Ekki hræddir við Chelsea Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, vill að Mílanóborg hljóti uppreisn æru þegar hans menn mæta PSV Eindhoven í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, eftir ólætin sem settu blett á leik liðsins í síðustu umferð. Sport 25. apríl 2005 00:01
Uefa tilkynnir leikstaði Uefa tilkynnti í dag að úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu muni fara fram á The Stade de France í París á næsta ári og úrslitaleikur Uefa keppninnar í Eindhoven. Árið 2007 mun Aþena hýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á meðan úrslitaleikur Uefa keppninnar sama ár mun fara fram á Hampden Park í Glasgow. Sport 19. apríl 2005 00:01
Aldrei neitt gert á Ítalíu Roberto Mancini knattspyrnustjóri Inter Milan er hoppandi fúll út í UEFA vegna refsingar þeirrar sem félagið var úrskurðuð í gær föstudag vegna ólátanna á Meistaradeildarleiknum gegn AC Milan í vikunni. Inter var dæmt til að leika næstu 4 heimaleiki sína í Evrópukeppni fyrir luktum dyrum. "<em>Við getum og ættum að gera eitthvað en aldrei er nokkurn tímann gert á Ítalíu</em>." Sport 16. apríl 2005 00:01
Inter sleppur vel Lið Inter Milan á Ítalíu sleppur með ótrúlega væga refsingu eftir ólætin í stuðningsmönnum liðsins í leiknum við grannaliðið AC Milan í Meistaradeildinni á dögunum. Sport 15. apríl 2005 00:01
Chelsea reynslunni ríkari Eiður Smári Guðjohnsen segir í viðtali við enska blaðið <em>The Sun</em> í morgun að Chelsea hafi lært sína lexíu í undanúrslitum Meistaradeildarinnar fyrir ári síðan þegar Mónakó sló Chelsea út. Hann segist ekki vilja upplifa þau vonbrigði aftur. Sport 14. apríl 2005 00:01
Capello: Liverpool voru frábærir Framkvæmdastjóri Juventus, Ítalinn Fabio Capello, viðurkenndi í gær að lið hans hefði ekki haft nein svör við varnarleik Liverpool í leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi, en leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Liverpool vann fyrri leikinn á Anfield 2-1 og komst því áfram í undanúrslitin. Sport 14. apríl 2005 00:01
Lyon yfir gegn PSV Franska liðið Lyon er komið yfir á útivelli 0-1, gegn PSV Eindhoven í síðari leik liðanna í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en leikurinn fer fram í Hollandi. Fyrrum Arsenal sóknarmaðurinn Sylvain Wiltord skoraði markið á 10. mínútu. Ennþá er 0-0 hjá Juventus og Liverpool. Sport 13. apríl 2005 00:01
Lampard ánægður Frank Lampard, leikmaður Chelsea, var ánægður með sína menn eftir leikinn við Bayern Munchen í gær. Þrátt fyrir að tapa leiknum 3-2 í Munchen, er Chelsea komið áfram í undanúrslitin í Meistaradeildinni eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna á Englandi 4-2. Sport 13. apríl 2005 00:01
Heitt í kolunum í Tórínó Stuðningsmenn Juventus og Liverpool tóku forskot á sæluna fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni með því að fljúgast á í knæpu í gærkvöldi. Sport 13. apríl 2005 00:01
PSV í undanúrslitin PSV Eindhoven sló Lyon út í vítaspyrnukeppni í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld, 4-2 og er komið í undanúrslitin þar sem hollenska liðið mætir AC Milan eftir 2 vikur. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en fyrri leik liðanna í Frakklandi í síðustu viku lauk með sömu úrslitum. Ekkert var skorað í framlengingunni. Sport 13. apríl 2005 00:01
Inter í vondum málum Knattspyrnulið Inter Milan á yfir höfði sér harða refsingu eftir að stuðningsmenn liðsins urðu til þess að dómari þurfti að flauta leik þeirra við grannaliðið AC Milan af í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Sport 13. apríl 2005 00:01
Tekið á ofbeldi á vellinum Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hvatti til þess í dag að tekið yrði á ofbeldi á knattspyrnuleikjum eftir að flauta varð leik Inter Milan og AC Milan af í gærkvöldi vegna mikilla óláta og blysa og flugelda sem fleygt var inn á völlinn, meðal annars í markvörð AC Milan. Sport 13. apríl 2005 00:01
PSV hefur jafnað gegn Lyon Alex da Dias Costa hefur jafnað metin fyrir PSV Eindhoven gegn Lyon í Meistaradeildinni og er staðan í leik liðanna orðin 1-1. Markið kom á 66. mínútu en Sylvain Wiltord hafði komið Lypon yfir á 10. mínútu. Verði þetta úrslit leiksins þarf að framlengja hann þar sem fyrri leik liðanna lauk einnig 1-1. Sport 13. apríl 2005 00:01
Liverpool sló út Juventus Liverpool tryggði sér í kvöld farseðilinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn með því að slá út Juventus en liðin gerðu markalaust jafntefli á Delle Alpi heimavelli Juve. Samtals vinnur Liverpool rimmuna 2-1 eftir sigur í fyrri leik liðanna fyrir viku. Leikur PSV Eindhoven og Lyon er farinn í framlengingu en honum lauk 1-1, eins og fyrri leik liðanna. Sport 13. apríl 2005 00:01
