
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik
Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. Alyssa Marie Cerino skoraði sigurkörfuna en boltinn skoppaði vinalega á hringnum áður en hann fór í gegn þegar sekúnda lifði af leiknum.