Chelsea vann Bayern í vítakeppni | Drogba og Cech voru hetjur liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2012 18:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Chelsea vann Meistaradeildina í fyrsta sinn eftir að hafa unnið Bayern München 4-3 í vítakeppni á þeirra eigin heimavelli á Allianz Arena í München. Didier Drogba og Petr Cech voru hetjur Chelsea í þessum leik. Drogba tryggði Chelsea framlengingu með því að skora jöfnunarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok og skoraði síðan úr síðustu spyrnunni í vítakeppninni. Petr Cech varði aftur á móti víti Arjen Robben í framlengingunni og tók síðan tvö víti Bæjara í vítakeppninni. Cech fór í rétt horn í öllum spyrnum Bayern í vítakeppninni og var greinilega búinn að lesa leikmenn Bayern. Bayern München var mun betra liðið stærsta hluta leiksins en gekk illa að brjóta niður þéttan varnarmúr Chelsea-manna. Þegar Thomas Müller skoraði loksins á 83. mínútu héldu allir að Bæjarar væru að fara vinna leikinn. Chelsea-liðið sýndi aftur á móti enn á ný ótrúlegan karakter og sigurvilja og leikmenn liðsins neituðu hreinlega að gefast upp. Drogba skoraði frábært skallamark, sitt níunda í úrslitaleik með Chelsea og leikmenn liðsins afsönnuðu síðan þá kenningu í vítakeppninni að Þjóðverjar vinni alltaf Englendinga í vító. Roman Abramovich, eigandi Chelsea, fékk því loksins ósk sína uppfyllta en það kom á tímabili þegar ekkert bendi til þess að Chelsea væri að fara að vinna Meistaradeildina. Þetta var hinsvegar skrifað í skýin, það féll allt með Chelsea og Roberto Di Matteo er búinn að gera Chelsea að Evrópumeisturum. Hver hefði trúað því síðasta haust. Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu blaðamanns Vísis á meðan leiknum stóð.Leik lokið: Chelsea er Evrópumeistari í fyrsta sinn. Þetta var skrifað í skýin. Dider Drogba tryggði Chelsea sigurinn með því að skora úr síðustu spyrnunni en áður hafði Petr Cech varið víti Bastian Schweinsteiger í stöngina.Vítakeppnin: [Bayern 3-4 Chelsea] #1 - Philipp Lahm, skorar #2 - Manuel Neuer ver frá Juan Manuel Mata - slök spyrna #3 - Mario Gomez, skorar örugglega #4 - David Luiz, skorar af öryggi #5 - Manuel Neuer, skorar en Cech fór í rétt horn #6 - Frank Lampard, skorar upp í mitt markið #7 - Petr Cech ver frá Ivica Olic #8 - Ashley Cole, skorar mest föstu skoti og jafnar #9 - Bastian Schweinsteiger skýtur í stöngina #10 - Didier Drogba, skorar og Chelsea er EvrópumeistariLeik lokið, vítakeppni staðreynd: Framlengingunni er lokið og úrslitaleikur Meistaradeildarinnar 2012 ráðast í vítakeppni alveg eins og þegar Chelsea var síðast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Moskvu 2008. Chelsea-menn töpuðu þá fyrir Manchester United en hvað gerist nú?116. mínúta, 1-1: Það er fátt sem kemur í veg fyrir vítaspyrnukeppni úr þessu. Liðin taka ekki mikla áhættu og leikurinn er í miklu jafnvægi.109. mínúta, 1-1: Varamaðurinn Ivica Olic fær algjört dauðafæri en stað þess að skjóta þá reynir hann að senda boltann fyrir markið. Þar er enginn og þarna sluppu Chelsea-menn með skrekkinn.Fyrri hluta framlengingar lokið, 1-1: Staðan er enn jöfn þrátt fyrir að Bæjarar hafi fengið víti í framlengunni. Arjen Robben lét Cech verja frá sér og kannski er það bara skrifað í skýin að Chelsea sé að fara vinna Meistaradeildina. Það er samt vonlítið að veðja á móti Þjóðverjum í vítakeppni.95. mínúta, 1-1: Didier Drogba fellir Franck Ribery á klaufalegan hátt og Bayern fær víti. Petr Cech ver vítið frá Arjen Robben og bjargar Didier Drogba frá því að breytast úr hetju í skúrk á augabragði.Framlengingin hafin, 1-1: Chelsea byrjar framlenginguna vel og eru mun líklegri í upphafi hennar. Eru Bæjarar enn í sjokki?Venjulegum leiktíma lokið, 1-1: Það verður framlengt í München í kvöld. Didier Drogba átti lokaskotið í venjulegum leiktíma en aukaspyrna hans fór hátt yfir. Chelsea-menn neituðu að gefast upp eftir að Müller kom Bayern yfir og Didier Drogba jafnaði eftir aðeins aðra hornspyrnu Chelsea í öllum leiknum.88. mínúta, 1-1: Didier Drogba jafnar leikinn með frábærum skalla eftir hornspyrnu frá Juan Manuel Mata. Manuel Neuer átti kannski að gera betur í marki Bayern. Chelsea er væntanlega að tryggja sér framlengingu með þessu marki. Þetta var níunda markið sem Drogba skorar í úrslitaleik með Chelsea.83. mínúta, 1-0: Markið er komið. Thomas Müller skorar með skalla í jörðina og þaðan í slánna og inn eftir fyrirgjöf frá Bastian Schweinsteiger. Di Matteo sendir Fernando Torres strax inn á fyrir Salomon Kalou.78. mínúta, 0-0: Thomas Müller hjá Bayern fær fínt skotfæri í teignum en skot hans fer framhjá. Það er farið að draga af þýska landsliðsmanninum og óþreyttur hefði hann gert mun betur í þessari stöðu.73. mínúta, 0-0: Fyrsta skiptingin í leiknum og það er Roberto Di Matteo sem gerir breytingu. Florent Malouda kemur inn fyrir Ryan Bertrand. Chelsea hefur verið að bíta frá sér síðustu mínúturnar.59.mínúta, 0-0: Ashley Cole bjargar Chelsea með því að kasta sér fyrir skot Arjen Robben eftir laglegt samspil Robben og Mario Gomez. Ashley Cole hefur leikið vel í kvöld.54. mínúta, 0-0: Franck Ribery skorar fyrir Bayern en markið er réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Bayern-liðið er mun betra þessar mínúturnar og það styttist í löglegt þýskt mark.Seinni hálfleikur hafinn, 0-0: Bæjarar byrja seinni hálfleikinn og ógna Chelsea strax í fyrstu sókn en án þess þó að skapa sér alvöru færi. Þetta verður spennandi í seinni hálfleiknum.Hálfleikur, 0-0: Bæjarar hafa verið mun sterkari í fyrri hálfleiknum og hafa skapað sér tvö til þrjú ágæt færi en Chelsea-mönnum gengur annars ágætlega að verjast sóknum þýska liðsins. Bayern er miklu meira með boltann en skipulagið er að halda ágætlega hjá enska liðinu. Það hefur samt nokkru sinnum ekki mátt muna miklu en bestu færi heimamanna hafa átt þeir Arjen Robben og Mario Gomez.42. mínúta, 0-0: Mario Gomez fær gott skotfæri í teignum en skýtur boltanum yfir. Gomez átti að gera miklu betur þarna eins og oft áður í hálfleiknum. Bayern hefur átt fimmtán skot gegn aðeins tveimur hjá Chelsea.38. mínúta, 