Um „slagsmálin“ í leik Utah og Houston: „Er ungt og leikur sér“ Leikur Houston Rockets og Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta er til umræðu í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Aðallega eru þó verið að ræða „slagsmálin“ sem orsökuðu að Kris Dunn og Jabari Smith Jr. voru báðir dæmdir í leikbann. Dunn fer í tveggja leikja bann en Jabari eins leikja. Körfubolti 25. mars 2024 17:30
James Harden var bara að reyna að hafa gaman Eitt undarlegasta atvik tímabilsins í NBA-deildinni átti sér stað í leik LA Clippers og Portland Trail Blazers aðfararnótt síðasta miðvikudags þegar James Harden virtist reyna að verja skot liðsfélaga síns. Körfubolti 24. mars 2024 23:01
Boston heldur flugi og Oklahoma á toppinn Leikmenn Boston Celtics virðast ætla að fara á miklu flugi inn í úrslitakeppni NBA-deildarinnar, sem nú fer að styttast í, en þeir unnu sinn áttunda sigur í röð í nótt þegar þeir lögðu Detroit Pistons að velli, 129-102. Körfubolti 23. mars 2024 11:30
Lögmál leiksins: Dream Team eða Redeem Team? Lögmál leiksins, umfjöllunarþáttur Stöðvar 2 um NBA deildina, var sundurklofinn eftir rökræður um landslið Bandaríkjanna í körfubolta árin 1992 og 2012. Hreinstefnusinnarnir Kjartan Atli og Tómas Steindórsson létu ekki af sannfæringu sinni gegn módernistunum Sigurði Orra og Herði Unnsteinssyni. Körfubolti 20. mars 2024 23:29
Tróð svo svakalega að puttinn fór úr lið og hann sjálfur fékk gæsahúð Það var um fátt annað talað eftir NBA-nóttina en rosalega kraftatroðslu Anthony Edwards. Hann tróð svo svakalega yfir John Collins hjá Utah Jazz að þeir meiddust báðir. Körfubolti 19. mars 2024 12:02
Skellihlógu vegna treyjuskipta í NBA: Hver átti hugmyndina? Í þættinum Lögmál leiksins í kvöld verður meðal annars farið yfir mjög sérstök treyjuskipti leikmanna í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum. Körfubolti 18. mars 2024 16:00
Mögnuð sigurkarfa Irving gegn meisturunum Kyrie Irving var hetja liðs Dallas Mavericks þegar liðið vann tveggja stiga sigur á meisturum Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Körfubolti 17. mars 2024 22:44
Tók meira en tuttugu mínútur að spila síðustu tvær mínútur leiksins Vegna ítrekaðra endurskoðana dómara og bilana í skotklukku tók meira en tuttugu mínútur að spila síðustu tvær mínútur leiksins þegar Golden State Warriors unnu 128-121 gegn Los Angeles Lakers í nótt. Körfubolti 17. mars 2024 09:29
Jókerinn dró vagninn er Denver fór á toppinn Nikola Jokic var stigahæsti maður vallarins er Denver Nuggets vann sterkan ellefu stiga útisigur gegn San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 106-117. Körfubolti 16. mars 2024 10:01
Luka-laust Dallas gætið endað í umspili Oklahoma City Thunder lagði Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Dallas – líkt og Phoenix Suns – eru við það að falla niður í umspilssæti Vesturdeildar ef Los Angeles Lakers og Golden State Warriors girða sig í brók. Körfubolti 15. mars 2024 11:31
Steph Curry um forsetaframboð í framtíðinni: „Kannski“ Stephen Curry er besta skytta NBA-sögunnar og labbar örugglega inn í Heiðurshöll körfuboltans við fyrsta tækifæri. Framtíð hans gæti legið í stjórnmálunum. Körfubolti 13. mars 2024 23:00
Klaufalegar stafsetningarvillur á Kobe-styttunni Los Angeles Lakers heiðraði Kobe Bryant heitinn í síðasta mánuði með því að afhjúpa styttu af honum í treyju númer átta er hann gekk af velli eftir að skora 81 stig gegn Toronto Raptors árið 2006. Neðst á styttunni má finna stigayfirlit frá þessum fræga leik en þar má því miður finna nokkrar heldur klaufalegar stafsetningarvillur. Körfubolti 13. mars 2024 07:01
„Ef hann væri að spila í dag værum við að tala um hann eins og Trae Young“ Nei eða Já var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var meðal annars farið yfir hversu sigurstrangleg Bandaríkin eru á Ólympíuleikunum 2024 og hvort Allen Iversson hafi verið ofmetinn leikmaður. Körfubolti 12. mars 2024 08:32
Sektaður um nærri fjórtán milljónir króna fyrir að gera „peningamerki“ Rudy Gobert, leikmaður Minnesota Timberwolves, fékk heldur betur að borga fyrir að gera „peningamerki“ með fingrunum í tapi liðsins gegn Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta um liðna helgi. Körfubolti 11. mars 2024 22:30
