Úrslitaleikur á Kópavogsvelli í kvöld | Valur getur tryggt sér titilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2019 08:00 Landsliðskonurnar Elín Metta Jensen og Ásta Eir Árnadóttir eigast við í fyrri deildarleik Vals og Breiðabliks. vísir/bára Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið sækir Breiðablik heim í sautjándu og næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Valur og Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa verið í sérflokki í Pepsi Max-deildinni í sumar og stungið önnur lið af. Valskonur eru með 46 stig á toppnum, tveimur stigum á undan Blikum. Með sigri í kvöld verður Valur því Íslandsmeistari. Ef leikurinn endar með jafntefli eru Valskonur svo gott sem orðnar Íslandsmeistarar því þær eru með miklu betri markatölu en Blikar. Valur er með 52 mörk í plús en Breiðablik 35. Vinni Blikar verða þeir í bílstjórasætinu fyrir lokaumferðina á laugardaginn.Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni og er markahæst Blika.vísir/báraValur og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli þegar þau mættust á Hlíðarenda í 8. umferð 3. júlí. Valur komst í 2-0 snemma leiks með mörkum Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hlínar Eiríksdóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir minnkaði muninn í 2-1 á 40. mínútu og tveimur mínútum fyrir leikslok jafnaði Alexandra Jóhannsdóttir og tryggði Blikum stig. Þetta er eini leikurinn í Pepsi Max-deildinni í sumar sem Valur hefur ekki unnið. Breiðablik gerði hins vegar markalaust jafntefli við Þór/KA í 13. umferð. Valur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2010 en þeirri bið gæti lokið í kvöld. Valskonur hafa tekið stór skref fram á við síðan á síðasta tímabili. Á sama tíma í fyrra var Valur með 30 stig. Fimm leikmenn í leikmannahópi Vals voru í Íslandsmeistaraliðinu 2010: Dóra María Lárusdóttir, Elín Metta Jensen, Hallbera Gísladóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Thelma Björk Einarsdóttir.Hlín er markahæst í Pepsi Max-deildinni ásamt liðsfélaga sínum, Elínu Mettu.vísir/báraÍ lokaumferðinni á laugardaginn fær Valur Keflavík í heimsókn á meðan Breiðablik sækir Fylki heim. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst stundarfjórðungi fyrir leik. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Fjórir aðrir leikir fara fram í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Úrslitin í fallbaráttunni gætu ráðist en Keflavík verður að vinna HK/Víking og treysta á að ÍBV vinni ekki Fylki til að eiga möguleika á að halda sér uppi.Leikir dagsins: 14:00 KR - Selfoss 14:00 ÍBV - Fylkir 14:00 Keflavík - HK/Víkingur 14:45 Þór/KA - Stjarnan 19:15 Breiðablik - ValurStaðan í Pepsi Max-deild kvenna þegar tveimur umferðum er ólokið. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Fleiri fréttir „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Sjá meira
Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið sækir Breiðablik heim í sautjándu og næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Valur og Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa verið í sérflokki í Pepsi Max-deildinni í sumar og stungið önnur lið af. Valskonur eru með 46 stig á toppnum, tveimur stigum á undan Blikum. Með sigri í kvöld verður Valur því Íslandsmeistari. Ef leikurinn endar með jafntefli eru Valskonur svo gott sem orðnar Íslandsmeistarar því þær eru með miklu betri markatölu en Blikar. Valur er með 52 mörk í plús en Breiðablik 35. Vinni Blikar verða þeir í bílstjórasætinu fyrir lokaumferðina á laugardaginn.Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni og er markahæst Blika.vísir/báraValur og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli þegar þau mættust á Hlíðarenda í 8. umferð 3. júlí. Valur komst í 2-0 snemma leiks með mörkum Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hlínar Eiríksdóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir minnkaði muninn í 2-1 á 40. mínútu og tveimur mínútum fyrir leikslok jafnaði Alexandra Jóhannsdóttir og tryggði Blikum stig. Þetta er eini leikurinn í Pepsi Max-deildinni í sumar sem Valur hefur ekki unnið. Breiðablik gerði hins vegar markalaust jafntefli við Þór/KA í 13. umferð. Valur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2010 en þeirri bið gæti lokið í kvöld. Valskonur hafa tekið stór skref fram á við síðan á síðasta tímabili. Á sama tíma í fyrra var Valur með 30 stig. Fimm leikmenn í leikmannahópi Vals voru í Íslandsmeistaraliðinu 2010: Dóra María Lárusdóttir, Elín Metta Jensen, Hallbera Gísladóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Thelma Björk Einarsdóttir.Hlín er markahæst í Pepsi Max-deildinni ásamt liðsfélaga sínum, Elínu Mettu.vísir/báraÍ lokaumferðinni á laugardaginn fær Valur Keflavík í heimsókn á meðan Breiðablik sækir Fylki heim. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst stundarfjórðungi fyrir leik. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Fjórir aðrir leikir fara fram í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Úrslitin í fallbaráttunni gætu ráðist en Keflavík verður að vinna HK/Víking og treysta á að ÍBV vinni ekki Fylki til að eiga möguleika á að halda sér uppi.Leikir dagsins: 14:00 KR - Selfoss 14:00 ÍBV - Fylkir 14:00 Keflavík - HK/Víkingur 14:45 Þór/KA - Stjarnan 19:15 Breiðablik - ValurStaðan í Pepsi Max-deild kvenna þegar tveimur umferðum er ólokið.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Fleiri fréttir „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Sjá meira