Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Tevez bara kærður fyrir að neita að hita upp

    Þetta var víst bara einhver missklingur eins og hjá Georgi Bjarnfreðarsyni um árið. Manchester City getur ekki sannað fullyrðingu stjórans Roberto Mancini að Carlos Tevez hafi neitað að fara inn á í Meistaradeildarleik City-liðsins í München fyrir þremur vikum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Villas-Boas: Mikil gæði í okkar liði

    Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sagði eftir 5-0 sigur sinna manna á Genk í Meistaradeild Evrópu í kvöld að það hafi sést vel á leiknum hversu sterkur leikmannahópur liðsins er.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger: Vorum þolinmóðir og agaðir

    Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var vitanlega ánægður með 1-0 sigurinn á Marseille í Frakklandi í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Sigurmarkið skoraði varamaðurinn Aaron Ramsey í uppbótartíma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sergio Aguero segist vera alsaklaus

    Argentínumaðurinn Sergio Aguero bjargaði líklega Meistaradeildartímabili Manchester City í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma á móti spænska liðinu Villarreal. Þetta var jafnframt fyrsti sigur City-liðsins í Meistaradeildinni frá upphafi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Torres má spila á móti Genk á morgun

    Spánverjinn Fernando Torres má spila með Chelsea á móti Genk í Meistaradeildinni á morgun en hann hefur verið í leikbanni í síðustu leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni eftir rauða spjaldið sitt á móti Swansea City.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mancini: Manchester City getur unnið riðilinn

    Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar liði sínu ekki bara að komast áfram í Meistaradeildinni þrátt fyrir slaka byrjun því ítalski stjórinn hefur sett stefnuna á það að vinna riðilinn. City mætir spænska liðinu Villarreal á heimavelli í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Stuðningsmenn Bayern stungnir í Napóli

    Ítalska félagið Napoli tekur á móti Bayern München í Meistaradeildinni í kvöld og geta bæði liðin setið í toppsæti riðilsins eftir leikinn. Bayern hefur farið á kostum á tímabilinu og er með fullt hús eftir fyrstu tvær umferðir Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney spilar leikinn í Rúmeníu í kvöld

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gaf það út á blaðamannafundi að Wayne Rooney verði í byrjunarliðinu í leiknum á móti rúmenska liðinu Otelul Galati í Meistaradeildinni í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    UEFA sektaði Barcelona fyrir að mæta of seint til seinni hálfleiks

    Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sektaði í dag Evrópumeistara Barcelona vegna framkomu liðsins í leiknum á móti Porto í Ofurbikar Evrópu í ágúst. Barcelona vann leikinn 2-0 en þarna mættust sigurvegarar í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á síðasta ári. Leikurinn fór fram á Stade Louis vellinum í Mónakó.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic: Hann spilar í fimm ár í viðbót

    Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic segir ekkert til í því að leikmaðurinn sé að fara að leggja skóna á hilluna á næstunni. Zlatan sem er þrítugur lét hafa það eftir sér á dögunum að hann hefði ekki eins gaman af fótboltanum og áður og að hann vildi hætta á meðan hann væri enn á toppnum.

    Fótbolti