Leynipeppari á bak við tjöldin kveikti í Víkingsstelpunum fyrir bikarúrslitin Nýkrýndu bikarmeistararnir Nadía Atladóttir og Emma Steinsen Jónsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir sextándu umferð Bestu deildar kvenna sem hefst í kvöld. Íslenski boltinn 15. ágúst 2023 11:00
Sjáðu magnaðan bikar- og klefafögnuð Víkinga eftir ótrúlegan bikarsigur Víkingur varð í kvöld bikarmeistari kvenna eftir magnaðan 3-1 sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Víkingar, sem leika í Lengjudeildinni, voru að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í kvennaflokki frá upphafi. Fótbolti 11. ágúst 2023 23:31
„Ætla að leyfa þér að giska hvernig ég mun fagna þar sem ég er frá Írlandi“ John Andrews, þjálfari Víkings, var himinnlifandi með 3-1 sigur í úrslitum Mjólkurbikarsins. John hafði skömmu áður fengið sturtu af mjólk yfir sig en lét það ekki trufla sig. Sport 11. ágúst 2023 22:45
„Ætluðum að gera það sem við gerum best og það er að vinna bikar“ Nadía Atladóttir, leikmaður Víkings Reykjavíkur, var í skýjunum eftir 3-1 sigur gegn Breiðabliki í úrslitum Mjólkurbikarsins. Nadía fór á kostum og skoraði tvö mörk. Sport 11. ágúst 2023 21:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingur bikarmeistari í fyrsta sinn Víkingur, topplið Lengjudeildarinnar, varð í kvöld bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni er liðið vann magnaðan 3-1 sigur gegn einu sigursælasta liði bikarkeppninnar frá upphafi, Breiðablik. Íslenski boltinn 11. ágúst 2023 20:51
Metið fellur í Dalnum og upphitun að hefjast Aldrei hafa fleiri miðar selst á úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í fótbolta en fyrir leik Víkings og Breiðabliks sem hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 11. ágúst 2023 15:12
Köllum þær hvolpasveitina og nennum varla að elta þær Nadía Atladóttir mun leiða Víkinga út á Laugardalsvöll í kvöld sem fyrirliði, í fyrsta bikarúrslitaleik kvennaliðs Víkings frá upphafi, þegar liðið mætir Breiðabliki. Íslenski boltinn 11. ágúst 2023 10:32
„Skilst að við séum að tapa þeirri baráttu“ „Þetta verður ekkert auðveldari leikur en undanfarið,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, um bikarúrslitaleikinn við Víkinga á Laugardalsvelli annað kvöld, þó að heil deild skilji á milli liðanna. Hann óttast að stemningin verði meiri hjá Víkingum í stúkunni. Íslenski boltinn 10. ágúst 2023 15:30
Eltir gulrót Arnars og þrífur húsið fyrir mömmu John Andrews er nýklipptur og klár í slaginn fyrir morgundaginn þegar hann verður fyrsti þjálfari sögunnar til að stýra kvennaliði Víkings í bikarúrslitaleik, gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli. Íslenski boltinn 10. ágúst 2023 12:31
„Búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna snýst þetta um liðið“ Ásta Eir Árnadóttir tók á móti bikarnum sem fyrirliði Breiðabliks þegar liðið varð síðast bikarmeistari, fyrir tveimur árum. Hún missti hins vegar af úrslitaleiknum í fyrra vegna meiðsla og varð svo aftur fyrir því óláni að meiðast fyrir úrslitaleikinn við Víking sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld. Íslenski boltinn 10. ágúst 2023 10:30
John Andrews: Þakklátur KSÍ fyrir leikjaálagið Breiðablik og Víkingur mætast í sögulegum bikarúrslitaleik á föstudaginn en þetta verður í fyrsta sinn sem lið Víkings nær alla leið í úrslitaleikinn í bikarkeppni kvenna. Fótbolti 9. ágúst 2023 22:57
Bikarúrslitaleik kvenna flýtt um einn dag Leik Breiðabliks og Víkings í úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu hefur verið flýtt um einn dag. Fótbolti 6. júlí 2023 17:30
„Ég held að ég sé bara enn að melta þetta“ Breiðablik sló Stjörnuna út í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, eftir framlengingu var staðan 2-2 og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni, sem Breiðablik sigraði 4-1. Fótbolti 1. júlí 2023 18:16
Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik | Breiðablik í úrslit Mjólkurbikarsins Stjarnan og Breiðablik mættust í undanúrslitum Mjólkurbikar kvenna á Samsung-vellinum í Garðabæ. Breiðablik sigraði eftir vítaspyrnukeppni og mætir Víkingi í úrslitaleik þann 12. ágúst. Blikar skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum en Stjarnan klúðraði tveimur og eru því úr leik. Fótbolti 1. júlí 2023 13:16
