Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Tryggvi Snær Hlinason, lét til sín taka er lið hans Bilbao Basket lagði PAOK að velli í Evrópubikarnum í kvöld. Lokatölur 95-73 Bilbao í vil. Körfubolti 13.1.2026 22:32
Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Stjarnan og Valur unnu leiki sína í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 13.1.2026 22:08
Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín KR hefndi ófaranna gegn Tindastól um síðastliðna helgi í VÍS-bikarnum í körfubolta með því að leggja þær Skagfirsku að velli í Bónus deildinni í kvöld. Lokatölur 82-64 sigur KR. Körfubolti 13.1.2026 18:31
Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti 13.1.2026 12:00
Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti 12.1.2026 21:24
Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson gerir athugasemdir við málflutning Kristins Albertssonar, formanns KKÍ, í pistli á Vísi. Körfubolti 12. janúar 2026 13:02
„Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Remy Martin snýr aftur til leiks með Keflavík í kvöld, þegar liðið heimsækir Val á Hlíðarenda í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta. Körfubolti 12. janúar 2026 12:33
„Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kristinn Albertsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, skrifaði pistil um helgina þar sem hann kallar eftir meiri peningum í íslenskt íþróttastarf og ber tölurnar saman við gríðarstórar upphæðir sem fara í að styrkja erlend kvikmyndafyrirtæki hér á landi. Körfubolti 12. janúar 2026 08:02
Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Ótrúleg karfa DeAndre Kane og þrenna frá Kristófer Acox voru á meðal þess sem sjá mátti í frábærum tilþrifum frá 13. umferð Bónus-deildarinnar í körfubolta, í Bónus Körfuboltakvöldi. Körfubolti 11. janúar 2026 23:15
Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Helgi Már Magnússon var allt annað en sáttur við hugarfar leikmanna sinna þegar Grindavík féll úr leik í VÍS-bikar karla í körfubolta með tapi gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Körfubolti 11. janúar 2026 22:47
Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Hilmar Smári Henningsson snéri aftur í lið Stjörnunnar eftir dvöl sína í Litáen þegar liðið lagði Grindavík að velli í VÍS-bikar karla í körfubolta í kvöld. Hilmar Smári hélt til Litáen í kjölfar þess að hafa orðið Íslandsmeistari með Stjörnunni en lék í Stjörnutreyjunni að nýju í sigrinum gegn Grindvíkingum. Körfubolti 11. janúar 2026 22:43
Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Stjarnan lék á als oddi þegar liðið bar sigurorð af Grindavík, 100-77, í leik liðanna í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í ÞG Verk-höllinni í Ásgarði í Garðabænum í kvöld. Körfubolti 11. janúar 2026 21:24
Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Hamar/Þór varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til að tryggja sig inn í úrslitavikuna í VÍS-bikar kvenna í körfubolta, með sigri gegn Ármanni í æsispennandi leik í Laugardalshöll, 86-82. Körfubolti 11. janúar 2026 19:55
Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfuboltasérfræðingurinn Pavel Ermolinskij er mættur aftur í þjálfun, að minnsta kosti í kvöld, því hann er til aðstoðar hjá Grindvíkingum í stórleiknum við Stjörnuna í VÍS-bikarnum. Körfubolti 11. janúar 2026 19:21
Stólarnir fyrstir í undanúrslit Tindastóll fékk góða mótspyrnu í Stykkishólmi í dag en vann að lokum 1. deildarlið Snæfells, 115-98, í 8-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta. Körfubolti 11. janúar 2026 17:42
Martin öflugur í öruggum sigri Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson átti glimrandi leik er Alba Berlín vann þægilegan 87-62 sigur á Heidelberg í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Körfubolti 11. janúar 2026 16:07
Grátlegt tap Jóns Axels Jón Axel Guðmundsson og félagar í San Pablo Burgos eru í strembinni stöðu í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Þeir töpuðu heimaleik fyrir sterku liði Joventut Badalona með grátlegum hætti í dag. Körfubolti 11. janúar 2026 13:33
Fá nýjan Kana í harða baráttu Njarðvíkingar hafa fundið nýjan Bandaríkjamann í liðið fyrir komandi átök í Bónus deild karla í körfubolta. Sá heitir Luwane Pipkins og kemur úr gríska boltanum. Körfubolti 11. janúar 2026 10:17
Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Nýliðar Ármanns eru í erfiðum málum á botni Bónus-deildar karla í körfubolta en hafa nú fengið til sín bandarískan leikmann sem kynnst hefur deildinni vel í vetur. Körfubolti 10. janúar 2026 23:15
Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sérfræðingarnir í Bónus Körfuboltakvöldi bentu á athyglisverða truflun frá DeAndre Kane á ögurstundu í leik ÍA og Grindavíkur en talið barst þó fljótt að óheppnum ljósmyndara í salnum. Körfubolti 10. janúar 2026 22:31
Frábær sigur Tryggva og félaga Eftir að hafa orðið í 3. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2025 hefur Tryggvi Snær Hlinason unnið tvo leiki í röð með Bilbao Basket, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Körfubolti 10. janúar 2026 20:34
Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Grindavík og Tindastóll bættust í kvöld í hóp með Keflavík og verða með í fjögurra liða úrslitavikunni í VÍS-bikar kvenna í körfubolta. Ármann og Hamar/Þór spila svo um fjórða og síðasta farmiðann annað kvöld. Körfubolti 10. janúar 2026 20:24
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Frábær frammistaða hjá Keflavík í seinni hálfeik í leik liðsins gegn Haukum í átta liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í Blue-höllinni suður með sjó í dag tryggði Keflavíkurliðinu farseðilinn í undanúrslit. Körfubolti 10. janúar 2026 17:46
Íþróttaskuld Þegar ég sat við morgunverðarborðið með kaffibollann minn á næstsíðasta degi síðasta árs þá rak ég augun í stutta forsíðufrétt í Morgunblaðinu varðandi kvikmyndagerð á Íslandi. Fyrirsögnin var “Endurgreiðslur aldrei verið hærri” . Það fyrsta sem kom upp í hugann var, vel gert íslenskur kvikmyndaiðnaður! Skoðun 10. janúar 2026 13:32
Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Hilmar Smári Henningsson samdi í gær við Stjörnuna eftir stutt og strembið stopp í Litáen. Hann gaf sér lítinn tíma í viðræður við önnur lið og stefnir á titilvörn í Garðabæ. Körfubolti 10. janúar 2026 11:01
„Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Álftanes vann í kvöld gríðarlega mikilvægan sigur á Þór Þorlákshöfn þegar liðin mættust í lokaleik 13. umferðar Bónus deild karla í Kaldalóns höllinni í kvöld. Álftanes fór með 22 stiga sigur af hólmi 97-75. Sigurður Pétursson ræddi við Vísi eftir leik. Sport 9. janúar 2026 21:48