Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Benitez: Við komumst áfram

    Rafael Benitez er handviss um að sínir menn komist áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar þó svo að liðið sé aðeins með eitt stig eftir þrjá fyrstu leikina í riðlakeppninni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Megum ekki gera fleiri mistök

    Norski varnarmaðurinn John Arne Riise segir Liverpool ekki mega við því að gera fleiri mistök ef það ætli sér að komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðið á fyrir höndum erfiðan leik gegn Besiktas í Istanbul í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kannski er Eiður ekki eins slæmur og við héldum

    Pistlahöfundurinn Joan Maria Batille er einn þeirra sem fara fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í gær. Hann segir menn loksins vera búna að fatta að Eiður Smári sé í raun bestur á miðjunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Skínandi endurkoma hjá Eiði Smára

    Spænska blaðið Sport fer fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í Meistaradeildinni í gær. "Eiður skein bjart í endurkomunni," sagði blaðið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rijkaard hrósar Eiði Smára

    Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, var mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum gegn Rangers í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rijkaard lítur á björtu hliðarnar

    Eiður Smári Guðjohnsen átti góðan leik fyrir Barcelona í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Glasgow Rangers á útivelli. Hann var mikið í boltanum og barðist vel fyrir liðið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger í sjöunda himni

    „Það gjörsamlega féll allt með okkur í þessum leik. Við skoruðum okkar fyrsta mark úr okkar fyrsta færi. Þá var ekki aftur snúið," sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir magnaðan 7-0 sigur liðsins á Slavia Prag í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Frábær sóknarleikur

    „Sóknarleikurinn sem við sýndum í kvöld var hreint frábær. Í raun hefðum við átt að skora miklu fleiri mörk," sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 4-2 útisigurinn gegn Dynamo Kiev.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal fór á kostum

    Ensku liðin Manchester United og Arsenal náðu sér vel á strik í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Sérstaklega Arsenal sem virðist óstöðvandi og fór á kostum gegn Slavia Prag með 7-0 sigri.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    United í góðum málum

    Nú er hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Ekkert mark hefur verið skorað í leikjunum í E-riðli þar sem Eiður Smári Guðjohnsen var loksins í byrjunarliði Barcelona.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Inter náði í þrjú stig til Moskvu

    Inter gerði góða ferð til Moskvu og vann CSKA 2-1 á útivelli í G-riðli Meistaradeildarinnar. Varnarmaðurinn Walter Samuel skoraði sigurmarkið í leiknum þegar tíu mínútur voru til leiksloka, eftir hræðileg mistök hjá markverði heimamanna.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður hentar vel á miðjuna

    Spænskir sparkmiðlar gera mikið úr því að Eiður Smári Guðjohnsen verði nú í byrjunarliði Barcelona í fyrsta skipti í rúma fjóra mánuði þegar liðið sækir Rangers heim í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Figo spilar sinn 100. leik

    Nú klukkan 16:30 hefst bein útsending Sýnar frá leik CSKA Moskvu og Inter Milan í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Enginn ítalskur leikmaður er í byrjunarliði Inter í dag og aðeins tveir á varamannabekknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Scholes ekki með í Kænugarði

    Miðjumaðurinn Paul Scholes verður ekki með Manchester United í kvöld þegar liðið sækir Dynamo Kiev heim í Meistaradeildinni eftir að hann meiddist á hné á æfingu í gærkvöld. Hann tók fyrstu vél heim til Manchester þar sem hann mun fara í myndatöku. Þetta eru fjórðu meiðsli kappans til þessa á leiktíðinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður missti næstum af fluginu

    Eiður Smári Guðjohnsen var nærri búinn að missa af fluginu til Glasgow með félögum sínum í Barcelona ef marka má fréttir í spænskum miðlum í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Walcott gæti byrjað í kvöld

    Líklegt þykir að framherjinn ungi Theo Walcott verði í fyrsta sinn í byrjunarliði Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið tekur á móti Slavia Prag í H-riðli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tíundi leikur Dynamo án sigurs?

    Manchester United á fyrir höndum erfiða heimsókn til Kænugarðs í kvöld þegar liðið sækir Dynamo Kiev heim. Heimamenn hafa þó ekki náð að landa sigri í síðustu níu leikjum í röð í keppninni - þar af fjórum heimaleikjum í röð.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður gæti byrjað í Glasgow

    Barcelona sækir Glasgow Rangers heim í E-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld. Ef marka má spænska miðla má allt eins gera ráð fyrir að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði spænska liðsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Torres fer ekki til Istanbul

    Liverpool verður án framherjans Fernando Torres í leiknum gegn Besiktas í Meistaradeildinni annað kvöld. Torres er enn meiddur á læri og var heldur ekki með þegar Liverpool lék við granna sína í Everton um helgina.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin í kvöld

    Í kvöld hefst þriðja umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og því verður mikið um dýrðir á sjónvarpsrásum Sýnar eins og venjulega.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vidic í byrjunarliðinu

    Serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic verður í byrjunarliði Manchester United í leiknum gegn Dynamo Kiev á morgun. Vidic er nýbyrjaður að æfa aftur eftir meiðsli sem hann hlaut í leik gegn Wigan fyrr í þessum mánuði.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Óvíst með Zlatan

    Sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic er með flensu og óvíst hvort hann geti leikið með ítalska liðinu Inter í Meistaradeildinni á morgun. Inter leikur gegn CSKA í Moskvu og hefst leikurinn klukkan 16:30.

    Fótbolti