Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 10:30 DeAndre Kane skorar fyrir Grindavík á móti Njarðvík í endurkomuleiknum til Grindavíkur og það var mikil stemmning í stúkunni. Vísir/Anton Brink Grindavík spilaði sinn fyrsta leik á heimavelli sínum í Grindavík í 694 daga á föstudagskvöldið. Leiðtogi liðsins, DeAndre Kane, vill bæði búa og spila alla heimaleiki í Grindavík. Fólk fjölmennti á leikinn og Grindavíkurliðið fór á kostum í stórsigri á nágrönnunum úr Njarðvík. Stefán Árni Pálsson fór og hitti Kane en það mátti sjá viðtalið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Grindavík hefur leikið sína heimaleiki í Smáranum í Kópavogi síðustu tvö tímabil eða frá rýmingu í bænum eftir jarðhræringar. Lífið í Grindavík hefur aftur á móti verið umtalsvert í sumar og náði það hámarki á föstudagskvöldið í troðfullri HS Orkuhöll. Kane vill fara aftur heim til Grindavíkur og spila alla leiki tímabilsins þar. „Það var gaman að sjá stuðningsmennina. Þeir eru ánægðir að vera komnir aftur til Grindavíkur eftir tvö ár og eftir það sem gerðist þar,“ sagði DeAndre Kane. Einstakt fyrir okkur að koma saman „Það var einstakt fyrir okkur að koma saman eftir að hafa misst einn af okkar stærstu styrktarmönnum,“ sagði Kane. Þarna talar Diandre Kane um Stefán Þór Kristjánsson, útgerðarbónda frá Grindavík, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi tólfta ágúst, sextíu og eins árs að aldri. Ég tel að þetta sé öruggt núna „Ég tel okkur vera örugga. Ef okkur væri ekki heimilt að snúa aftur þá færum við ekki. Íslensku viðbragðsaðilarnir sem tryggja öryggi okkar hafa lagt nýja vegi og varnargarða,“ sagði Kane. „Ég tel að þetta sé öruggt núna og það er best fyrir okkur og stuðningsmennina ef við getum leikið okkar heimaleiki þar. Við höfum æft þar syðra og það er íþyngjandi að keyra fram og til baka,“ sagði Kane. „Ef það er talið nógu öruggt að leika þar og búa er ekkert til fyrirstöðu að gera það. Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu og því viljum við endilega snúa aftur,“ sagði Kane. Gott að koma til Grindavíkur Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, segir að öruggt sé að vera í Grindavík í dag. „Blessuð sé minning þessa manns sem tapaði lífinu í sprungu hérna þar sem hann var að vinna og reyna bjarga húsi. Þú þarft að hafa mjög einbeittan vilja ef þú ætlar að detta ofan í sprungu í Grindavík. Þú þarft eiginlega að fara yfir girðingar og reyna að koma þér sjálfur í klandur,“ sagði Ingibergur. „Þannig að það er svona aðeins að við vildum líka sýna fólki að það er hægt að vera hérna. Það er búið að vera fólk hérna í allt sumar og það er búið hérna í burtu af húsum. Veitingastaðir eru opnir, útgerðarfyrirtækin eru að fullu og tjaldstæðið var pakkað í allt sumar, sundlaugin er opin. Ég er að reyna að segja fólki að það sé gott að koma til Grindavíkur,“ sagði Ingibergur. Bónus-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Sjá meira
Stefán Árni Pálsson fór og hitti Kane en það mátti sjá viðtalið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Grindavík hefur leikið sína heimaleiki í Smáranum í Kópavogi síðustu tvö tímabil eða frá rýmingu í bænum eftir jarðhræringar. Lífið í Grindavík hefur aftur á móti verið umtalsvert í sumar og náði það hámarki á föstudagskvöldið í troðfullri HS Orkuhöll. Kane vill fara aftur heim til Grindavíkur og spila alla leiki tímabilsins þar. „Það var gaman að sjá stuðningsmennina. Þeir eru ánægðir að vera komnir aftur til Grindavíkur eftir tvö ár og eftir það sem gerðist þar,“ sagði DeAndre Kane. Einstakt fyrir okkur að koma saman „Það var einstakt fyrir okkur að koma saman eftir að hafa misst einn af okkar stærstu styrktarmönnum,“ sagði Kane. Þarna talar Diandre Kane um Stefán Þór Kristjánsson, útgerðarbónda frá Grindavík, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi tólfta ágúst, sextíu og eins árs að aldri. Ég tel að þetta sé öruggt núna „Ég tel okkur vera örugga. Ef okkur væri ekki heimilt að snúa aftur þá færum við ekki. Íslensku viðbragðsaðilarnir sem tryggja öryggi okkar hafa lagt nýja vegi og varnargarða,“ sagði Kane. „Ég tel að þetta sé öruggt núna og það er best fyrir okkur og stuðningsmennina ef við getum leikið okkar heimaleiki þar. Við höfum æft þar syðra og það er íþyngjandi að keyra fram og til baka,“ sagði Kane. „Ef það er talið nógu öruggt að leika þar og búa er ekkert til fyrirstöðu að gera það. Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu og því viljum við endilega snúa aftur,“ sagði Kane. Gott að koma til Grindavíkur Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, segir að öruggt sé að vera í Grindavík í dag. „Blessuð sé minning þessa manns sem tapaði lífinu í sprungu hérna þar sem hann var að vinna og reyna bjarga húsi. Þú þarft að hafa mjög einbeittan vilja ef þú ætlar að detta ofan í sprungu í Grindavík. Þú þarft eiginlega að fara yfir girðingar og reyna að koma þér sjálfur í klandur,“ sagði Ingibergur. „Þannig að það er svona aðeins að við vildum líka sýna fólki að það er hægt að vera hérna. Það er búið að vera fólk hérna í allt sumar og það er búið hérna í burtu af húsum. Veitingastaðir eru opnir, útgerðarfyrirtækin eru að fullu og tjaldstæðið var pakkað í allt sumar, sundlaugin er opin. Ég er að reyna að segja fólki að það sé gott að koma til Grindavíkur,“ sagði Ingibergur.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Sjá meira