Kobe bjargaði Lakers | 17. sigur Miami í röð | Úrslit næturinnar Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. mars 2013 11:00 Mynd: AP Tólf leikir voru í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami Heat vann 17. sigur sinn í röð þar sem LeBron James fór mikinn af vanda. Los Angeles Lakers marði Toronto Raptors í framlengdum leik þar sem Kobe Bryant kom liðinu til bjargar. Meistarar Miami Heat virðst óstöðvandi um þessar mundir. Liðið fékk Philadelphia 76ers í heimsókn í nótt og vann níu stiga sigur 102-93. LeBron James fór fyrir sínu liði og skoraði 25 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 22 stig og Chris Bosh 16. Hjá 76ers átti Thaddeus Young mjög góðan leik en hann skoraði 25 stig og hitti úr 12 af 15 skotum sínum. Los Angeles Lakers færðist nær 8. sæti Vesturdeildarinnar með því að merja Toronto Raptors 118-116 í framlengdum leik. Á sama tíma tapaði Utah Jazz fyrir Chicago Bulls 89-88 sem þýðir að Jazz hefur aðeins tapað einum leik færra en Lakers en liðin hafa unnið jafn marga leiki í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NBA. Kobe Bryant var hetja Lakers eins og svo oft áður en hann hitti úr tveimur erfiðum þriggja stiga skotum á síðustu 30 sekúndunum í venjulegum leiktíma og jafnaði þar á meðal leikinn þegar fjórar sekúndur voru eftir og tryggði Lakers framlengingu. Kobe skoraði 41 stig í leiknum, gaf 12 stoðsendingar og hirti 6 fráköst. Hann tapaði boltanum að auki 9 sinnum í leiknum. Dwight Howard skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og varði 5 skot. Steve Nash skoraði 22 stig fyrir Lakers. DeMar DeRozan skoraði 28 stig fyrir Raptors og Rudy Gay og Alan Anderson 17 stig hvor. Rudy Gay fékk tækifæri til að tryggja Raptors sigur í síðustu sókn venjulegs leiktíma og hann freistaði þess einnig að tryggja liðinu aðra framlengingu en hann hitti í hvorugt skiptið. Gay hitti úr aðeins 7 af 26 skotum sínum í leiknum. Deron Williams setti NBA met þegar hann hitti úr 9 þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik þegar Brooklyn Nets skelltur Washington Wizards 95-78. Nets lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrsta leikhluta þegar liðið skoraði 38 stig gegn aðeins 14. Williams skoraði alls 42 stig í leiknum. Hann hitti úr 11 af 16 þriggja stiga skotum sínum. Reggie Evans skoraði 11 stig fyrir Nets og hirti 24 fráköst. John Wall skoraði mest fyrir Wizards, 16 stig.Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Miami Heat 93-102 Toronto Raptors - Los Angeles Lakers 116-118 Washington Wizards - Brooklyn Nets 78-95 Oklahoma City Thunder - Charlotte Bobcats 116-94 Indiana Pacers - Orlando Magic 115-86 Dallas Mavericks - Detroit Pistons 102-99 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 103-92 Atlanta Hawks - Boston Celtics 102-107 Utah Jazz - Chicago Bulls 88-89 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 136-106 Phoenix Suns - Sacramento Kings 112-121 Houston Rockets - Golden State Warriors 94-88 NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Tólf leikir voru í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami Heat vann 17. sigur sinn í röð þar sem LeBron James fór mikinn af vanda. Los Angeles Lakers marði Toronto Raptors í framlengdum leik þar sem Kobe Bryant kom liðinu til bjargar. Meistarar Miami Heat virðst óstöðvandi um þessar mundir. Liðið fékk Philadelphia 76ers í heimsókn í nótt og vann níu stiga sigur 102-93. LeBron James fór fyrir sínu liði og skoraði 25 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 22 stig og Chris Bosh 16. Hjá 76ers átti Thaddeus Young mjög góðan leik en hann skoraði 25 stig og hitti úr 12 af 15 skotum sínum. Los Angeles Lakers færðist nær 8. sæti Vesturdeildarinnar með því að merja Toronto Raptors 118-116 í framlengdum leik. Á sama tíma tapaði Utah Jazz fyrir Chicago Bulls 89-88 sem þýðir að Jazz hefur aðeins tapað einum leik færra en Lakers en liðin hafa unnið jafn marga leiki í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NBA. Kobe Bryant var hetja Lakers eins og svo oft áður en hann hitti úr tveimur erfiðum þriggja stiga skotum á síðustu 30 sekúndunum í venjulegum leiktíma og jafnaði þar á meðal leikinn þegar fjórar sekúndur voru eftir og tryggði Lakers framlengingu. Kobe skoraði 41 stig í leiknum, gaf 12 stoðsendingar og hirti 6 fráköst. Hann tapaði boltanum að auki 9 sinnum í leiknum. Dwight Howard skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og varði 5 skot. Steve Nash skoraði 22 stig fyrir Lakers. DeMar DeRozan skoraði 28 stig fyrir Raptors og Rudy Gay og Alan Anderson 17 stig hvor. Rudy Gay fékk tækifæri til að tryggja Raptors sigur í síðustu sókn venjulegs leiktíma og hann freistaði þess einnig að tryggja liðinu aðra framlengingu en hann hitti í hvorugt skiptið. Gay hitti úr aðeins 7 af 26 skotum sínum í leiknum. Deron Williams setti NBA met þegar hann hitti úr 9 þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik þegar Brooklyn Nets skelltur Washington Wizards 95-78. Nets lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrsta leikhluta þegar liðið skoraði 38 stig gegn aðeins 14. Williams skoraði alls 42 stig í leiknum. Hann hitti úr 11 af 16 þriggja stiga skotum sínum. Reggie Evans skoraði 11 stig fyrir Nets og hirti 24 fráköst. John Wall skoraði mest fyrir Wizards, 16 stig.Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Miami Heat 93-102 Toronto Raptors - Los Angeles Lakers 116-118 Washington Wizards - Brooklyn Nets 78-95 Oklahoma City Thunder - Charlotte Bobcats 116-94 Indiana Pacers - Orlando Magic 115-86 Dallas Mavericks - Detroit Pistons 102-99 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 103-92 Atlanta Hawks - Boston Celtics 102-107 Utah Jazz - Chicago Bulls 88-89 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 136-106 Phoenix Suns - Sacramento Kings 112-121 Houston Rockets - Golden State Warriors 94-88
NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins