Með síðustu þrjá sem valdir voru fyrstir Minnesota Timberwolves er fyrsta liðið sem fékk fyrsta valrétt í nýliðavalslóttóinu eftir að vera með versta árangurinn í NBA-deildinni. Körfubolti 26. júní 2015 11:00
Towns valinn númer eitt | Lakers tók Russell Nýliðaval NBA-deildarinnar fór fram í Barclays Center í Brooklyn í nótt. Körfubolti 26. júní 2015 07:32
Jordan heldur áfram að skipta á leikmönnum NBA-liðin Charlotte Hornets og Portland Trail Blazers skiptust á leikmönnum í gær. Körfubolti 25. júní 2015 16:00
Curry sendi móður Drazen Petrovic eina af treyjunum sínum Stephen Curry, varð á dögunum NBA-meistari í fyrsta sinn, þegar Golden State Warriors vann Cleveland í lokaúrslitunum en áður hafði Curry verið kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Körfubolti 25. júní 2015 15:30
99 prósent líkur á því að Aldridge fari frá Portland LaMarcus Aldridge, einn besti stóri framherji NBA-deildarinnar, og leikmaður Portland Trail Blazers undanfarin níu tímabil, er á förum frá félagi samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla. Körfubolti 25. júní 2015 13:45
Love riftir við Cleveland en endar líklega hjá Cleveland Boston vill búa til lið í kringum Love, eldri Lopez-bróðurinn og Paul Pierce. Körfubolti 24. júní 2015 22:45
Hver er þessi Kristaps Porzingis sem allir í NBA eru að tala um? | Myndbönd Lettneskur 216 cm hár framherji er huldumaðurinn í nýliðavalinu í NBA-deildinni að þessu sinni. Körfubolti 23. júní 2015 23:15
Curry: Pabbi fær að upplifa þetta í gegnum mig | Sjáið Curry-fjölskylduna fagna Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta, fagnaði sínum fyrsta NBA-meistaratitli í nótt með alla fjölskyldu sína í kringum sig en skömmu eftir að lokaflautið gall var Curry-fjölskyldan komin öll niður á gólf. Körfubolti 17. júní 2015 14:30
Andre Iguodala einstakur meðal þeirra sem hafa verið kosnir bestir | Myndbönd Andre Iguodala, leikmaður Golden State Warriors, var í nótt kosinn besti leikmaður NBA-lokaúrslita í ár eftir að Golden State tryggði sér titilinn með því að vinna Cleveland Cavaliers í sjötta leik liðanna. Körfubolti 17. júní 2015 13:30
Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Körfubolti 17. júní 2015 10:50
Vinnur Golden State sinn fyrsta NBA-titil í 40 ár í nótt? Sjötti leikur Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram á heimavelli Cleveland, Quicken Loans Arena, í nótt. Körfubolti 16. júní 2015 18:15
Jordan gafst upp á Stephenson og sendi hann til Clippers Lance Stephenson mun spila með Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta á næsta tímabil eftir að Clippers skipti á honum og tveimur leikmönnum Charlotte Hornets. Körfubolti 16. júní 2015 12:00
Kóngarnir af Akron Körfuboltakapparnir Stephen Curry og LeBron James hafa slegið hvert metið á fætur öðru í úrslitakeppninni en þeir eiga fleira sameiginlegt en að vera að endurskrifa NBA-söguna og vera komnir með liðin sína alla leið í úrslitaleikina um NBA-meistaratitilinn. Golden State Warriors, lið Currys, getur tryggt sér fyrsta titil sinn í 40 ár með sigri á heimavelli Cleveland í sjötta leiknum í kvöld. Körfubolti 16. júní 2015 06:00
LeBron James: Ég missi aldrei trúna af því að ég er sá besti í heimi LeBron James hefur ekki stórar áhyggjur þótt að lið hans Cleveland Cavaliers sé komið 3-2 undir og sé aðeins einum tapleik frá því að missa NBA-meistaratitilinn til Golden State Warriors. Körfubolti 15. júní 2015 11:00
