„Við vorum teknir í bólinu“ „Við vorum teknir í bólinu“ var það fyrsta sem Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls hafði að segja eftir 91-75 tap gegn Grindavík í kvöld. Körfubolti 20.11.2025 22:25
„Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Jakob Sigurðarson, þjálfari KR í Bónus deild karla, var augljósa svekktur með 99-89 tap sinna manna gegn erkifjendunum í Val nú í kvöld. Eftir jafnar og spennandi 35 mínútur tókst Val að gera út um leikinn á stuttum kafla í fjórða leikhluta. Körfubolti 20.11.2025 22:06
Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Steinar Kaldal, þjálfari Ármanns, segir að nýliðarnir hafi ekki haft orku til að berjast við Njarðvík allt til loka í leik liðanna í IceMar-höllinni í kvöld. Nýr Bandaríkjamaður er á leið í Laugardalinn. Körfubolti 20.11.2025 21:51
Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Körfubolti 20.11.2025 18:32
Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan hefur ákveðið að styrkja læknamiðstöð í Norður-Karólínu um tíu milljónir Bandaríkjadala. Körfubolti 20. nóvember 2025 16:02
Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn „Það er alltaf gaman að spila svona mikilvæga leiki innan tímabilsins. Þeir eru búnir að vinna fyrstu sjö en við sex og tapað einum. Það er gaman að spila um fyrsta sætið,“ segir Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, sem sækir Grindavík heim í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 20. nóvember 2025 14:02
Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Topplið Grindavíkur verður án eins besta leikmanns Bónus-deildarinnar í körfubolta í kvöld, í stórleiknum gegn Tindastóli, eftir að DeAndre Kane var úrskurðaður í eins leiks bann. Körfubolti 20. nóvember 2025 11:01
Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Íslensku landsliðsmennirnir í körfubolta sem spiluðu með sínum liðum í kvöld áttu góðu gengi að fagna. Körfubolti 19. nóvember 2025 21:05
Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Patrick Beverley, fyrrverandi bakvörður í NBA-deildinni í körfubolta, var handtekinn á föstudag í Texas, grunaður um alvarlega líkamsárás. Körfubolti 19. nóvember 2025 15:47
Manchester United með lið í NBA Manchester United er sagt hafa samþykkt að stofna körfuboltalið sem mun taka þátt í NBA Europe, en félagið átti áður körfuboltalið á níunda áratugnum. Körfubolti 19. nóvember 2025 12:03
LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára LeBron James lék sinn fyrsta leik á þessu NBA-tímabili í 140-126 sigri á Utah Jazz í nótt og hóf þar með sitt 23. keppnistímabil í deildinni, sem er met. Körfubolti 19. nóvember 2025 07:53
Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Ný vika og ný grein á Extra-leikunum þar sem þeir Tómas Steindórsson og Andri Már Eggertsson, Nablinn, keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum. Körfubolti 18. nóvember 2025 23:15
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Ísland tapaði með 30 stiga mun, 100-70, fyrir Portúgal í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2027 ytra. Eftir erfiðan annan leikhluta sá liðið aldrei til sólar. Körfubolti 18. nóvember 2025 21:00
Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfuboltakonan Sabrina Ionescu er án efa dáðist körfuboltaleikmaður Oregon-háskólans enda kom hún skólanum hreinlega á körfuboltakortið á tíma sínum í skólanum. Körfubolti 18. nóvember 2025 12:31
Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Pekka Salninen, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið þá tólf leikmenn sem taka þátt í leik kvöldsins gegn Portúgal í undankeppni EM. Körfubolti 18. nóvember 2025 11:02
Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfuboltalið Grindavíkur hefur spilað heima í Grindavík á þessu tímabili og nú vilja erlendir leikmenn liðsins flytja þangað líka. Körfubolti 18. nóvember 2025 08:02
Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Martin Hermannsson var að vanda í aðalhlutverki þegar Alba Berlín vann öruggan sigur gegn Jena í 8-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í körfubolta í kvöld, 91-78. Körfubolti 17. nóvember 2025 21:19
Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta er komið alla leið til Portúgal þar sem liðið mætir heimastúlkum annað kvöld í undankeppni Evrópumótsins. Körfubolti 17. nóvember 2025 14:03
Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ NBA-stjarnan Draymond Green missti stjórn á skapi sínu í leik Golden State Warriors á móti New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 17. nóvember 2025 10:31
LeBron nálgast endurkomu og met LeBron James, stigahæsti leikmaður í sögu NBA deildarinnar, nálgast óðfluga endurkomu eftir meiðsli. James hefur verið á mála hjá South Bay Lakers sem er venslafélag LA Lakers undanfarið snýr aftur á æfingu hjá NBA liðinu í dag. Körfubolti 17. nóvember 2025 07:02
Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Körfubolti og fótbolti eiga sviðið í dag á SÝN Sport rásunum. Undankeppni HM ´26 er að ljúka og farið verður yfir sviðið í Bónus deild karla í körfubolta. Íshokkí fær líka sitt pláss. Fótbolti 17. nóvember 2025 06:00
Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Körfuknattleiksmanninum Kristófer Acox er fátt óviðkomandi þegar kemur að íþróttafélaginu Val. Hann sendi knattspyrnudeildinni væna sneið í athugasemd við færslu á Facebook þegar nokkrir leikmenn kvennaliðs Vals í fótbolta voru kvaddir. Fótbolti 16. nóvember 2025 22:00
Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn New Orleans Pelicans hafa byrjað hörmulega í NBA deildinni í vetur. Liðið hefur unnið tvo af 12 fyrstu leikjum sínum og Joe Dumars hefur fengið nóg. Willie Green hefur verið látinn taka pokann sinn og mun ekki þjálfa liðið lengur. Körfubolti 15. nóvember 2025 23:03
Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Jón Axel Guðmundsson spilaði 20mínútur fyrir San Pablo Burgos og komst vel frá sínu. Hann gat þó ekki hjálpað sínum mönnum til þess að vinna leikinn en liðið tapaði fyrir MB Andorra 86-93 á heimavelli í ACB deildinni á Spáni. Körfubolti 15. nóvember 2025 22:30
Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Elvar Már Friðriksson og félagar í Anwil unnu annan leikinn í röð þegar Twarde voru lagðir af velli í pólsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Leikurinn endaði með 95-101 útisigri Anwil sem er í fjórða sæti deildarinnar. Körfubolti 15. nóvember 2025 18:47