Úrslitaleikur á Kópavogsvelli í kvöld | Valur getur tryggt sér titilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2019 08:00 Landsliðskonurnar Elín Metta Jensen og Ásta Eir Árnadóttir eigast við í fyrri deildarleik Vals og Breiðabliks. vísir/bára Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið sækir Breiðablik heim í sautjándu og næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Valur og Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa verið í sérflokki í Pepsi Max-deildinni í sumar og stungið önnur lið af. Valskonur eru með 46 stig á toppnum, tveimur stigum á undan Blikum. Með sigri í kvöld verður Valur því Íslandsmeistari. Ef leikurinn endar með jafntefli eru Valskonur svo gott sem orðnar Íslandsmeistarar því þær eru með miklu betri markatölu en Blikar. Valur er með 52 mörk í plús en Breiðablik 35. Vinni Blikar verða þeir í bílstjórasætinu fyrir lokaumferðina á laugardaginn.Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni og er markahæst Blika.vísir/báraValur og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli þegar þau mættust á Hlíðarenda í 8. umferð 3. júlí. Valur komst í 2-0 snemma leiks með mörkum Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hlínar Eiríksdóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir minnkaði muninn í 2-1 á 40. mínútu og tveimur mínútum fyrir leikslok jafnaði Alexandra Jóhannsdóttir og tryggði Blikum stig. Þetta er eini leikurinn í Pepsi Max-deildinni í sumar sem Valur hefur ekki unnið. Breiðablik gerði hins vegar markalaust jafntefli við Þór/KA í 13. umferð. Valur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2010 en þeirri bið gæti lokið í kvöld. Valskonur hafa tekið stór skref fram á við síðan á síðasta tímabili. Á sama tíma í fyrra var Valur með 30 stig. Fimm leikmenn í leikmannahópi Vals voru í Íslandsmeistaraliðinu 2010: Dóra María Lárusdóttir, Elín Metta Jensen, Hallbera Gísladóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Thelma Björk Einarsdóttir.Hlín er markahæst í Pepsi Max-deildinni ásamt liðsfélaga sínum, Elínu Mettu.vísir/báraÍ lokaumferðinni á laugardaginn fær Valur Keflavík í heimsókn á meðan Breiðablik sækir Fylki heim. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst stundarfjórðungi fyrir leik. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Fjórir aðrir leikir fara fram í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Úrslitin í fallbaráttunni gætu ráðist en Keflavík verður að vinna HK/Víking og treysta á að ÍBV vinni ekki Fylki til að eiga möguleika á að halda sér uppi.Leikir dagsins: 14:00 KR - Selfoss 14:00 ÍBV - Fylkir 14:00 Keflavík - HK/Víkingur 14:45 Þór/KA - Stjarnan 19:15 Breiðablik - ValurStaðan í Pepsi Max-deild kvenna þegar tveimur umferðum er ólokið. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið sækir Breiðablik heim í sautjándu og næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Valur og Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa verið í sérflokki í Pepsi Max-deildinni í sumar og stungið önnur lið af. Valskonur eru með 46 stig á toppnum, tveimur stigum á undan Blikum. Með sigri í kvöld verður Valur því Íslandsmeistari. Ef leikurinn endar með jafntefli eru Valskonur svo gott sem orðnar Íslandsmeistarar því þær eru með miklu betri markatölu en Blikar. Valur er með 52 mörk í plús en Breiðablik 35. Vinni Blikar verða þeir í bílstjórasætinu fyrir lokaumferðina á laugardaginn.Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni og er markahæst Blika.vísir/báraValur og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli þegar þau mættust á Hlíðarenda í 8. umferð 3. júlí. Valur komst í 2-0 snemma leiks með mörkum Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hlínar Eiríksdóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir minnkaði muninn í 2-1 á 40. mínútu og tveimur mínútum fyrir leikslok jafnaði Alexandra Jóhannsdóttir og tryggði Blikum stig. Þetta er eini leikurinn í Pepsi Max-deildinni í sumar sem Valur hefur ekki unnið. Breiðablik gerði hins vegar markalaust jafntefli við Þór/KA í 13. umferð. Valur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2010 en þeirri bið gæti lokið í kvöld. Valskonur hafa tekið stór skref fram á við síðan á síðasta tímabili. Á sama tíma í fyrra var Valur með 30 stig. Fimm leikmenn í leikmannahópi Vals voru í Íslandsmeistaraliðinu 2010: Dóra María Lárusdóttir, Elín Metta Jensen, Hallbera Gísladóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Thelma Björk Einarsdóttir.Hlín er markahæst í Pepsi Max-deildinni ásamt liðsfélaga sínum, Elínu Mettu.vísir/báraÍ lokaumferðinni á laugardaginn fær Valur Keflavík í heimsókn á meðan Breiðablik sækir Fylki heim. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst stundarfjórðungi fyrir leik. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Fjórir aðrir leikir fara fram í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Úrslitin í fallbaráttunni gætu ráðist en Keflavík verður að vinna HK/Víking og treysta á að ÍBV vinni ekki Fylki til að eiga möguleika á að halda sér uppi.Leikir dagsins: 14:00 KR - Selfoss 14:00 ÍBV - Fylkir 14:00 Keflavík - HK/Víkingur 14:45 Þór/KA - Stjarnan 19:15 Breiðablik - ValurStaðan í Pepsi Max-deild kvenna þegar tveimur umferðum er ólokið.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira