NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Giannis og Lillard í stuði í sigri Milwaukee

Milwaukee Bucks lenti óvænt í nokkrum vandræðum með slakasta lið NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt, Detroit Pistons. Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo sáu þó til þess að liðið vann sex stiga sigur, 135-141.

Körfubolti
Fréttamynd

Hitti hálfleiksskotinu og græddi milljónir

Einn heppinn aðdáandi á leik Los Angeles Lakers gegn Toronto Raptors var í hálfleik valinn til þess að skjóta í körfuna frá miðjum vellinum. Hann gerði sér lítið fyrir, hitti skotinu og labbaði út hundrað þúsund dollurum ríkari, andvirði þess er um 13,7 milljónir íslenskra króna. 

Körfubolti
Fréttamynd

Lög­mál leiksins: „Hann er ekki fram­tíðin“

„Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins í gærkvöld. Þar var farið yfir stöðu Jonathan Kuminga hjá Golden State Warriors, hvort Memphis Grizzlies komist í umspil, ekki lengur hægt að bera saman tölfræði fortíðar og nútíðar og að lokum Kevin Durant.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við erum bara ömur­legir akkúrat núna“

Los Angeles Lakers töpuðu á heimavelli 113-127 gegn Memphis Grizzlies. Liðið hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og hefur aðeins unnið þrjá af þrettán leikjum síðan þeir fögnuðu bikartitlinum í Las Vegas. 

Körfubolti
Fréttamynd

Pistons vann loksins leik

Detroit Pistons slapp við að skrá sig í sögubækurnar fyrir lengstu taphrinu í sögu NBA-deildarinnar er liðið náði loksins að vinna leik í nótt.

Körfubolti