Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2019 15:56 Fjölnismenn fagna. vísir/bára Fjölnir er kominn upp í Pepsi Max-deild karla eftir eins árs fjarveru. Fjölnismenn gerðu 1-1 jafntefli við Leiknismenn í 21. og næstsíðustu umferð Inkasso-deildarinnar í dag. Fjölni dugði jafntefli til að endurheimta sæti sitt í Pepsi Max-deildinni. Ingibergur Kort Sigurðsson kom Fjölni yfir á 77. mínútu en Gyrðir Hrafn Guðbrandsson jafnaði sex mínútum síðar.#FélagiðOkkar er komið í deild þeirra bestu á ný pic.twitter.com/bI1ArEf050 — Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) September 14, 2019 Staða Gróttu er afar góð. Liðið vann Njarðvík, 1-2, og er með þriggja stiga forskot á Leikni í 2. sæti deildarinnar. Seltirningum dugir jafntefli gegn Haukum í lokaumferðinni til að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn. Atli Geir Gunnarsson kom Njarðvík yfir á 32. mínútu en aðeins mínútum síðar jafnaði Valtýr Már Michaelsson fyrir Gróttu. Pétur Theodór Árnason skoraði svo sigurmark gestanna á 59. mínútu. Njarðvíkingar eru sjö stigum frá öruggu sæti og þar með fallnir eftir tveggja ára veru í Inkasso-deildinni. Magni kom sér upp úr fallsæti með sigri á Þrótti R., 3-1, á Grenivík. Gauti Gautason, Kian Williams og Guðni Sigþórsson skoruðu mörk Magnamanna sem hafa unnið fjóra af síðustu sex leikjum sínum. Þetta var sjötta tap Þróttara í röð en þeir eru í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 21 stig. Sindri Scheving skoraði mark Þróttar sem er einu stigi á eftir Haukum, Aftureldingu og Magna sem eru öll með 22 stig. Kristófer Dan Þórðarson skoraði tvö mörk fyrir Hauka sem unnu Keflavík, 3-1. Aron Freyr Róbertsson var einnig á skotskónum. Kristófer Dan hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum Hauka sem eru aðeins stigi frá fallsæti þrátt fyrir tvo sigra í röð. Rúnar Þór Sigurgeirsson skoraði mark Keflvíkinga sem eru í 7. sæti deildarinnar. Þeir hafa tapað tveimur leikjum í röð. Víkingur Ó. bar sigurorð af Aftureldingu í Mosfellsbænum, 0-1. Harley Willard skoraði eina mark leiksins. Afturelding er enn í mikilli fallhættu en Víkingur siglir lygnan sjó í 6. sæti deildarinnar. Þá vann Fram 3-0 sigur á Þór í Safamýrinni. Helgi Guðjónsson skoraði öll mörk Fram sem er í 4. sæti deildarinnar, einu sæti ofar en Þór sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Inkasso-deildin Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Fjölnir er kominn upp í Pepsi Max-deild karla eftir eins árs fjarveru. Fjölnismenn gerðu 1-1 jafntefli við Leiknismenn í 21. og næstsíðustu umferð Inkasso-deildarinnar í dag. Fjölni dugði jafntefli til að endurheimta sæti sitt í Pepsi Max-deildinni. Ingibergur Kort Sigurðsson kom Fjölni yfir á 77. mínútu en Gyrðir Hrafn Guðbrandsson jafnaði sex mínútum síðar.#FélagiðOkkar er komið í deild þeirra bestu á ný pic.twitter.com/bI1ArEf050 — Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) September 14, 2019 Staða Gróttu er afar góð. Liðið vann Njarðvík, 1-2, og er með þriggja stiga forskot á Leikni í 2. sæti deildarinnar. Seltirningum dugir jafntefli gegn Haukum í lokaumferðinni til að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn. Atli Geir Gunnarsson kom Njarðvík yfir á 32. mínútu en aðeins mínútum síðar jafnaði Valtýr Már Michaelsson fyrir Gróttu. Pétur Theodór Árnason skoraði svo sigurmark gestanna á 59. mínútu. Njarðvíkingar eru sjö stigum frá öruggu sæti og þar með fallnir eftir tveggja ára veru í Inkasso-deildinni. Magni kom sér upp úr fallsæti með sigri á Þrótti R., 3-1, á Grenivík. Gauti Gautason, Kian Williams og Guðni Sigþórsson skoruðu mörk Magnamanna sem hafa unnið fjóra af síðustu sex leikjum sínum. Þetta var sjötta tap Þróttara í röð en þeir eru í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 21 stig. Sindri Scheving skoraði mark Þróttar sem er einu stigi á eftir Haukum, Aftureldingu og Magna sem eru öll með 22 stig. Kristófer Dan Þórðarson skoraði tvö mörk fyrir Hauka sem unnu Keflavík, 3-1. Aron Freyr Róbertsson var einnig á skotskónum. Kristófer Dan hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum Hauka sem eru aðeins stigi frá fallsæti þrátt fyrir tvo sigra í röð. Rúnar Þór Sigurgeirsson skoraði mark Keflvíkinga sem eru í 7. sæti deildarinnar. Þeir hafa tapað tveimur leikjum í röð. Víkingur Ó. bar sigurorð af Aftureldingu í Mosfellsbænum, 0-1. Harley Willard skoraði eina mark leiksins. Afturelding er enn í mikilli fallhættu en Víkingur siglir lygnan sjó í 6. sæti deildarinnar. Þá vann Fram 3-0 sigur á Þór í Safamýrinni. Helgi Guðjónsson skoraði öll mörk Fram sem er í 4. sæti deildarinnar, einu sæti ofar en Þór sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Inkasso-deildin Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira