

Lögreglumál
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Tilkynnt um mann að elta börn í Hafnarfirði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór á vettvang í gærkvöldi eða nótt þegar tilkynning barst um að maður hefði verið að elta börn í Hafnarfirði. Fannst hann ekki þrátt fyrir leit.

„Aldrei gott að toppa of snemma“
Halla Hrund Logadóttir fyrrverandi forsetaframbjóðandi og oddviti Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi segir að af eigin reynslu sé ekki gott að toppa of snemma í kosningabaráttu. Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingar í sama kjördæmi segist ekki sjá merki um gremju í flokknum vegna ummæla formannsins um Dag B. Eggertsson. Þetta er meðal þess sem kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag.

Einn fluttur á bráðamóttöku eftir slagsmál
Einn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar eftir slagsmál í póstnúmerinu 111 í gærkvöldi eða nótt. Þá var tilkynnt um umferðaróhapp í 109 en engin slys urðu á fólki.

Neitaði að færa sig frá lögreglubíl
Lögregluþjónar handtóku í gær mann sem stóð í vegi lögreglubíls og neitaði að færa sig. Þar að auki neitaði hann að fara af lögreglustöð þegar búið var að afla allra nauðsynlegra gagna um hann og var hann því vistaður í fangaklefa í nótt.

Sverrir Einar kærir lögregluþjón fyrir rangar sakagiftir
Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar og fyrrverandi eigandi skemmtistaðarins B5, hefur lagt fram kæru á hendur lögregluþjóns sem sakaði hann um að tálma störf lögregluþjóna og veist að sér með ofbeldi. Umræddur lögregluþjónn hafði áður kært Sverri en bæði héraðssaksóknari og ríkissaksóknari hafa vísað þeirri kæru frá.

Voru að ganga yfir á grænu gönguljósi þegar ekið var á þær
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur rætt við vitni að árekstri þar sem bíl var ekið á tvær gangandi konur á Kringlumýrarbraut við gönguljós við gatnamótin við Hamrahlíð síðastliðinn mánudag.

Fjórtán ára undir stýri
Lögregluþjónar stoppuðu í gærkvöldi bíl við hefðbundið eftirlit, þar sem fjórtán ára barn reyndist undir stýri. Jafnaldri ökumannsins var svo farþegi í bílnum en haft var samband við foreldra þeirra og voru börnin sótt á lögreglustöð.

Aldrei fleiri manndráp á einu ári: „Þetta er uggvænleg þróun“
Maður sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát móður sinnar hefur áður hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn foreldrum sínum. Aldrei hafa fleiri manndrápsmál komið upp á einu ári. Afbrotafræðingur segir þróunina uggvænlega og tilefni til að styðja betur við fólk sem stendur höllum fæti í samfélaginu.

Skoða hvort lög hafi verið brotin við rannsókn lögreglu
Lögmaður Blaðamannafélgsins, vegna rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun- og símastuldi, segir tjáningarfrelsi blaðamanna undir í málinu. Hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir því að lenda á sakamannabekk, fyrir það eitt að sinna vinnunni sinni. Félagið skoðar nú hvort lögregla hafi brotið lög.

Gerði tilraun til innbrots með leikfangasverð úr plasti
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gær um einstakling sem var að reyna að brjótast inn í húsnæði og með eggvopn á sér. Viðkomandi var handtekinn áður en hann komst inn en í bakpoka hans fannst leikfangasverð úr plasti.

Sonurinn áður stungið föður sinn í bakið
Karlmaður á fertugsaldri sem var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti móður á sögu um ofbeldi í garð foreldra sinna. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að stinga föður sinn í bakið árið 2006 en var sýknaður vegna ósakhæfis.

Sonur hinnar látnu í gæsluvarðhald
Karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti í nótt.

Með andlát konu á sjötugsaldri til rannsóknar
Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti konu á sjötugsaldri.

Öryggisverðir Kringlunnar með búkmyndavél
Öryggisverðir í Kringlunni bera nú búkmyndavél á meðan þeir sinna störfum sínum. Markmiðið er sagt vera að auka öryggi öryggisvarða, starfsmanna og viðskiptavina.

Ein meiriháttar og önnur minniháttar líkamsárás
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna meiriháttar líkamsárásar í póstnúmerinu 109. Einn var handtekinn.