Boston verður í vandræðum undir lok stóru leikjanna Í þættinum Lögmál leiksins í kvöld verður farið yfir lokaandartökin í leik Boston Celtics og Denver Nuggets sem fram fór á dögunum en Nuggets vann þann leik nokkuð tæpt undir lokin. Sport 11. mars 2024 17:01
Luka sá fyrsti í sögunni með sex þrennur í röð með þrjátíu stigum Luka Doncic náði sögulegu afreki í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Dallas Mavericks vann 142-124 sigur á Detroit Pistons. Körfubolti 10. mars 2024 13:31
Rak hausinn í hringinn þegar hann varði skot á ögurstundu Anthony Edwards, leikmaður Minnesota Timberwolves, er mikill háloftafugl. Það kom bersýnilega í ljós í leik gegn Indiana Pacers í nótt. Körfubolti 8. mars 2024 11:31
Kominn með fleiri stig en Magic og Bird til samans Tveir af bestu NBA leikmönnum allra tíma ná ekki LeBron James þrátt fyrir að leggja stig sín saman. Körfubolti 6. mars 2024 12:00
Nei eða já: Fáum við að sjá Embiid aftur á tímabilinu? Nei eða já var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins í gærkvöldi og eins og svo oft áður fóru strákarnir um víðan völl. Körfubolti 5. mars 2024 07:01
Fara yfir ótrúlegt afrek LeBron: „Það er ekkert að hægjast á honum“ Lögmál leiksins verður á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 í kvöld þar sem farið verður yfir allt það helsta úr heimi NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 4. mars 2024 17:45
LeBron fyrstur í fjörutíu þúsund stig LeBron James varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að skora fjörutíu þúsund stig. Körfubolti 3. mars 2024 10:30
Westbrook brákaði bein og verður frá til lengri tíma Russell Westbrook brákaði bein í vinstri hönd í leik Los Angeles Clippers gegn Washington Wizards í gærkvöldi. Körfubolti 2. mars 2024 10:30
Franska undrið í sögubækurnar Franski nýliðinn Victor Wembanyama heldur áfram að slá í gegn með San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta. Í nótt afrekaði hann nokkuð sem enginn annar leikmaður í sögu deildarinnar hefur afrekað. Körfubolti 1. mars 2024 17:31
Butler skartar „emo“ útlitinu í tónlistarmyndbandi Jimmy Butler, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, skartar athyglisverðu útliti í nýju tónlistarmyndbandi. Körfubolti 29. febrúar 2024 16:30
Luka Doncic hélt upp á afmælisdaginn sinn með glæsibrag Slóveninn Luka Doncic hélt upp á 25 ára afmælið sitt í gær en þurfti engu að síður að mæta í vinnuna í NBA-deildinni í körfubolta. Þar fór hann á kostum. Körfubolti 29. febrúar 2024 12:31
Tryggði sigurinn með trylltri flautukörfu frá miðju Max Strus skoraði ótrúlega sigurkörfu í nótt og kórónaði með því magnaða frammistöðu sína á lokamínútunum þegar Cleveland Cavaliers vann dramatískan 121-119 sigur á Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 28. febrúar 2024 10:00
Segir Guardiola besta þjálfara heims Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, er mikill knattspyrnuaðdáandi en hann horfir mikið upp til Pep Guardiola og nýtir sér hugmyndafræði Spánverjans þó svo að lið hans spili í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 26. febrúar 2024 23:30
Jokic með þrjár þrumuþrennur á aðeins fjórum dögum Það er eins og samveran með hinum stórstjörnum NBA-deildarinnar á stjörnuhelginni hafi kveikt í Jókernum. Körfubolti 26. febrúar 2024 16:45
Lögmálsliðar agndofa yfir rödd Zions: „Ég myndi alltaf vilja hafa svona mann á X-inu“ Í Lögmáli leiksins í kvöld verður meðal annars farið yfir slagsmálin í leik New Orleans Pelicans og Miami Heat og rödd ofurstjörnunnar Zions Williamson. Körfubolti 26. febrúar 2024 15:30
Óstöðvandi Celtics unnu áttunda leikinn í röð Boston Celtics unnu áttunda leik sinn í röð, 116-102 gegn New York Knicks. Paulo Banchero tryggði Orlando Magic sigur með villuskoti þegar innan við sekúnda var eftir og Kevin Durant varð níundi stigahæsti leikmaður í sögu NBA deildarinnar. Körfubolti 25. febrúar 2024 09:33
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti