Heilbrigðisráðuneytið samþykkir undanþágubeiðnir KKÍ og HSÍ Heilbrigðisráðuneytið samþykkti í dag undanþágubeiðni Körfuknattleiks- og Handknattleikssambands Íslands er varðar lið í 1. deildum karla og kvenna. Bæði sambönd gáfu frá sér tilkynningu þess efnis í dag. Körfubolti 10. desember 2020 16:20
Líkamsræktarstöðvar og sóttvarnir Hingað til hef ég setið á skoðunum mínum um sóttvarnaraðgerðir. Almennt séð tel ég rödd vísinda vera réttmætari en aðrar raddir, enda byggja fræðimenn rök sín svo gott sem eingöngu á staðreyndum. Skoðun 10. desember 2020 16:00
Kínversk yfirvöld ráðleggja flugþjónum að ganga með bleyju Síðustu misseri hafa menn leitað ýmissa leiða til að efla sýkingavarnir og draga úr smithættu en ef einhverjum hefur þótt nóg um þá ættu þeir að kynna sér nýjar ráðleggingar kínverskra flugmálayfirvalda til starfsfólks í fluggeiranum. Erlent 10. desember 2020 15:03
Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni. Lífið 10. desember 2020 14:56
Metfjöldi smitaðra í Danmörku og aðgerðir hertar víðar Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að láta hertar aðgerðir, sem kynntar voru í vikunni, ná til 69 af 98 sveitarfélögum landsins. Ástæðan er metfjöldi kórónuveirusmitaðra sem greindust í landinu í gær. Erlent 10. desember 2020 14:54
Fíkn ekki leyst með lagasetningu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir spilafíkn ekki lagaða með lagasetningum heldur þurfi að hjálpa þeim sem glíma við slíkan vanda. Innlent 10. desember 2020 14:45
Heilsugæslan: Það er ekki hægt að panta tíma í bólusetningu Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar nú á heimasíðu sinni að það sé ekki hægt að panta tíma í bólusetningu gegn Covid-19. Allir muni fá boð í bólusetningu þegar kemur að þeirra forgangshóp. Innlent 10. desember 2020 14:30
Lögreglan bankaði upp á í beinni útsendingu Lögregla bankaði upp á hjá Elísabetu Guðmundsdóttir lýtaskurðlækni fyrr í dag og boðaði hana til skýrslutöku vegna brots á sóttvarnarlögum. Atvikið átti sér stað á meðan Elísabet var í viðtali í beinni útsendingu á Harmageddon á X-inu 977. Innlent 10. desember 2020 13:44
Víðir liggur heima með lungnabólgu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum er enn talsvert veikur og glímir við lungnabólgu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni fyrir rúmum þremur vikum. Aðrir heimilismenn eru þó við góða heilsu, að sögn Rögnvaldar Ólafssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Innlent 10. desember 2020 13:30
Mun færri ávísanir á sýklalyf en fjölgun í ávísunum þunglyndislyfja Ávísunum á sýklalyf hefur fækkað um 24% samkvæmt könnun Landlæknisembættisins á heilsu og líðan landsmanna í Covid-19 faraldrinum. Þetta má þakka persónulegum sóttvörnum sem hafa dregið úr öðrum sýkingum. Innlent 10. desember 2020 11:35
Vörurnar sem seljast vel og illa fyrir heimsfaraldursjólin Dýrar snyrtivörur, ilmvötn og gönguskór seljast sem aldrei fyrr og það er orðinn skortur á púsluspilum í heiminum, samkvæmt kaupmönnum í Kringlunni. Lífið 10. desember 2020 11:30
Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. Innlent 10. desember 2020 11:21
Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír af þeim sem greindust voru í sóttkví. Innlent 10. desember 2020 10:51
Svona var 145. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. Innlent 10. desember 2020 10:26
Draumurinn um skíði um jólin fjarlægur Ekki er útlit fyrir annað en að skíðasvæði landsins verði að mestu lokuð yfir jólin. Skíðaþyrstir Íslendingar þurfa því að láta gönguskíði eða fjallaskíði duga geti þeir ekki beðið eftir að renna sér í snjónum. Innlent 10. desember 2020 09:01
22 milljarða samdráttur í veitingageiranum Kortavelta í veitingageiranum hefur dregist saman um 22 milljarða að raunvirði frá því í mars á þessu ári þar til í október sé miðað við veltuna á árinu 2019. Viðskipti innlent 10. desember 2020 07:55
Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. Innlent 10. desember 2020 07:11
