
Ótrúlegar lokasekúndur þegar Tatum tryggði Boston sigur á Philadelphia
Jayson Tatum tryggði Boston Celtics sigur á Philadelphia 76´ers með þriggja stiga körfu um leið og lokaflautið gall í leik liðanna í nótt. Þá vann Memphis Grizzlies sigur á Denver Nuggets í uppgjöri tveggja efstu liða Vesturdeildarinnar.