0-0: Það er aðeins að lifna yfir þessu því Chelsea-menn hafa verið í aðeins meiri sóknargír síðustu mínútur. Bæjarar eru samt áfram með völdin en það gengur ekki nógu vel hjá þeim að finna leiðir í gegnum mannmarga vörn Chelsea.36. mínúta, 0-0: Flott sókn Bæjara endar með þrumuskoti frá Thomas Müller sem fer rétt framhjá. Skömmu áður átti Chelsea sitt fyrsta skot í leiknum þegar Juan Manuel Mata skaut langt yfir úr aukaspyrnu.22. mínúta, 0-0: Arjen Robben labbar í gegnum Chelsea-vörnina og nær góðu skoti en Petr Cech ver vel frá honum og tékkneski markvörðurinn er síðan heppinn því boltinn fer síðan í stöngina.20. mínúta, 0-0: Pressan er aðeins að aukast hjá Bayern München og Chelsea-menn voru ljónheppnir að boltinn datt ekki betur fyrir Mario Gomez í teignum. Spil Bayern gengur hinsvegar frekar hægt sem er vatn á myllu Chelsea-liðsins.10. mínúta, 0-0: Bayern München byrjar leikinn betur og Toni Kroos átti fyrsta alvöru skot leiksins á 7. mínútu. Chelsea spilar aftarlega og tekur litla áhættu eins og búist var við.2. mínúta: Bastian Schweinsteiger hjá Bayern fær fyrsta gula spjaldið þegar hann stoppar boltann með hendinni þegar Chelsea var á leið í hraða sókn.1. mínúta: Leikurinn er hafinn og Chelsea byrjar með boltann. Mata og Drogba sparka fyrstir í boltann.Fyrir leik: Stuðningsmenn Tottenham halda örugglega ekki með Chelsea í þessum leik því ef að Chelsea vinnur þá komast Tottenham menn ekki í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Tottenham endaði í 4. sæti í ensku úrvalsdeildinni sem skilar jafnan sæti í Meistaradeildinni en Chelsea fengi það sæti sem meistarar vinni liðið Chelsea-leikinn.Fyrir leik: Spekingarnir í Meistaradeildarþættinum hans Þorsteins Joð á Stöð 2 Sport eru búnir að spá fyrir um úrslit leiksins í kvöld. Heimir Guðjónsson spáir 2-1 fyrir Bayern, Reynir Leósson spáir að Bæjarar vinni í vítakeppni en Pétur Marteinsson býst við markaleik en var ekki tilbúinn að spá fyrir um sigurvegara.Fyrir leik: Það styttist óðum í að tuttugasti úrslitaleikur Meistaradeildarinnar hefjist á Allianz Arena í München en það er gríðarleg stemning á troðfullum vellinum.Fyrir leik: Mario Gomez þarf að skora tvö mörk til þess að jafna Lionel Messi sem er markahæstur í Meistaradeildinni á tímabilinu með 15 mörk. Gomez hefur skorað 12 mörk í 11 leikjum í Meistaradeildinni á leiktíðinni.Chelsea spilar 4-4-1-1: Cech - Bosingwa, Cahill, Luiz, Cole - Kalou, Lampard (Fyrirliði), Mikel, Bertrand - Mata - Drogba.Bayern München spilar 4-2-3-1: Neuer - Lahm (Fyrirliði), Boateng, Tymoschuk, Contento - Schweinsteiger, Kroos - Robben, Müller, Ribery - Gomez.Fyrir leik: Bayern München getur orðið fyrsta liðið í 47 ár til þess að vinna Evrópukeppni Meistaraliða á heimavelli eða síðan að Internazionale Milan vann úrslitaleikinn 1965 á heimavelli sínum San Siro. Inter vann þá 1-0 sigur á Benfica en Real Madrid vann líka titilinn á heimavelli sínum 1957.Fyrir leik: Bayern München hefur unnið alla sjö heimaleiki sína á leið sinni í úrslitaleikinn. Bæjarar hafa unnið 14 af síðustu 15 Evrópuleikjum sínum á heimavelli.Fyrir leik: Það hefur aðeins eitt enskt lið náð að vinna Bayern í München en Norwich vann 2-1 sigur í UEFA-bikarnum árið 1993. Bayern hefur unnið 10 leiki og 5 jaga endað með jafntefli.Fyrir leik: Bayern München og Chelsea hafa aðeins mæst einu sinni áður í Evrópukeppni en Eiður Smári Guðjohnsen spilaði báða leikina með Chelsea þegar liðið sló Bayern út úr átta liða úrslitunum 2004-05. Chelsea vann samanlagt 6-5.Fyrir leik: Bayern München getur jafnað Liverpool og unnið Evrópukeppni Meistaraliða í fimmta sinn en Chelsea hefur aldrei unnið þessa keppni.Fyrir leik: Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, getur orðið 19. þjálfarinn sem þær að vinna Evrópukeppni Meistaraliða tvisvar en hann vann einnig með lið Real Madrid árið 1998. Hann yrði hinsvegar aðeins sá fjórði sem nær að vinna Evrópukeppni Meistaraliða með tveimur félögum en hinir eru Ernst Happel (Feyenoord 1970, Hamburger SV 1983), Ottmar Hitzfeld (Borussia Dortmund 1997, Bayern 2001) og José Mourinho (FC Porto 2004, FC Internazionale Milano 2010).Fyrir leik: Þetta er sjötti úrslitaleikurinn í Evrópukeppni Meistaraliða á milli liða frá Þýskalandi og Englandi og ensku liðin hafa unnið síðustu fjóra úrslitaleiki eða alla úrslitaleiki frá og með 1976.Úrslitaleikir þýskra og enskra liða: 1975: FC Bayern München 2-0 Leeds United AFC 1977: Liverpool FC 3-1 VfL Borussia Mönchengladbach 1980: Nottingham Forest FC 1-0 Hamburger SV 1982: Aston Villa FC 1-0 FC Bayern München 1999: Manchester United FC 2-1 FC Bayern München Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Chelsea vann Meistaradeildina í fyrsta sinn eftir að hafa unnið Bayern München 4-3 í vítakeppni á þeirra eigin heimavelli á Allianz Arena í München. Didier Drogba og Petr Cech voru hetjur Chelsea í þessum leik. Drogba tryggði Chelsea framlengingu með því að skora jöfnunarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok og skoraði síðan úr síðustu spyrnunni í vítakeppninni. Petr Cech varði aftur á móti víti Arjen Robben í framlengingunni og tók síðan tvö víti Bæjara í vítakeppninni. Cech fór í rétt horn í öllum spyrnum Bayern í vítakeppninni og var greinilega búinn að lesa leikmenn Bayern. Bayern München var mun betra liðið stærsta hluta leiksins en gekk illa að brjóta niður þéttan varnarmúr Chelsea-manna. Þegar Thomas Müller skoraði loksins á 83. mínútu héldu allir að Bæjarar væru að fara vinna leikinn. Chelsea-liðið sýndi aftur á móti enn á ný ótrúlegan karakter og sigurvilja og leikmenn liðsins neituðu hreinlega að gefast upp. Drogba skoraði frábært skallamark, sitt níunda í úrslitaleik með Chelsea og leikmenn liðsins afsönnuðu síðan þá kenningu í vítakeppninni að Þjóðverjar vinni alltaf Englendinga í vító. Roman Abramovich, eigandi Chelsea, fékk því loksins ósk sína uppfyllta en það kom á tímabili þegar ekkert bendi til þess að Chelsea væri að fara að vinna Meistaradeildina. Þetta var hinsvegar skrifað í skýin, það féll allt með Chelsea og Roberto Di Matteo er búinn að gera Chelsea að Evrópumeisturum. Hver hefði trúað því síðasta haust. Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu blaðamanns Vísis á meðan leiknum stóð.Leik lokið: Chelsea er Evrópumeistari í fyrsta sinn. Þetta var skrifað í skýin. Dider Drogba tryggði Chelsea sigurinn með því að skora úr síðustu spyrnunni en áður hafði Petr Cech varið víti Bastian Schweinsteiger í stöngina.Vítakeppnin: [Bayern 3-4 Chelsea] #1 - Philipp Lahm, skorar #2 - Manuel Neuer ver frá Juan Manuel Mata - slök spyrna #3 - Mario Gomez, skorar örugglega #4 - David Luiz, skorar af öryggi #5 - Manuel Neuer, skorar en Cech fór í rétt horn #6 - Frank Lampard, skorar upp í mitt markið #7 - Petr Cech ver frá Ivica Olic #8 - Ashley Cole, skorar mest föstu skoti og jafnar #9 - Bastian Schweinsteiger skýtur í stöngina #10 - Didier Drogba, skorar og Chelsea er EvrópumeistariLeik lokið, vítakeppni staðreynd: Framlengingunni er lokið og úrslitaleikur Meistaradeildarinnar 2012 ráðast í vítakeppni alveg eins og þegar Chelsea var síðast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Moskvu 2008. Chelsea-menn töpuðu þá fyrir Manchester United en hvað gerist nú?116. mínúta, 1-1: Það er fátt sem kemur í veg fyrir vítaspyrnukeppni úr þessu. Liðin taka ekki mikla áhættu og leikurinn er í miklu jafnvægi.109. mínúta, 1-1: Varamaðurinn Ivica Olic fær algjört dauðafæri en stað þess að skjóta þá reynir hann að senda boltann fyrir markið. Þar er enginn og þarna sluppu Chelsea-menn með skrekkinn.Fyrri hluta framlengingar lokið, 1-1: Staðan er enn jöfn þrátt fyrir að Bæjarar hafi fengið víti í framlengunni. Arjen Robben lét Cech verja frá sér og kannski er það bara skrifað í skýin að Chelsea sé að fara vinna Meistaradeildina. Það er samt vonlítið að veðja á móti Þjóðverjum í vítakeppni.95. mínúta, 1-1: Didier Drogba fellir Franck Ribery á klaufalegan hátt og Bayern fær víti. Petr Cech ver vítið frá Arjen Robben og bjargar Didier Drogba frá því að breytast úr hetju í skúrk á augabragði.Framlengingin hafin, 1-1: Chelsea byrjar framlenginguna vel og eru mun líklegri í upphafi hennar. Eru Bæjarar enn í sjokki?Venjulegum leiktíma lokið, 1-1: Það verður framlengt í München í kvöld. Didier Drogba átti lokaskotið í venjulegum leiktíma en aukaspyrna hans fór hátt yfir. Chelsea-menn neituðu að gefast upp eftir að Müller kom Bayern yfir og Didier Drogba jafnaði eftir aðeins aðra hornspyrnu Chelsea í öllum leiknum.88. mínúta, 1-1: Didier Drogba jafnar leikinn með frábærum skalla eftir hornspyrnu frá Juan Manuel Mata. Manuel Neuer átti kannski að gera betur í marki Bayern. Chelsea er væntanlega að tryggja sér framlengingu með þessu marki. Þetta var níunda markið sem Drogba skorar í úrslitaleik með Chelsea.83. mínúta, 1-0: Markið er komið. Thomas Müller skorar með skalla í jörðina og þaðan í slánna og inn eftir fyrirgjöf frá Bastian Schweinsteiger. Di Matteo sendir Fernando Torres strax inn á fyrir Salomon Kalou.78. mínúta, 0-0: Thomas Müller hjá Bayern fær fínt skotfæri í teignum en skot hans fer framhjá. Það er farið að draga af þýska landsliðsmanninum og óþreyttur hefði hann gert mun betur í þessari stöðu.73. mínúta, 0-0: Fyrsta skiptingin í leiknum og það er Roberto Di Matteo sem gerir breytingu. Florent Malouda kemur inn fyrir Ryan Bertrand. Chelsea hefur verið að bíta frá sér síðustu mínúturnar.59.mínúta, 0-0: Ashley Cole bjargar Chelsea með því að kasta sér fyrir skot Arjen Robben eftir laglegt samspil Robben og Mario Gomez. Ashley Cole hefur leikið vel í kvöld.54. mínúta, 0-0: Franck Ribery skorar fyrir Bayern en markið er réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Bayern-liðið er mun betra þessar mínúturnar og það styttist í löglegt þýskt mark.Seinni hálfleikur hafinn, 0-0: Bæjarar byrja seinni hálfleikinn og ógna Chelsea strax í fyrstu sókn en án þess þó að skapa sér alvöru færi. Þetta verður spennandi í seinni hálfleiknum.Hálfleikur, 0-0: Bæjarar hafa verið mun sterkari í fyrri hálfleiknum og hafa skapað sér tvö til þrjú ágæt færi en Chelsea-mönnum gengur annars ágætlega að verjast sóknum þýska liðsins. Bayern er miklu meira með boltann en skipulagið er að halda ágætlega hjá enska liðinu. Það hefur samt nokkru sinnum ekki mátt muna miklu en bestu færi heimamanna hafa átt þeir Arjen Robben og Mario Gomez.42. mínúta, 0-0: Mario Gomez fær gott skotfæri í teignum en skýtur boltanum yfir. Gomez átti að gera miklu betur þarna eins og oft áður í hálfleiknum. Bayern hefur átt fimmtán skot gegn aðeins tveimur hjá Chelsea.38. mínúta, 0-0: Það er aðeins að lifna yfir þessu því Chelsea-menn hafa verið í aðeins meiri sóknargír síðustu mínútur. Bæjarar eru samt áfram með völdin en það gengur ekki nógu vel hjá þeim að finna leiðir í gegnum mannmarga vörn Chelsea.36. mínúta, 0-0: Flott sókn Bæjara endar með þrumuskoti frá Thomas Müller sem fer rétt framhjá. Skömmu áður átti Chelsea sitt fyrsta skot í leiknum þegar Juan Manuel Mata skaut langt yfir úr aukaspyrnu.22. mínúta, 0-0: Arjen Robben labbar í gegnum Chelsea-vörnina og nær góðu skoti en Petr Cech ver vel frá honum og tékkneski markvörðurinn er síðan heppinn því boltinn fer síðan í stöngina.20. mínúta, 0-0: Pressan er aðeins að aukast hjá Bayern München og Chelsea-menn voru ljónheppnir að boltinn datt ekki betur fyrir Mario Gomez í teignum. Spil Bayern gengur hinsvegar frekar hægt sem er vatn á myllu Chelsea-liðsins.10. mínúta, 0-0: Bayern München byrjar leikinn betur og Toni Kroos átti fyrsta alvöru skot leiksins á 7. mínútu. Chelsea spilar aftarlega og tekur litla áhættu eins og búist var við.2. mínúta: Bastian Schweinsteiger hjá Bayern fær fyrsta gula spjaldið þegar hann stoppar boltann með hendinni þegar Chelsea var á leið í hraða sókn.1. mínúta: Leikurinn er hafinn og Chelsea byrjar með boltann. Mata og Drogba sparka fyrstir í boltann.Fyrir leik: Stuðningsmenn Tottenham halda örugglega ekki með Chelsea í þessum leik því ef að Chelsea vinnur þá komast Tottenham menn ekki í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Tottenham endaði í 4. sæti í ensku úrvalsdeildinni sem skilar jafnan sæti í Meistaradeildinni en Chelsea fengi það sæti sem