálsmálið á þeim. Sterkur sigur hjá Utah. Körfubolti 15. janúar 2013 09:00
Lakers og Knicks aftur á sigurbraut Sex leikja taphrinu LA Lakers lauk í nótt er liðið vann sannfærandi sigur á Cleveland. Þetta var lengsta taphrina Lakers-liðsins í heil sex ár. Körfubolti 14. janúar 2013 08:55
NBA í nótt: Óvæntur sigur Orlando á Clippers Orlando gerði sér lítið fyrir og skellti sterku liði LA Clippers í Los Angeles í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 104-101. Körfubolti 13. janúar 2013 11:16
NBA í nótt: Sjötta tap Lakers í röð Ekkert virðist ganga hjá LA Lakers sem í nótt tapaði sínum sjötta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 12. janúar 2013 11:00
NBA í nótt: Annað tap Miami í röð Meistararnir í Miami Heat töpuðu sínum öðrum leik í röð er liðið mætti Portland í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 11. janúar 2013 09:00
NBA í nótt: Clippers bætti metið Gengi liðanna frá Los Angeles er sem fyrr ólíkt í NBA-deildinni í körfubolta en alls fóru ellefu leikir fram í nótt. Körfubolti 10. janúar 2013 09:00
Cuban sektaður enn og aftur | Kominn vel yfir 200 milljónir Mark Cuban, eigandi NBA-liðsins Dallas Mavericks, hefur enn og aftur verið sektaður fyrir óviðeigandi ummæli að mati forráðamanna deildarinnar. Körfubolti 9. janúar 2013 17:30
NBA í nótt: Lakers og Miami töpuðu Ekkert gengur hjá meiðslu hrjáðu liði LA Lakers sem tapaði sínum fjórða leik í röð er liðið mætti Houston. Lokatölur voru 125-112, heimamönnum í vil. Körfubolti 9. janúar 2013 09:00
Scott Skiles þriðji þjálfarinn sem missir vinnuna í NBA í vetur Samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins USA Today hefur Scott Skiles lokið störfum sem þjálfari NBA liðsins Milwaukee Bucks. Skiles var á sínu fjórða ári hjá félaginu en aðstoðarmaður hans Jim Boylan mun taka við liðinu þar til að nýr þjálfari verður ráðinn. Skiles, sem er 48 ára gamall, er þriðji þjálfarinn í NBA deildinni sem missir starf sitt í vetur, en hinir tveir eru Mike Brown sem var rekinn frá LA Lakers og Avery Johnson hjá Brooklyn Nets. Körfubolti 8. janúar 2013 13:00
NBA í nótt: Boston sýndi sitt rétta andlit Boston Celtics minnti á sig með góðum sigri á New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 102-96. Körfubolti 8. janúar 2013 09:00
NBA í nótt: Enn tapar Lakers LA Lakers tapaði í nótt sínum átjánda leik á tímabilinu er liðið mætti Denver á heimavelli. Lokatölur voru 112-105. Körfubolti 7. janúar 2013 09:00
NBA: Anthony með 40 stig - LA Clippers og San Antonio sterk á heimavelli Fullt af leikjum fórum fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Carmelo Anthony skoraði 40 stig í sigri New York Knicks, Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs héldu bæði áfram sigurgöngu sinni á heimavelli, Rajon Rondo var með þrefalda tvennu í sigir Boston Celtics, Dallas tapaði í framlengingu í fyrsta leik Dirk Nowitzki í byrjunarliðinu og James Harden reif sig upp í lokin í enn einum sigri Houston Rockets. Körfubolti 6. janúar 2013 11:00
NBA: Clippers vann Lakers í uppgjöri Los Angeles liðanna Fullt af leikjum fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers vann Lakers í baráttunni um LA, Chicago Bulls vann Miami Heat, Joe Johnson (Brokklyn Nets) og Kyrie Irving (Cleveland Cavaliers) skoruðu báðir sigurkörfur í blálokin og bæði Oklahoma City Thunder og Boston Celtics unnu örugga heimasigra eftir sár töp í leikjunum á undan. Körfubolti 5. janúar 2013 11:15
NBA: New York stöðvaði sjö leikja sigurgöngu San Antonio Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks vann öruggan sigur á San Antonio Spurs og Minnesota Timberwolves sótti sigur til Denver. Körfubolti 4. janúar 2013 09:00
Villanueva fékk þriggja milljóna króna sekt Charlie Villanueva, framherji Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum, hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara eða sem nemur rúmum þremur milljónum króna af forráðamönnum deildarinnar. Körfubolti 3. janúar 2013 23:30