Nemanja Vidic verður líklega ekki með gegn Marseille Nemanja Vidic verður að öllum líkindum ekki með Manchester United í kvöld þegar liðið tekur á móti franska liðinu Marseille í síðari leiknum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 15. mars 2011 11:00
Ferguson: Nani verður með Manchester United á morgun Nani og Michael Carrick verða báðir í hópnum hjá Manchester United fyrir leikinn á móti Marseille í Meistaradeildinni á morgun og kemur það mörgum mikið á óvart að Nani sé búinn að ná sér eftir að hafa fengið stóran skurð á fótinn eftir ljóta tæklingu frá Liverpool-manninum Jamie Carragher. Fótbolti 14. mars 2011 17:45
Verður Nani með Man Utd gegn Marseille? Portúgalski landsliðsmaðurinn Nani er byrjaður að æfa með Manchester United og eru einhverjar líkur á því að hann verði klár í slaginn í Meistaradeild Evrópu gegn Marseille sem fram fer á morgun. Fyrri leiknum lauk með markalaus jafntefli í Frakklandi en enska liðið hefur aldrei tapað gegn frönsku liði á heimavelli sínum, Old Trafford. Fótbolti 14. mars 2011 14:00
Bale: Munum gefa allt í Meistaradeildina Gareth Bale, leikmaður Tottenham, segir að það sé engin ástæða fyrir liðið að halda bara ótrautt áfram í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 13. mars 2011 08:00
Marseille hitaði upp fyrir United-leikinn með 2-0 sigri Frönsku meistararnir í Olympique Marseille unnu 2-0 sigur á Stade Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en þetta var síðasti leikur liðsins fyrir seinni leikinn á móti Manchester United í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fer á Old Trafford á þriðjudaginn. Fótbolti 11. mars 2011 22:41
Mourinho: Ronaldo ætti að ná Lyon-leiknum Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, býst við því að landi hans Cristiano Ronaldo verði með á móti Lyon á miðvikudaginn þegar Real og Lyon mætast í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ronaldo meiddist aftan í læri við það að innsigla þrennu sína á móti Málaga um síðustu helgi. Fótbolti 11. mars 2011 21:00
Wenger skilur ekkert í kæru UEFA: Ættu að sýna smá auðmýkt Arsene Wenger, stjóri Arsenal, furðar sig á kæru UEFA á hendur honum vegna samskipta hans og dómarans Massimo Busacca eftir tapleiknum á móti Barcelona í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Fótbolti 10. mars 2011 15:25
Allegri: Við áttum skilið að fara áfram Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri AC Milan, var vitanlega ósáttur við að falla úr leik í Meistaradeild Evrópu. Íslenski boltinn 10. mars 2011 13:00
Harry Redknapp: Leið ekki vel þessar 90 mínútur Harry Redknapp, stjóri Tottenham, varð í kvöld fyrsti enski stjórinn sem kemur liði inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þegar hans menn slógu út ítalska liðið AC Milan. Liðin gerðu markalaust jafntefli á White Hart Lane en Tottenham vann fyrri leikinn 1-0 á San Siro. Fótbolti 9. mars 2011 22:38
Schalke hafði betur gegn Valencia og komst í 8-liða úrslit Schalke tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á heimavelli í Þýskalandi gegn Valencia frá Spáni. Samanlagt sigraði Schalke 4-2 en Farfán gerði út um vonir Valencia með marki á lokamínútunni en Valencia sótt af krafti á lokakaflanum. Fótbolti 9. mars 2011 21:49
Tottenham hélt hreinu og komst áfram í 8-liða úrslit Það gerist ekki oft að Tottenham haldi hreinu í fótboltaleik en markalaust jafntefli liðsins gegn ítalska liðinu AC Milan í kvöld tryggði enska liðinu sæti í 8-liða úrslitum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Mark Peter Crouch í fyrri leiknum á San Siro í Mílanó tryggði Tottenham 1-0 sigur samanlagt. "Þetta er stórt kvöld fyrir okkur. Varnarleikurinn var magnaður hjá öllu liðinu og við áttum þetta skilið," sagði Crouch í leikslok. Fótbolti 9. mars 2011 21:31
Mascherano gerir grín að væli Arsenal-manna Javier Mascherano, argentínski miðjumaðurinn hjá Barcelona, gagnrýndi liðsmenn og stjóra Arsenal fyrir að kenna svissneska dómaranum Massimo Busacca um tapið í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Fótbolti 9. mars 2011 19:45
Fabio Capello: Bale er sá besti í heimi Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins er mikill aðdáandi Gareth Bale hjá Tottenham og Ítalinn fór fögrum orðum um hann í viðtali við Sky Sports. Hinn 21 árs gamli Wales-maður er að stíga upp úr meiðslum og vonast til að geta spilað á móti AC Milan í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 9. mars 2011 14:45