Stjórnun 2021: „Þetta reddast“ hefur fengið nýja merkingu Í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Atvinnulífið á Vísi má sjá að 75 prósent þeirra sem starfa í fjarvinnu myndu kjósa að vinna heiman frá sér í tvo til þrjá daga í viku. Ýmsir spá því að fjarvinna í bland við vinnu á staðnum verði framtíðarfyrirkomulag sem mörg fyrirtæki munu taka upp í kjölfar Covid. En að hverju þurfa stjórnendur að huga að ef þetta verður þróunin? Atvinnulíf 10. desember 2020 07:01
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. Innlent 10. desember 2020 06:48
Gera ráð fyrir 320 milljarða hallarekstri ríkissjóðs Hallarekstur ríkissjóðs á næsta ári er áætlaður 10,4% af vergri landsframleiðslu að teknu tilliti til þeirra breytingatillagna sem meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerir grein fyrir í nefndaráliti við fjáraukalög sem dreift var á Alþingi í dag. Innlent 9. desember 2020 21:17
Tölvuþrjótar stálu gögnum um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur orðið fyrir netaárás og hefur gögnum sem tengjast Covid-19 bóluefni verið stolið. Erlent 9. desember 2020 21:02
Segir ákvörðun um að opna ekki heilsuræktarstöðvar „átakanlega aðför að heilsu fólks“ Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri heilsuræktarstöðvarinnar Hress, segir ákvörðun stjórnvalda um að leyfa heilsuræktarstöðvum ekki að opna vera átakanlega aðför að heilsu fólks í landinu. Það hafi gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og heilsu fólks sem glími við streitu og vanlíðan á erfiðum tímum. Innlent 9. desember 2020 19:51
Telur Svandísi strangari við einkageirann en hið opinbera Gestur Jónsson, sem ritaði minnisblað til yfirvalda vegna lokunar líkamsræktarstöðva fyrir hönd eiganda World Class, segir sóttvarnaráðstafanir gerðar af ríku tilefni en allir þurfi að sitja við sama borð sem þurfi að þola takmarkanir. Innlent 9. desember 2020 19:00
Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný. Viðskipti innlent 9. desember 2020 18:31
Ríflega 130 milljóna gjaldþrot Lækjarbrekku Lýstar kröfur í þrotabú veitingastaðarins Lækjarbrekku nema hátt í 133 milljónum króna. Félagið Brekkan 101 ehf. var úrskurðað gjaldþrota í sumar en engar eignir fundust í búinu og lauk gjaldþrotaskiptum í lok nóvember að því er fram kemur í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag. Viðskipti innlent 9. desember 2020 18:26
„Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir engar athugasemdir við það að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi að leita réttar síns vegna sóttvarnaaðgerða. Það sé réttur hvers manns að láta á það reyna telji hann sig hafa verið beittan misrétti. Hann segir að það séu ekki aðeins íslensk sóttvarnaryfirvöld sem meti áhættuna af því að halda líkamsræktarstöðvum opnum meiri en af því að hafa sundlaugar opnar, það geri alþjóðlegar stofnanir líka og við það sé stuðst. Innlent 9. desember 2020 18:03
Eins og allir aðrir en kráareigendur eigi að fá að halda gleðileg jól Kráareigandi í miðbæ Reykjavíkur segist nú íhuga, líkt og fleiri veitingamenn og kráareigendur, að höfða mál gegn stjórnvöldum vegna sóttvarnaaðgerða síðustu vikur. Hann segir um mismunun að ræða og að svo virðist sem kráareigendur séu þeir einu sem ekki eigi að fá gleðileg jól. Viðskipti innlent 9. desember 2020 17:33
55 nemendur í Laugarnesskóla í sóttkví vegna smits Nemendur í þremur bekkjum í Laugarnesskóla, grunnskóla í Reykjavík, eru komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af Covid-19. Þetta staðfestir Sigríður Heiða Bragadóttir skólastjóri við Vísi. Auk nemendanna, sem eru 55, eru fjórir starfsmenn í sóttkví sömuleiðis. Innlent 9. desember 2020 16:10
Sjö sinnum fleiri smitast í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum Smitrakningarteymi almannavarna hefur rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Smit sem hafa verið rakin beint til sundlauga eru fimm talsins og afleidd smit tuttugu alls. Innlent 9. desember 2020 15:37
Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. Erlent 9. desember 2020 15:03