Sextán ára hetjan: „Þetta er algjör draumur“ „Þetta er svo geggjað, að við séum í Lengjudeildinni og séum að fara á Laugardalsvöll. Þetta er æðislegt,“ segir Sigdís Eva Bárðardóttir, hin 16 ára hetja Víkinga sem skoraði bæði mörk liðsins þegar það tryggði sér sæti í bikarúrslitum í fyrsta sinn. Íslenski boltinn 30. júní 2023 22:11
Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur 1-2 | Sextán ára Sigdís leiddi Víkinga í sinn fyrsta úrslitaleik Víkingskonur, sem spila í næstefstu deild, héldu bikarævintýri sínu áfram í Kaplakrika í kvöld þegar þær slógu sjóðheitt lið FH-inga út í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Fótbolti 30. júní 2023 21:34
Kvennalið FH og Víkings mætast í kvöld og geta bæði stigið sögulegt skref FH tekur á móti Víkingi í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta í kvöld og boði er sæti í sjálfum bikarúrslitaleiknum. Íslenski boltinn 30. júní 2023 15:00
Heiða Ragney: Erum mjög spenntar að ná í bikar í sumar Heiða Ragney Viðarsdóttir lagði upp mark Stjörnunnar í 1-0 sigri á Keflavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Markið skoraði Jasmín Erla Ingadóttir á 27. mínútu leiksins Fótbolti 16. júní 2023 23:03
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 0-1 | Stjarnan á leið í undanúrslit Keflavík tók á móti Stjörnunni í lokaleik 8-liða úrslita Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjörnukonur unnu síðustu viðureign liðanna 3-0 og unnu aftur í kvöld, þó með minnsta mögulega mun. Íslenski boltinn 16. júní 2023 22:30
Sigdís Eva: Korteri frá því að gráta Sigdís Eva Bárðardóttir, leikmaður Víkings, var að vonum ánægð eftir sigur liðsins á Selfossi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Sigdís Eva skoraði bæði mörk Víkings og var allt í öllu í sóknarleik liðsins. Fótbolti 16. júní 2023 21:43
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Selfoss 2-1 | 1. deildarlið Víkings sló úrvalsdeildarlið Selfoss úr leik Víkingur og Selfoss mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Víkingur trónir á toppi Lengjudeildar á meðan Selfoss skrapar botninn í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 16. júní 2023 20:45
Telma Ívarsdóttir: Erum á góðum stað Breiðablik vann Þrótt með þremur mörkum gegn engu í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú mörk en Telma Ívarsdóttir markvörður var engu síður mikilvæg í sigrinum en Þróttarar fengu mjög mörg færi sem Telma sá við alltaf. Henni fannst Blikar komast inn í leikin mjög vel eftir stirða byrjun. Íslenski boltinn 15. júní 2023 22:18
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. Íslenski boltinn 15. júní 2023 21:50
FH með öruggan sigur í Eyjum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins FH sóttu góðan 1-3 sigur til Vestmannaeyja í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarins. Þær enduðu leikinn manni færri en það kom ekki að sök þar sem þær komust í 1-3 strax á 53. mínútu. Markaskorarinn Shaina Faiena Ashouri fékk svo að líta rauða spjaldið á þeirri 80. Fótbolti 15. júní 2023 19:34
Meistarabanarnir taka á móti Blikum í kvöld: „Þetta verður hörkuleikur“ Það dregur til tíðinda í kvöld þegar að átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu hefjast og í Laugardalnum er á dagskrá stórleikur Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks. Íslenski boltinn 15. júní 2023 15:01
Stórleikur í Laugardalnum í Mjólkurbikarnum Þróttur tekur á móti Breiðabliki í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 30. maí 2023 12:49
FH áfram í bikarnum: Dregið í átta liða úrslit á morgun FH er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 2-0 sigur á FHL fyrir austan í dag. Íslenski boltinn 29. maí 2023 15:52
„Var ekki alveg að nenna þrjátíu mínútum í viðbót“ Þróttur Reykjavík gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi bikarmeistara Vals úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna í kvöld með mögnuðum endurkomusigri. Íslenski boltinn 27. maí 2023 22:13
Boðið upp á markaveislur í Mjólkurbikarnum Fimm leikjum er lokið í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Stjarnan bauð upp á markaveislu gegn Gróttu á Seltjarnarnesi og þá vann Keflavík góðan sigur á Þór/KA á heimavelli. Íslenski boltinn 27. maí 2023 19:08
Leik lokið: Þróttur 2-1 Valur | Bikarmeistararnir úr leik Þróttur Reykjavík gerði sér lítið fyrir og sló út ríkjandi bikarmeistara Vals er liðin mættust í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna í kvöld. Lokatölur í Laugardalnum 2-1 sigur Þróttara. Íslenski boltinn 27. maí 2023 18:15