Dynamo Kiev og Shaktar Donetsk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Dynamo Kiev og Shaktar Donetsk tryggðu sér í dag þátttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Dynamo Kiev lagði Sarajevo á heimavelli með þremur mörkum gegn engu, samtals 4-0. Shaktar Donetsk sigraði Salzburg 3-1 á heimavelli í dag og því samanlagt 3-2. Fótbolti 29. ágúst 2007 18:16
Liverpool sigraði Toulouse Þrír leikir fóru fram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool sigraði Toulouse örugglega með fjórum mörkum gegn engu og er því komið í riðlakeppnina. Lazio og Rangers tryggðu sér einnig þátttökurétt í riðlakeppninni í kvöld. Fótbolti 28. ágúst 2007 19:27
Platini vill að bikarmeistarar komist í Meistaradeildina Forseti Evrópska knattspyrnusambandsins, Michel Platini, ætlar að leggja fram tillögu þess efnis að í stað þess að fjögur efstu lið stærstu deilda Evrópu komist í Meistardeildina muni þrjú efstu liðin fara áfram auk sigurvegarana í FA bikarnum. Platini ætlar að leggja fram tillöguna í næstu viku áður en dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildarinar. Fótbolti 24. ágúst 2007 15:59
Arsenal sigraði örugglega í Tékklandi Arsenal sigraði Sparta Prag örugglega í Tékklandi í kvöld með tveimur mörkum gegn engu í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Markalaust var í hálfleik en Cesc Fabregas og Alexander Hleb skoruðu í seinni hálfleik og tryggðu Arsenal dýrmætan útisigur. Fótbolti 15. ágúst 2007 21:11
Sýnd veiði en ekki gefin Andstæðingar ensku liðanna Liverpool og Arsenal í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eru með þeim erfiðari sem hægt var að dragast á móti. Sigurvegarnir úr einvígi FH og FC Bate mætir Zaglabie Lubin eða Staua Búkarest. Fótbolti 4. ágúst 2007 06:30
Gríðarlegur tekjumunur í Evrópukeppnunum Evrópumeistarar AC Milan fengu mestar tekjur fyrir þáttöku sína í Meistaradeildinni á síðasta tímabili en peningalistinn var tilkynntur af Knattspyrnusambandi Evrópu í dag. Milan bar sigurorð af Liverpool í úrslitaleik í vor og halaði inn tæpar 40 milljónir evra með góðu gengi sínu í keppninni. Fótbolti 10. júlí 2007 21:15
Liðum fækkað í riðlakeppninni UEFA hefur tekið þá ákvörðun að breyta fyrirkomulagi undankeppni HM 2010. Alls berjast 53 þjóðir um þrettán laus Evrópusæti á HM í Suður-Afríku. Þjóðunum verður skipt upp í átta riðla þar sem sex þjóðir eru í öllum riðlum nema einum sem telur fimm þjóðir. Efsta þjóðin kemst beint á HM en átta lið fara í umspil. Fótbolti 26. júní 2007 06:45
Chelsea komið í efsta styrkleikaflokk Í dag var birtur styrkleikalisti yfir liðin í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð og þar hefur enska liðið Chelsea loksins tryggt sér sæti í efsta styrkleikaflokki. Öll fjögur ensku liðin eru nú í efsta styrkleikaflokki, en það eru Manchester United, Liverpool, Arsenal og nú Chelsea. Auk þeirra eru AC Milan, Barcelona, Real Madrid og Inter Milan í efsta styrkleikaflokki og þessi lið geta því ekki dregist saman í riðlakeppninni. Fótbolti 21. júní 2007 11:16
Milan segist ekki ætla að selja Kaka AC Milan ætlar sér ekki að selja Kaka þrátt fyrir að faðir Brasilíumannsins hafi fundað með Real Madrid. Adriano Galliani, varaforseti AC Milan sagði fréttamönnum þetta í morgun. „Við getum staðfest að Kaka verður ekki seldur en við vissum af fundi föður hans með Real þar sem hann hafði þegar sagt okkur frá honum.“ Fótbolti 15. júní 2007 11:43
Mourinho: Þurfum á smá heppni að halda Jose Mourinho segir að lið sitt Chelsea skorti aðeins örlitla heppni á næsta tímabili til að geta unnið sigur í Meistaradeild Evrópu. Hann vill þó ekki að hans menn verði of uppteknir af því einu að vinna Evrópukeppnina. Fótbolti 29. maí 2007 18:41
Klúður í Aþenu Knattspyrnusamband Evrópu er ekki ánægt með viðbrögð stuðningsmanna Liverpool í Aþenu í gær þegar til átaka kom fyrir utan Ólympíuleikvanginn þar sem úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni fór fram. Nokkrir stuðningsmenn Liverpool sem voru með miða á leikinn þurftu frá að hverfa. Fótbolti 24. maí 2007 14:32
Seedorf: Stoltur af liðinu Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf hjá AC Milan vann í kvöld sinn fjórða sigur á ferlinum í Meistaradeildinni. Hann sagðist stoltur af því að vera partur af frábæru liði eins og Milan. Fótbolti 23. maí 2007 21:46
Gerrard: Ég er í rusli Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, sagði að tilfinningar sínar eftir tapið gegn Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld væru algjör andstæða þeirra sem hann upplifði þegar Liverpool lyfti bikarnum árið 2005. Fótbolti 23. maí 2007 21:27
Benitez: Við töpuðum fyrir frábæru liði Rafa Benitez var að vonum súr í bragði eftir að hans menn í Liverpool töpuðu fyrir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. "Við töpuðum gegn hágæða knattspyrnuliði með frábæra leikmenn innanborðs. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik en fengum á okkur klaufalegt mark. Eftir það urðum við að pressa hærra á vellinum og þeir höfðu getu til að refsa okkur. Maður verður að nýta öll færi sem maður fær í svona leik," sagði Benitez. Fótbolti 23. maí 2007 21:21
Kuyt: Þeir voru heppnir Dirk Kuyt skoraði mark Liverpool í kvöld þegar liðið lá 2-1 fyrir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. "Þeir voru heppnir en við höfðum á sama hátt ekki heppnina með okkur. Við vorum betri í fyrri hálfleik en þeir voru stálheppnir að skora markið í fyrri hálfleiknum. Við fengum nokkur sæmileg færi en höfðum ekki heppnina með okkur í kvöld - lukkan var á bandi Milan að þessu sinni," sagði Kuyt í samtali við Sky. Fótbolti 23. maí 2007 21:03
AC Milan er Evrópumeistari 2007 AC Milan frá Ítalíu fagnaði í kvöld sigri í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Aþenu í Grikklandi. Markahrókurinn Pippo Inzaghi kom Milan á bragðið á lokaandartökum fyrri hálfleiks þegar aukaspyrna Andrea Pirlo hrökk af höndinni á honum og í netið. Fótbolti 23. maí 2007 20:34
Milan er yfir í hálfleik AC Milan hefur yfir 1-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knatttspyrnu. Fyrri hálfleikur var mjög jafn, en það var markahrókurinn Pippo Inzaghi sem skoraði mark ítalska liðsins á 45. mínútu þegar aukaspyrna Andrea Pirlo hrökk af höndinni á honum og í netið. Fá færi litu dagsins ljós í fyrri hálfleiknum en Liverpool var þó öllu sterkari aðilinn. Fótbolti 23. maí 2007 19:34
Byrjunarliðin klár í Aþenu Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar milli Liverpool og AC Milan í Aþenu. Bæði lið spila með þétta miðju og einn framherja. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin og nokkra mola um úrslitaleikinn sem senn er að hefjast. Fótbolti 23. maí 2007 18:05
Upphitun fyrir úrslitaleik Milan og Liverpool í kvöld AC Milan og Liverpool mætast í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á tveimur árum. Arnar Björnsson íþróttafréttamaður lýsir leiknum beint frá Aþenu klukkan 18:45 í kvöld en upphitun fyrir leikinn hefst á Sýn klukkan 18:00. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sjá upphitun Stöðvar 2 í hádeginu. Fótbolti 23. maí 2007 14:19
Gerrard segir Liverpool ætla að snúa heim sem hetjur Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir leikmenn liðsins staðráðna í að snúa heim frá Aþenu sem hetjur. Liverpool mætir AC Milan í úrslitaleik meistaradeildarinnar í kvöld, rétt eins og fyrir tveimur árum síðan, en þá vann liðið sigur í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 23. maí 2007 10:46