Golden State í lykilstöðu | Myndbönd LeBron James með þrefalda tvennu fyrir Cleveland en Golden State vann og er einum sigri frá titlinum. Körfubolti 15. júní 2015 07:41
Mikilvægi fimmta leiksins er óumdeilt Það lið sem hefur unnið leik 5 þegar staðan er 2-2 í úrslitaeinvígi hefur unnið titilinn 20 sinnum af 28 skiptum sem þessi staða hefur komið upp. Körfubolti 14. júní 2015 22:30
Kyrie Irving er með Friends-húðflúr | Mynd Friends er einn vinsælasti sjónvarpsþáttur allra tíma en ekki allir sem elska þáttinn eru með Friends-húðflúr. Körfubolti 12. júní 2015 19:00
Bogut: LeBron James stökk sjálfur á myndatökumanninn Eftirminnilegasta atvik fjórða leiks Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í nótt var eflaust það þegar LeBron James fékk stóran skurð á höfuðið eftir samstuð við myndatökumann á endalínunni. Körfubolti 12. júní 2015 17:30
Væntanlegur mótherji Íslands til Detroit Tyrkneski framherjinn Ersan Ilyasova er orðinn leikmaður Detroit Pistons í NBA-deildinni. Körfubolti 12. júní 2015 10:30
Golden State jafnaði metin | Myndbönd Golden State Warriors jafnaði metin í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar með 21 stiga sigri, 82-103, á Cleveland Cavaliers í fjórða leik liðanna í nótt. Körfubolti 12. júní 2015 07:21
NBA gerir risasamning við Nike NBA er að skipta um búningaframleiðanda en Nike mun taka við af Adidas leiktíðina 2017-18. Körfubolti 11. júní 2015 22:45
Fór frekar til Kína en í háskólaboltann Spenna út af 19 ára strák fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar þó svo enginn hafi séð hann spila lengi. Körfubolti 10. júní 2015 22:15
Hetja Cleveland er sá launalægsti og keyrir um á Mözdu Ástralinn Matthew Dellavedova hefur mjög óvænt slegið í gegn í úrslitum NBA-deildarinnar. Hann hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá liðinu. Það sáu fáir fyrir. Þessi strákur er launalægstur allra í báðum liðum úrslitanna. Körfubolti 10. júní 2015 16:45
Annar sigur Cleveland í röð | Myndbönd Cleveland Cavaliers er komið í 2-1 í einvíginu gegn Golden State Warriors eftir fimm stiga sigur, 96-91, í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í nótt. Körfubolti 10. júní 2015 07:46
James með þrefalda tvennu þegar Cleveland jafnaði metin | Myndbönd LeBron James fór á kostum þegar Cleveland Cavaliers jafnaði metin gegn Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt. Körfubolti 8. júní 2015 07:27
Irving úr leik | Áfall fyrir Cleveland Kyrie Irving leikur ekki meira með Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta vegna hnémeiðsla. Körfubolti 5. júní 2015 23:31
Mun borða 18 ára gamalt súkkulaðistykki ef Cleveland verður meistari Það er búið að finna opinbert súkkulaðistykki NBA-úrslitanna í ár. Körfubolti 5. júní 2015 23:15
LeBron skoraði 44 stig en Golden State vann í framlengingu | Myndbönd Úrslitaeinvígið í NBA-deildinni í körfubolta byrjaði stórkostlega í nótt. Körfubolti 5. júní 2015 07:15
Úrslitaeinvígið í NBA hefst í nótt | Allir leikirnir í beinni á Stöð 2 Sport Úrslitin í NBA-körfuboltanum vestanhafs hefjast í nótt með fyrsta leik Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers. Körfubolti 4. júní 2015 16:04
Hoiberg er nýr þjálfari Bulls Eins og búist var við ákvað Chicago Bulls að ráða Fred Hoiberg sem næsta þjálfara félagsins. Körfubolti 3. júní 2015 22:00