Tilkynnir Wolt sendil til lögreglu fyrir áreitni
Lilju Huld Steinþórsdóttur var algjörlega ofboðið á sunnudag þegar dóttur hennar bárust skilaboð frá Wolt sendli eftir að þeim barst matarsending um að hún væri falleg. Hún ætlar að tilkynna manninn til bæði lögreglu og Persónuverndar. Maðurinn hefur verið áminntur af Wolt.

Karlmaður á níræðisaldri lést í Bláa lóninu
Karlmaður á níræðisaldri lést í Bláa lóninu í kvöld. Í tilkynningu frá Bláa lóninu kemur fram að viðbragðsaðilar voru kallaðir að Bláa Lóninu á sjöunda tímanum í kvöld vegna erlends ferðamanns á níræðisaldri sem hafði misst meðvitund.

Tveir fluttir á slysadeild vegna áreksturs við Dalshraun
Tveir voru fluttir á slysadeild vegna áreksturs við Dalshraun í Hafnarfirði. Það staðfestir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Minni háttar líkamsárás og konu ekið heim
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt en þrír gista fangaklefa nú í morgunsárið.

Læstu sig á kvennasalerni í tvígang og neituðu að fara
Tveir menn, sem hvorki halda heimili né hafa atvinnu, læstu sig inni á kvennasalerni verslunar í miðborginni í tvær klukkustundir og neituðu að fara þaðan þrátt fyrir beiðnir starfsmanna.

Einn enn í haldi vegna Elko-málsins
Einn er enn í haldi vegna þjófnaðar í verslunum Elko sem voru framin að kvöldi til og um nótt fyrir um mánuði síðan. Enn á eftir að taka ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur honum.

Reyndi að komast undan lögreglu en velti bifreiðinni
Ökumaður sem grunaður er um ölvunarakstur reyndi að komast undan lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en endaði utan vegar og velti bifreið sinni.

Grunaður um að hafa ekið ölvaður og gegn rauðu ljósi
Ökumaður var handtekinn eftir að hafa ekið á tvo gangandi vegfarendur í hverfi 105 í dag. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og gegn rauðu ljósi.

Leitað að sex ungmennum um helgina og eitt enn týnt
Lögreglu bárust sjö leitarbeiðnir vegna sex týndra ungmenna undir átján ára aldri um helgina. Tvö þeirra höfðu strokið að heiman eftir að hafa verið keyrð heim af Stuðlum í kjölfar brunans þar um helgina, annars vegar fimmtán ára piltur sem kom í leitirnar fyrr í dag eftir að hafa verið týndur í tvo sólarhringa og hins vegar unglingur á svipuðum aldri sem enn er leitað.

Stunguárásin í Grafarvogi: Grunar ekki að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi
Einn tveggja manna sem var handtekinn grunaður um stunguárás í Frostafold í Grafarvogi aðfaranótt miðvikudagsins 9. október hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Hinn maðurinn sem var handtekinn var látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Faðirinn áfram í gæsluvarðhaldi
Karlmaður sem er grunaður um að hafa orðið barnungri dóttur sinni að bana um miðjan septembermánuð var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 14. nóvember næstkomandi.

Gaf sig fram við lögreglu blautur og kaldur eftir tvo daga á vergangi
Fimmtán ára piltur sem strauk að heiman skömmu eftir að hafa verið keyrður heim af Stuðlum í kjölfar eldsvoða um helgina er kominn í leitirnar. Drengurinn gaf sig sjálfur fram við lögreglu upp úr hádegi í dag. Hans var saknað í tvo sólarhringa áður en hann kom í leitirnar, blautur og kaldur eftir að vera úti á vergangi. Þetta segir móðir drengsins í samtali við fréttastofu.

Her af iðnaðarmönnum við framkvæmdir á Stuðlum
Vonast er til að starfsemi geti hafist að nýju á Stuðlum á allra næstu dögum eftir eldsvoða um helgina. Miklar framkvæmdir standa yfir í húsnæðinu en rannsókn lögreglu á tildrögum brunans stendur enn yfir.

Lögreglustjóri skýtur á Grindavíkurnefnd
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki gera stórar athugasemdir við opnun Grindavíkurbæjar, sem varð í dag, en segir þó að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara í bæinn sé lítil sem engin.

Grindavíkurbær nú opinn almenningi
Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð.