Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en á­stæðan sorg­leg

Tæplega áttatíu starfsmenn rekstrarfélags Kringlunnar og Reita í árshátíðarferð eru fastir í Sitges á Spáni eftir að flugi Play var aflýst vegna yfirvofandi gjaldþrots félagsins. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það ekki amalegt að vera strandaglópur í 25 gráðum en tildrögin séu þó ansi sorglegar fréttir.

Innlent
Fréttamynd

„Ó­vænt og líka mjög leiðin­legt“

„Þetta er óvænt og líka mjög leiðinlegt. Ekki bara fyrir hönd okkar og ég verð að segja fyrir hönd Play og fyrir hönd Íslendinga,“ segir Elma Dís Árnadóttir starfsmaður Play, eftir tíðindi morgunsins um að flugfélagið væri hætt starfsemi.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“

Fjármálaráðherra segir tíðindi af gjaldþroti Play í morgun ekki góð. Aftur á móti fljúgi fjöldi flugfélaga til og frá Íslandi og því séu ekki öll eggin í sömu körfu hvað það varðar. Þá segir hann ríkið vel í stakk búið til að takast á við áfallið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Föst í Portúgal: „Sið­laust“ að fljúga vélunum út í morgun

Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins.

Innlent
Fréttamynd

„Hver fyrir sig hvað það varðar“

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir gjaldþrot félagsins miklar sorgarfréttir fyrir starfsfólk félagsins. Margir muni tapa á gjaldþrotinu, hluthafar, kröfuhafar, birgjar og viðskiptavinir. Þá verði það til þess að Íslendingar tapi til lengri tíma vegna hærra verðs flugfara og minna framboðs. Félagið sé illu heilli ekki í neinni stöðu til að aðstoða strandaglópa erlendis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fara yfir stöðuna vegna Play og skipu­leggja sig

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Far­þegar Play í Kefla­vík klóra sér í kollinum

Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Play er gjald­þrota

Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja RÚV af auglýsingamarkaði

Árvakur hf. og Sýn hf. hafa bæði skilað inn umsögn til Alþingis og lagst gegn frumvarpi menningar-, háskóla og nýsköpunarráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Með frumvarpinu er lagt til að hámarkshlutfall fjárveitinga til verkefna lækki úr 25 prósentum niður í 22 prósent, og myndi það þýða að styrkir til fjölmiðla á vegum Sýnar og Árvakurs myndu lækka.

Innlent
Fréttamynd

Kæmi ekki á ó­vart ef „illa nýtt“ bræðsla SVN á Seyðis­firði verði lokað

Það ætti ekki að koma á óvart ef frekari brestur verður á uppsjávartegundum að Síldarvinnslan muni grípa til þess ráðs að loka fiskimjölsverksmiðjunni á Seyðisfirði, sem hefur verið illa nýtt, eftir að hafa farið í miklar fjárfestingar í bræðslunni á Neskaupstað, að mati hlutabréfagreinenda. Líklegast er Síldarvinnslan bregðist við hærri veiði- og kolefnisgjöldum með því að leggja skipum og hagræða, enda samkeppnislega erfitt fyrir félagið að leita leiða til sameininga og samvinnu.

Innherji
Fréttamynd

Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi

Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heildar­virði Al­vogen metið á tvo milljarða dala við sölu á fé­laginu til Lotus

Alvogen Pharma í Bandaríkjunum, sem er að stórum hluta í eigu fjárfestingafélags Róberts Wessman, hefur verið selt til Lotus í Taívan en heildarvirði samheitalyfjafyrirtækisins í viðskiptunum getur numið um tveimur milljörðum Bandaríkjadala. Þetta er önnur risasala Róberts á félögum í lyfjageiranum þar sem hann fer með ráðandi hlut á fáeinum mánuðum.

Innherji
Fréttamynd

Gengi Al­vot­ech rauk upp þegar Deutsche Bank ráð­lagði fjár­festum að kaupa

Hlutabréfaverð Alvotech rauk mest upp um liðlega fimmtán prósent eftir að Deutsche Bank uppfærði mat sitt á félaginu með ráðleggingu til fjárfesta að kaupa en gengishækkunin litaðist meðal annars af því að skortsalar voru að reyna kaupa bréf til að loka stöðum sínum. Greinendur þýska bankans benda á að markaðurinn með líftæknilyfjahliðstæður sé að slíta barnsskónum og telja að Alvotech verði í hópi þeirra félaga sem muni njóta hvað mest ávinnings þegar hann fer að vaxa.

Innherji
Fréttamynd

Ferðum af­lýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaup­manna­höfn

Icelandair aflýsti einni ferð frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi og einni vél snúið við aftur til Keflavíkur eftir að hafa verið lent í Álaborg þar sem Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn var lokaður vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í gærkvöldi. SAS hefur einnig aflýst ferðum milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur en uppákoman hefur ekki haft nein áhrif á áætlunarflug Play.

Innlent
Fréttamynd

T+1 fram­undan í Evrópu. Er ís­lenski markaðurinn til­búinn?

Verslun og viðskipti með ýmsa vöru og þjónustu á internetinu er nokkuð skilvirk og yfirleitt er lítið mál að panta vöru eins og til dæmis skó og fá þá afhenta samdægurs. Ef þú ætlar hins vegar að fjárfesta í hlutabréfum skóframleiðandans, færðu þau ekki afhent fyrr en tveimur dögum eftir kaupin.

Umræðan
Fréttamynd

Vélfag stefnir ríkinu

Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tveir nýir stjórn­endur hjá Símanum

Tveir nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til starfa hjá Símanum. Hjörtur Þór Steindórsson tekur við starfi fjármálastjóra fyrirtækisins og þá hefur Sæunn Björk Þorkelsdóttir verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans.

Viðskipti innlent