Meistaradeildin í kvöld Leik Juventus og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki síst vegna þeirrar spennu sem byggst hefur upp meðal stuðningsmanna liðanna. Leikur liðanna verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:30. Sport 13. apríl 2005 00:01
3-0 tap vegna fótboltabullna Ítalska knattspyrnusambandið hefur nú þegar tekið fyrsta skrefið í áttina að hertri meðferð gegn knattspyrnubullum þar í landi í kjölfar ólátanna á leik AC Milan og Inter Milan á San Siro í gærkvöldi. Héðan í frá verður engin miskunn hjá Magnúsi hjá ítalska sambandinu sem hefur boðað róttækar aðgerðir. Sport 13. apríl 2005 00:01
Cisse er á bekknum hjá Liverpool Djibril Cisse er kominn í leikmannahóp Liverpool í fyrsta sinn síðan í haust þegar hann fótbrotnaði en hann er á varamannabekk liðsins sem mætir Juventus í síðari viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar nú kl. 18.45. Einnig vekur athygli að markvörðuinn Jerzy Dudek er í byrjunarliðinu. Nú skömmu fyrir leikinn voru 50 stuðningsmenn Juventus handteknir fyrir utan Delle Alpi. Sport 13. apríl 2005 00:01
Hálfleikstölur í Meistaradeildinni Aðeins eitt mark hefur verið skorað þegar hálfleikur stendur yfir í leikjum kvöldsins í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Sylvain Wiltord skoraði á 10. mínútu mark Lyon sem er 1-0 yfir gegn PSV Eindhoven. Fyrri leik liðanna lauk 1-1. Staðan hjá Juventus og Liverpool er 0-0 í hálfleik. Sport 13. apríl 2005 00:01
Liverpoolunnendur varaðir við Lögreglan á Englandi varaði stuðningsmenn Liverpool við að fara til Ítalíu á seinni viðureign Juventus og Liverpool í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu sem fram fer annað kvöld. Sport 12. apríl 2005 00:01
Kallaður í hópinn hjá Liverpool Franski framherjinn Djibril Cisse hefur mjög óvænt verið kallaður inn í leikmannahóp Liverpool fyrir síðari leik liðsins við Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sport 12. apríl 2005 00:01
Eiður Smári í byrjunarliðinu Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Bayern Munchen í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eiður Smári er í fremstu víglínu ásamt Didier Drogba. Hjá Bayern koma framherjarnir Claudio Pizarro og Roy Makaay leikfærir en þeir voru ekki með í fyrri leiknum sem endað með 4-2 sigri Chelsea. Sport 12. apríl 2005 00:01
Del Piero miðlar til aðdáandanna Fyrirliði Juventus, Alessandro Del Piero, hefur miðlað til stuðningsmanna Juventus um að haga sér vel á leik liðsins gegn Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Sport 12. apríl 2005 00:01
Lampard kemur Chelsea yfir Frank Lampard var nú rétt í þessu að koma Chelsea yfir gegn Bayern Munchen, í þýskalandi, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Markið var nánast endurtekning á markinu sem hann skoraði í fyrri leiknum. Sport 12. apríl 2005 00:01
Leik Inter og Milan hætt Leik Inter og AC Milan í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var hætt í kvöld vegna óláta áhorfenda. Markus Merk, dómari leiksins, blés leikinn af og kallaði leikmenn til búningsherbergja á 73. mínútu eftir að stuðningsmenn Inter skutu ógrynni af flugeldum inná leikvanginn Sport 12. apríl 2005 00:01
Hálfleikur í Meistaradeildinni Nú er búið að blása til leikhlés í leikjunum tveimur í Meistaradeild Evrópu. Sport 12. apríl 2005 00:01
Drogba að tryggja Chelsea áfram Didier Drogba var rétt í þessu að koma Chelsea í 2-1 gegn Bayern Munchen. Joe Cole sendi fyrir og þar kom Drogba og stangaði boltann í fjærhornið. Markið kom á 80. mínútu og þurfa því leikmenn Bayern að skora þrjú mörk á tíu mínútum til að komast áfram og má því segja að Chelsea sé komið með annan fótinn í undanúrslitin. Sport 12. apríl 2005 00:01
Milan komið yfir gegn Inter Andrei Shevchenko var að koma AC Milan yfir gegn Inter í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Milan sigraði fyrri leikinn 2-0 og eru því möguleikar Inter eru nú orðnir litlir en til að komast áfram þurfa þeir nú að skora 4 mörk. Sport 12. apríl 2005 00:01
Chelsea í undanúrslitin Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea tapaði 3-2 gegn Bayern Munchen í kvöld í þýskalandi en unnu samanlagt 6-5 og mæta annað hvort Juventus eða Liverpool í undanúrslitunum. Sport 12. apríl 2005 00:01
Bayern búið að jafna Bayern Munchen var rétt í þessu að jafna leikinn gegn Chelsea. Bayern fékk aukaspyrnu sem hitti beint á kollinn á Michael Ballack sem átti góðan skalla sem Cech varði frábærlega í stöngina og þaðan út í teig. Þar var Claudio Pizarro einn og óvaldaður og setti boltann í netið nánast af marklínu. Bayern þarf nú tvö mörk á 25 mínútum til að komast áfram í keppninni. Sport 12. apríl 2005 00:01
Sagan ekki með Inter Roberto Manchini hefur fulla trú á að sínir menn í Inter geti gert hið ómögulega og náð að sigra granna sína í AC Milan í Meistaradeildinni. Sport 11. apríl 2005 00:01