NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

J.R. Smith og Jefferson bestir í NBA

J.R. Smith hjá New York Knicks og Al Jefferson hjá Utah Jazz voru í kvöld valdir bestu leikmenn NBA-deildarinnar í körfubolta í síðustu viku, Smith í Austurdeildinni en Jefferson í Vesturdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Bosh tryggði Heat sigurinn á Spurs

Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þar ber helst að nefna frábæran sigur Miami Heat gegn San Antonio Spurs, 88-86, á útivelli en það var Chris Bosh, leikmaður Miami Heat sem tryggði gestunum sigur með þriggja stiga körfu þegar ein sekúnda var eftir af leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Komst upp með að slá dómara í NBA-leik

Carlos Boozer komst upp með það að slá einn af þremur dómurum í leik Chicago Bulls og Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrinótt . Sá hinn sami sýndi þó mikið jafnaðargeð og refsaði Boozer ekki fyrir.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Kobe Bryant komst upp fyrir Wilt á öðrum fætinum

Kobe Bryant leiddi Los Angeles Lakers til sigurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að vera augljóslega að drepast í öðrum fætinum. Lakers vann þarna mikilvægan sigur því samkeppnisaðilarnir um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina, Dallas og Utah, unnu líka sína leiki.

Körfubolti
Fréttamynd

Segist vera sá fljótasti í NBA

John Wall, leikmaður Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, er ekki sammála þeirri fullyrðingu að Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder sé fljótasti leikmaðurinn í NBA-deildinni í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Bryant á hækjum eftir tap Lakers

Los Angeles Lakers tapaði í nótt á móti Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta og það sem verra er að Kobe Bryant yfirgaf höllina í Milwaukee á hækjum eftir að hafa meiðst í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron og félagar í beinni

Miami Heat getur í kvöld unnið sinn 28. leik í röð í NBA-deildinni en liðið mætir þá Chicago Bulls á útivelli. Leikurinn hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Körfubolti
Fréttamynd

Pat Riley vill ekki storka neinum örlögum

Pat Riley, forseti Miami Heat, er í sérstakri stöðu nú þegar Miami Heat liðið er að elta met Los Angeles Lakers frá 1971-72 yfir flesta sigurleiki í röð í NBA-deildinni í körfubolta. Riley var nefnilega einn af leikmönnum Lakers-liðsins fyrir rúmum 40 árum síðan.

Körfubolti
Fréttamynd

Endalaus meiðsli hjá Lakers - friðurinn úti

Metta World Peace er nýjasti leikmaður Los Angeles Lakers á meiðslalistanum en þetta hefur verið skrautlegt tímabil hjá Lakers í NBA-deildinni í körfubolta og liðið hefur náð að spila afar fáa leiki á fullum styrk.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: 26 sigrar í röð hjá Miami Heat

Miami Heat átti ekki í miklum vandræðum með að landa 26. sigrinum í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að leika án Dwyane Wade sem hvíldi vegna óþæginda í hægra hné. Miami vann þá 109-77 heimasigur á Charlotte Bobcats.

Körfubolti
Fréttamynd

Chris Paul skoraði nánast liggjandi | Myndband

Chris Paul skoraði frábæra körfu í leik gegn Brooklyn Nets í NBA körfuboltanum í nótt. Paul, sem leikur með LA Clippers, hékk endalaust í loftinu og setti boltann svo í körfuna þegar hann var nánast lagstur í gólfið.

Körfubolti
Fréttamynd

Anthony stigahæstur í sigri Knicks

Sjö leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í nótt. Carmalo Anthony átti góðan leik í heimasigri New York Knicks gegn Toronto, 110-84. Anthony skoraði 28 stig og fór fyrir sínum mönnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Notaði skóinn sinn á ólöglegan hátt

Marc Gasol, miðherji Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta, deyr ekki ráðalaust þótt að hann missi annan skóinn sinn í miðjum leik. Spánverjinn stóri og stæðilegi komst þó ekki upp með að nota skóinn sinn í vörninni í leik á móti Utah Jazz á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Hvor þeirra á bestu troðslu tímabilsins?

LeBron James hjá Miami Heat og DeAndre Jordan hjá Los Angeles Clippers hafa báðir troðið með miklum tilþrifum í leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta á síðustu dögum og nú eru NBA-spekingar að velta því fyrir hvor troðslan sé sú besta á tímabilinu til þessa.

Körfubolti