Crouch: Carragher er enn að stríða Lampard Peter Crouch, framherji Liverpool, segir að Jamie Carragher hafi strítt Chelsea-mönnunum í enska landsliðinu mikið eftir að Liverpool varð Evrópumeistari árið 2005. Hann vonast til að geta gert hið sama þegar enska landsliðið kemur saman fyrir leikinn gegn Brasilíumönnum þann 1. júní. Fótbolti 22. maí 2007 22:00
Ancelotti: Gerrard bullar Carlo Ancelotti, þjálfari Milan, segir Steven Gerrard hafa verið að bulla þegar hann sagði að Milan hafi byrjað að fagna sigri í Meistaradeildinni í hálfleik úrslitaleiks liðanna árið 2005. Hann segir jafnframt að tapið þá eftir að hafa verið 3-0 yfir séu ekki stærstu mistök sín á ferlinum og bendir á annað áhugavert atriði í því sambandi. Fótbolti 22. maí 2007 20:30
Ancelotti heimtar yfirvegun Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, vill ekki að leikmenn hans líti á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni annað kvöld sem tækifæri til að ná fram hefndum á Liverpool síðan í úrslitaleik keppninnar fyrir tveimur árum. Hann vill heldur sjá sína menn einbeitta og yfirvegaða í Aþenu. Fótbolti 22. maí 2007 14:31
Bellamy þráir að spila úrslitaleikinn Craig Bellamy, hinn velski framherji Liverpool, segist munu verða eyðilagður leikmaður, fari svo að hann fái ekki að taka neinn þátt í úrslitaleiknum við AC Milan í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Bellamy hefur ekki verið inn í myndinni hjá stjóranum Rafa Benitez síðustu vikur. Fótbolti 21. maí 2007 14:30
Hefndin drífur leikmenn Milan áfram Ryan Giggs, leikmaður Man. Utd., segir ómögulegt að spá fyrir um hver muni standa uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu í ár. Giggs hallast þó frekar að sigri AC Milan gegn Liverpool, þar sem leikmenn ítalska liðsins þrái ekkert heitar en að ná fram hefndum frá því í Istanbúl fyrir tveimur árum. Fótbolti 20. maí 2007 19:00
Yrði fínt að fara í vítaspyrnukeppni Xabi Alonso, hinn spænski miðjumaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins vilji gjarnan að úrslitaleikurinn gegn AC Milan í Meistaradeildinni ráðist í vítaspyrnukeppni. Alonso segir að markvörðurinn Pepe Reina sé besti vítabani í heiminum í dag og með hann á milli stanganna geti ekki mörg lið staðist Liverpool snúning í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 20. maí 2007 15:25
Zenden meiddur – Kewell í byrjunarliðið? Hollenski vængmaðurinn Boudewijn Zenden styðst nú við hækjur eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í æfingabúðum Liverpool í La Manga á Spáni, þar sem liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir úrslitaleikinn gegn AC Milan í Meistaradeildinni á miðvikudag. Ólíklegt er að Zenden verði orðinn leikfær og því hafa dyrnar í byrjunarliðið opnast fyrir Harry Kewell. Fótbolti 19. maí 2007 19:15
Kaka: Mikilvægasti leikurinn á ferlinum Brasilíski miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan segir að leikurinn gegn Liverpool í Meistaradeildinni á miðvikudaginn sé sá mikilvægasti hingað til á sínum ferli. Kaka var í liðinu sem beið lægri hlut gegn Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum og vill með engu móti endurupplifa þá tilfinningu. Fótbolti 19. maí 2007 18:00
Reina getur bætt fyrir syndir föður síns Þegar Liverpool mætir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Aþenu síðar í mánuðinum mun Pepe Reina, markverði Liverpool, gefast tækifæri til að bæta fyrir mistök sem faðir hans gerði í sams konar leik fyrir 33 árum. Fótbolti 5. maí 2007 12:30
Met Spánar verður jafnað Annaðhvort Ítalía eða England mun jafna met Spánar yfir flesta Evrópumeistaratitla félagsliða þegar AC Milan og Liverpool mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðar í mánuðinum. Fótbolti 5. maí 2007 11:15