meistarar vinni liðið Chelsea-leikinn.Fyrir leik: Spekingarnir í Meistaradeildarþættinum hans Þorsteins Joð á Stöð 2 Sport eru búnir að spá fyrir um úrslit leiksins í kvöld. Heimir Guðjónsson spáir 2-1 fyrir Bayern, Reynir Leósson spáir að Bæjarar vinni í vítakeppni en Pétur Marteinsson býst við markaleik en var ekki tilbúinn að spá fyrir um sigurvegara.Fyrir leik: Það styttist óðum í að tuttugasti úrslitaleikur Meistaradeildarinnar hefjist á Allianz Arena í München en það er gríðarleg stemning á troðfullum vellinum.Fyrir leik: Mario Gomez þarf að skora tvö mörk til þess að jafna Lionel Messi sem er markahæstur í Meistaradeildinni á tímabilinu með 15 mörk. Gomez hefur skorað 12 mörk í 11 leikjum í Meistaradeildinni á leiktíðinni.Chelsea spilar 4-4-1-1: Cech - Bosingwa, Cahill, Luiz, Cole - Kalou, Lampard (Fyrirliði), Mikel, Bertrand - Mata - Drogba.Bayern München spilar 4-2-3-1: Neuer - Lahm (Fyrirliði), Boateng, Tymoschuk, Contento - Schweinsteiger, Kroos - Robben, Müller, Ribery - Gomez.Fyrir leik: Bayern München getur orðið fyrsta liðið í 47 ár til þess að vinna Evrópukeppni Meistaraliða á heimavelli eða síðan að Internazionale Milan vann úrslitaleikinn 1965 á heimavelli sínum San Siro. Inter vann þá 1-0 sigur á Benfica en Real Madrid vann líka titilinn á heimavelli sínum 1957.Fyrir leik: Bayern München hefur unnið alla sjö heimaleiki sína á leið sinni í úrslitaleikinn. Bæjarar hafa unnið 14 af síðustu 15 Evrópuleikjum sínum á heimavelli.Fyrir leik: Það hefur aðeins eitt enskt lið náð að vinna Bayern í München en Norwich vann 2-1 sigur í UEFA-bikarnum árið 1993. Bayern hefur unnið 10 leiki og 5 jaga endað með jafntefli.Fyrir leik: Bayern München og Chelsea hafa aðeins mæst einu sinni áður í Evrópukeppni en Eiður Smári Guðjohnsen spilaði báða leikina með Chelsea þegar liðið sló Bayern út úr átta liða úrslitunum 2004-05. Chelsea vann samanlagt 6-5.Fyrir leik: Bayern München getur jafnað Liverpool og unnið Evrópukeppni Meistaraliða í fimmta sinn en Chelsea hefur aldrei unnið þessa keppni.Fyrir leik: Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, getur orðið 19. þjálfarinn sem þær að vinna Evrópukeppni Meistaraliða tvisvar en hann vann einnig með lið Real Madrid árið 1998. Hann yrði hinsvegar aðeins sá fjórði sem nær að vinna Evrópukeppni Meistaraliða með tveimur félögum en hinir eru Ernst Happel (Feyenoord 1970, Hamburger SV 1983), Ottmar Hitzfeld (Borussia Dortmund 1997, Bayern 2001) og José Mourinho (FC Porto 2004, FC Internazionale Milano 2010).Fyrir leik: Þetta er sjötti úrslitaleikurinn í Evrópukeppni Meistaraliða á milli liða frá Þýskalandi og Englandi og ensku liðin hafa unnið síðustu fjóra úrslitaleiki eða alla úrslitaleiki frá og með 1976.Úrslitaleikir þýskra og enskra liða: 1975: FC Bayern München 2-0 Leeds United AFC 1977: Liverpool FC 3-1 VfL Borussia Mönchengladbach 1980: Nottingham Forest FC 1-0 Hamburger SV 1982: Aston Villa FC 1-0 FC Bayern München 1999: Manchester United FC 2-1 FC Bayern München
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira