Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv

Veðmálasíðan Betsson fékk óvænt að auglýsa í beinni útsendingu á Rúv í kvöld þegar íslenska landsliðið í körfuknattleik keppti æfingarleik gegn Litháum, þar sem Rúv hafði keypt útsendingu frá Litháen með fastri auglýsingu. Veðmálaauglýsingar eru ólöglegar á Íslandi og íþróttastjóri Rúv segir málið óheppilegt. Slíkt muni ekki gerast aftur. 

Innlent
Fréttamynd

Tap í síðasta leik fyrir EM

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði fyrir Litáen, 96-83, í síðasta æfingaleik sínum fyrir EM sem hefst í næstu viku. Leikið var í Alytus í Litáen í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Yfir­lýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael

Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í aðdraganda fyrsta leiks Íslands á Evrópumótinu, þegar liðið mætir Ísrael í Katowice í Póllandi eftir slétta viku. KKÍ muni ekki hætta við að mæta Ísraelsmönnum enda sé það ávísun á bönn og sektir.

Körfubolti
Fréttamynd

Almar var kominn alla leið til Banda­ríkjanna

Almar Orri Atlason verður með íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á Evrópumótinu í Póllandi en það þýddi jafnframt langt ferðalag hjá stráknum. Hann var farinn út í nám í Bandaríkjunum þegar neyðarkallið barst frá Íslandi.

Körfubolti
Fréttamynd

Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM

Nú þegar rétt rúm vika er í að Ísland hefji leik á EM í körfubolta eru nánast allar landsliðstreyjur orðnar uppseldar á heimasíðu Errea á Íslandi. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir eftirspurnina í ár hafa verið mun meiri en áður þegar Ísland hefur farið á EM.

Körfubolti
Fréttamynd

Erfitt að horfa á fé­lagana detta út

„Það er þvílík spenna. Þetta er það sem við erum búnir að vinna að síðan í febrúar og tilhlökkunin hefur magnast og magnast. Það er ógeðslega mikil tilhlökkun. Spennan í hópnum er orðin mjög mikil,“ segir Hilmar Smári Henningsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, sem hefur leik á EM í Póllandi eftir rúma viku.

Körfubolti
Fréttamynd

Svona er hópur Ís­lands sem fer á EM

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur opinberað hvaða tólf leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið sem hefst í næstu viku. Almar Orri Atlason dettur út úr hópnum, sem hafði fyrir daginn í dag verið skorinn niður í 13 leikmenn.

Körfubolti
Fréttamynd

Eigin­konan líkir þjálfara Slóvena við Gosa

Slóvenska körfuboltalandsliðið verður með því íslenska í riðli á Evrópumótinu en sá riðill verður spilaður í Póllandi. Það eru ekki allir sáttir með liðsvalið hjá Slóvenum og ekki síst ein stærsta körfuboltafjölskylda þjóðarinnar. Mikil dramatík er í kringum valið á EM-hópnum.

Körfubolti