UEFA kærir Arsene Wenger og Samir Nasri UEFA hefur kært Frakkana Arsene Wenger og Samir Nasri fyrir ummæli sín um svissneska dómarann Massimo Busacca eftir leik Barcelona og Arsenal í Meistaradeildinni í gær. Fótbolti 9. mars 2011 13:39
Guardiola: Fullkominn leikur Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hrósaði sínum mönnum mikið eftir sigurinn á Arsenal í gær. Enski boltinn 9. mars 2011 11:30
Fabregas baðst afsökunar á mistökunum Cesc Fabregas hefur beðist afsökunar á mistökunum sem hann gerði skömmu áður en Barcelona skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri sínum á Arsenal í gær. Enski boltinn 9. mars 2011 10:45
Szczesny líklega ekki meira með í vetur Þetta var svo sannarlega ekki kvöld Arsenal. Ekki bara féll liðið úr leik í Meistaradeildinni heldur verður liðið líklega án markvarðarins Wojciech Szczesny það sem eftir lifir leiktíðar. Fótbolti 8. mars 2011 22:36
Wenger: Dómarinn hefur örugglega aldrei spilað fótbolta Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sitt lið hefði farið áfram í Meistaradeildinni ef Massimo Busacca hefði ekki rekið Robin Van Persie af velli í leiknum gegn Barcelona í kvöld. Fótbolti 8. mars 2011 22:25
Van Persie: Rauða spjaldið var brandari Robin Van Persie, framherji Arsenal, var allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 8. mars 2011 22:13
Barcelona með yfirburði gegn Arsenal - Persie sá rautt Barcelona og Shaktar Donetsk tryggðu sig í kvöld inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Shaktar lagði Roma, 3-0 á meðan Barcelona lagði Arsenal, 3-1, í líflegum leik. Fótbolti 8. mars 2011 21:47
Van Persie og Fabregas byrja hjá Arsenal - Mascherano í liði Barca Robin Van Persie og Cesc Fabregas eru báðir í byrjunarliði Arsenal í kvöld er það mætir Barcelona í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 8. mars 2011 19:31
Van der Vaart klár - óvíst með Bale Stuðningsmenn Tottenham fengu góðar fréttir í dag en þeir Rafael van der Vaart og Gareth Bale æfðu báðir með liðinu í morgun. Fótbolti 8. mars 2011 16:45
Guardiola: Við munum sækja Pep Guardiola, stjóri Barcelona, segir að höfuðáhersla verði lögð á sóknarleik þegar að liðið tekur á móti Arsenal í síðari viðureign þeirra í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 8. mars 2011 15:30
Fabregas: Verður sérstakur leikur Cesc Fabregas snýr í kvöld aftur til Barcelona þar sem hann mun leiða lið sitt, Arsenal, til leiks í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 8. mars 2011 14:45
Þjálfari Milan: Tottenham er ekki besta lið Evrópu Massimilano Allegri, þjálfari AC Milan, er byrjaður að kynda bálið fyrir síðari leik AC Milan og Tottenham í Meistaradeild Evrópu. Allegri segir að Spurs sé ekki eitt af bestu liðum keppninnar í ár. Fótbolti 7. mars 2011 21:45
Van Persie fer með Arsenal til Spánar Arsene Wenger, stjóri Arsenal, kom öllum á óvart í dag þegar hann tilkynnti að Hollendingurinn Robin Van Persie yrði í leikmannahópi félagsins gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Fótbolti 7. mars 2011 16:07
Song ekki með gegn Barcelona - Fabregas líklegur Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að miðvallarleikmaðurinn Alex Song verði ekki með liðinu í síðari leiknum gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 7. mars 2011 11:30
Ronaldo gæti misst af Lyon-leiknum - frá í 10 til 15 daga Það voru skin og skúrir hjá Cristiano Ronaldo í 7-0 sigri Real Madrid á Malaga í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Ronaldo skoraði þrennu í leiknum en varð síðan að fara meiddur af velli. Fótbolti 4. mars 2011 16:00
Samir Nasri: Miklu meiri karlmennska í Arsenaliðinu í ár Samir Nasri er sannfærður um að Arsenal geti slegið Barcelona út úr Meistaradeildinni í næstu viku en liðin mætast þá í seinni leiknum á Nou Camp. Arsenal vann fyrri leikinn 2-1 eftir að hafa lent 1-0 undir. Fótbolti 4. mars 2011 13:00
Litlar líkur á að Bale verði með í seinni leiknum við AC Milan Tottenham-menn eru nánast búnir að gefa upp alla von að Gareth Bale verði með í seinni leiknum á móti ítalska liðinu AC Milan í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bale hefur ekki spilað síðan að hann fór meiddur af velli eftir níu mínútur í leik á móti Newcastle United í janúar. Fótbolti 4. mars 2011 11:30