Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar vegna týndra göngumanna. Samferðarmaður þeirra hafði samband við lögreglu eftir að göngumenn skiluðu sér ekki. Þau reyndust hafa komið sér til Reykjavíkur án þess að láta vita af sér. Innlent 6.1.2026 18:24
Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rétt eftir klukkan tíu í morgun með mikinn viðbúnað á gatnamótum Laugavegs og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Innlent 6.1.2026 10:20
Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo menn í heimahúsi í Grafarvogi fyrir brot á skotvopnalögum. Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en leiða má líkur að því að um sé að ræða sömu aðgerð og greint var frá í gærkvöldi, þar sem sérsveitin kom við sögu. Innlent 6.1.2026 06:55
Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Lögreglu barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut, skammt sunnan við Þrastarlund, á öðrum tímanum í dag. Um að ræða árekstur tveggja bíla. Innlent 3. janúar 2026 14:57
Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Maður ók á kyrrstæðan lögreglubíl í hverfi 108. Að skoðuðu máli reyndist maðurinn einnig hafa verið sviptur ökuréttindum. Innlent 2. janúar 2026 19:38
Þremur þjófum vísað úr landi Þremur erlendum ríkisborgurum, tveimur körlum og einni konu, hefur verið vísað brott frá Íslandi. Fólkið, sem er á þrítugs- og fertugsaldri og er talið tengjast skipulagðri brotastarfsemi, var handtekið 18. desember vegna þjófnaðarmála á höfuðborgarsvæðinu Innlent 2. janúar 2026 14:55
Banaslys á Hvolsvelli Kona á fertugsaldri lést þegar vörubíl var ekið yfir hana á bílaplani Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli að kvöldi 30. desember. Málið er rannsakað sem slys. Innlent 2. janúar 2026 11:25
Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á nýársnótt þar sem mikið var tilkynnt um slys vegna flugelda, hávaða vegna samkvæma, ofurölvi einstaklinga og elda í gróðri eða húsum. Sömuleiðis var mikið um ólæti í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 1. janúar 2026 06:51
Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Árið 2025 var metár í haldlagningu fíkniefna samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglu. Lögregla og tollgæsla lögðu hald á samtals 468 kíló af marijúana, 106 kíló af kókaíni og 66 kíló af hassi. Innlent 31. desember 2025 12:59
Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás „Þetta er mikið áfall, alveg klárlega. Ég er búin að leggja mikið hjarta í að vera með sánurnar og þetta er svona svolítið heilagt rými fyrir mig og fólkið sem kemur. Það er búið að myndast mjög fallegt og skemmtilegt samfélag í kringum þetta. Eins og er oft með sánurnar þá er þetta oft griðastaður fyrir fólk. Þannig að þetta var bara mjög sárt. Það er leiðinlegt að enda árið svona.“ Innlent 31. desember 2025 12:31
Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Tilkynnt var um alvarlega líkamsárás á Akureyri í nótt þar sem hnífi hafði verið beitt. Þrír voru handteknir vegna málsins. Innlent 31. desember 2025 10:33
Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Lögregla handtók karlmann í Reykjavík í gær sem grunaður er um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu. Hann var vistaður í fangaklefa í nótt. Innlent 31. desember 2025 07:22
Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Að minnsta kosti sjö voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þeirra á meðal maður og kona sem grunuð eru um þjófnað í raftækjaverslun. Þá voru þrír menn handteknir fyrir sölu og dreifingu fíkniefna en þeir eru einnig grunaðir í öðru máli er varðar þjófnað. Innlent 30. desember 2025 06:25
Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Karlmaður fannst látinn utandyra í Borgarnesi á öðrum degi jóla. Ekkert bendir til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 29. desember 2025 16:09
Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna ráns í gærkvöldi eða nótt, þar sem þrír karlmenn eru grunaðir um að hafa ráðist á einn með höggum og spörkum og stolið af honum farsíma. Brotaþoli var fluttur á bráðamóttöku en áverkar hans eru sagðir hafa verið minniháttar. Lögregla telur sig vita hverjir voru að verki og er málið í rannsókn. Innlent 29. desember 2025 06:22
Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sakamál voru í brennidepli hér á landi árið 2025. Fjögur manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt fimm létu lífið. Innlent 28. desember 2025 13:01
Líkamsárás í miðbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af líkamsárás sem tilkynnt var um í miðbænum í nótt og er málið í rannsókn. Sex gistu í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Innlent 28. desember 2025 07:40
Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Maður sem er grunaður um ofbeldisbrot gagnvart sambýliskonu sinni var fyrr í þessum mánuði gert að sæta brottvísun af heimili þeirra og sætir jafnframt nálgunarbanni gagnvart henni. Myndefni úr öryggismyndavél sýnir gróft ofbeldi mannsins í garð konunnar. Innlent 27. desember 2025 19:35
Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag mann fyrir ofbeldishegðun í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn er sagður hafa stofnað ítrekað til slagsmála við skemmtistað. Að sögn lögreglu var hann með öllu óviðræðuhæfur sökum annarlegs ástands. Innlent 27. desember 2025 17:57
Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Leiðsögumaður var á göngu nálægt heimili sínu í Laugardalnum í Reykjavík þegar ráðist var á hana af ástæðulausu. Hún biðlar til fólks að sýna umhyggju en enginn þeirra sem voru á ferli kom henni til aðstoðar eftir árásina. Þetta er í annað skipti sem ráðist hefur verið á hana í þau sjö ár sem hún hefur búið á Íslandi. Innlent 27. desember 2025 15:59
Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Það var að eigin frumkvæði lögreglu sem ráðist var í lokanir fjögurra verslana á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna gruns um ólöglega sölu áfengis á hátíðardögum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna gætu átt sekt yfir höfði sér fyrir brot á reglugerð um smásölu og áfengisveitingar, að sögn Árna Friðleifssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 27. desember 2025 13:34
Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Tveir voru handteknir í nótt grunaðir um framleiðslu og sölu fíkniefna, peningaþvætti, og vörslu fíkniefna. Málið er í rannsókn. Innlent 27. desember 2025 07:32
Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögreglumenn fóru á vettvang eftir að tilkynnt var um laus hross. Lögreglan aðstoðaði við að fanga hrossin og koma þeim í öruggt skjól. Innlent 26. desember 2025 18:24
Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Lögregla gerði rassíu á starfsstöðvar Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar síðdegis í dag og var þeim gert að loka afhendingarstöðum sínum. Fyrirtækin verða sektuð en lögregla sagði heimsendingar í lagi þó hátíðardagur sé. Innlent 26. desember 2025 18:17