Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar

Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna.

Fótbolti
Fréttamynd

Hafa alltaf unnið í Garðabænum síðan Ólafur tók við

Tvö efstu lið Pepsi-deildar karla, Stjarnan og Valur, mætast á Samsung-vellinum í kvöld. Valsmenn eru með þriggja stiga forskot á Stjörnumenn og stíga stórt skref í áttina að því að verja Íslandsmeistaratitilinn með sigri í kvöld. Vinni Garðbæingar tylla þeir sér hins vegar á topp deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fornspyrnan: Júgóslavneski hippinn á Akranesi

Hvað gerir þú þegar liðið þitt, sem hefur orðið meistari fimm ár í röð, missir óvænt sigursælan þjálfara sinn á miðju undirbúningstímabili? Þessa spurningu lagði Stefán Pálsson sagnfræðingur fram í Fornspyrnunni í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Íslenski boltinn