Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Skattheimta í formi gatnagerðargjalda átta stærstu sveitarfélaganna hefur hækkað hressilega undanfarin ár og í sumum þeirra langt umfram hækkun almenns verðlags. Þegar litið er á þróun gatnagerðargjalda fyrir 100 fermetra íbúð í fjölbýli með stæði í bílakjallara má sjá að hún hefur í þessum sveitarfélögum að jafnaði hækkað um 67 prósent eða 1,8 milljónir króna á íbúð á tímabilinu frá 2020 til 2025. Á sama tíma hækkaði byggingarvísitalan um 37 prósent og hækkun gatnagerðagjalda er því talsvert umfram þá hækkun. Gatnagerðargjöld voru að jafnaði 2,7 milljónir króna á hverja 100 fermetra íbúð árið 2020 en voru komin í 4,5 milljónir króna árið 2025. Viðskipti innlent 27.11.2025 13:04
Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Ingibjörg Magnúsdóttir, mannfræðingur og viðskiptastjóri hjá Lotu verkfræðistofu, segir lélega innivist geta haft bein áhrif á afköst og líðan starfsfólks auk þess að geta aukið líkur á veikindum og þannig fjölgað fjarvistum. Viðskipti innlent 27.11.2025 06:45
Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Borgarstjóri segir þéttingu byggðar í Grafarvogi mun minni en áætlað var og að hún sé ekki að forðast íbúa hverfisins. Það sé mikilvægt að hverfi borgarinnar haldi sínum sérkennum. Innlent 26.11.2025 22:00
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent 25.11.2025 16:05
Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent 21.11.2025 12:31
Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar var kynntur sem stórt skref til að fjölga íbúðum, lækka kostnað og bæta stöðu ungs fólks. Markmið ríkisstjórnarinnar með þessum pakka er að auka framboð, draga úr íbúðasöfnun og gera húsnæðiskerfið skilvirkara. Samhliða þessu er unnið að því að eyða óvissu á lánamarkaði í kjölfar vaxtadóms Hæstaréttar. Skoðun 19. nóvember 2025 08:31
Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Það er fátt nýtt undir sólinni. Sólin sest í vestri, árstíðirnar koma og fara og Samfylkingin lætur sjaldnast tækifæri fram hjá sér fara til að hækka skatta. Sú staðreynd blasir nú við í Reykjanesbæ, þar sem ótti okkar sjálfstæðismanna er að raungerast. Skoðun 18. nóvember 2025 18:30
Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Frá og með áramótum mun fjárhagslegur stuðningur hækka til þeirra leigjenda sem búa tveir eða fleiri saman og fá sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykjavíkurborg. Skoðun 18. nóvember 2025 13:01
Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra telur af og frá að fyrirhugaðar skattahækkanir á leigutekjur hafi í för með sér hækkun á leiguverði. Í frumvarpi þar sem mælt er fyrir um hækkanirnar segir þó berum orðum að líklegt sé að leiguverð hækki sökum þeirra. Innlent 17. nóvember 2025 23:12
Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Fjölskyldufaðir segir það svíða að berjast í bökkum við að borga niður húsnæðislán á sama tíma og bankarnir græði á tá og fingri á vaxtakostnaði. Hann segist einskis óska nema fyrirsjáanleika, hann hafi tekið skynsamlegar ákvarðanir sem dugi samt ekki til. Neytendur 17. nóvember 2025 11:02
„Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Ágúst Þór Pétursson, verkefnastjóri mannvirkjasviðs VHE, óttast að boðaðar breytingar á byggingareftirliti séu vanhugsaðar og komi til með að auka kostnað við byggingarframkvæmdir. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið fagaðila við mótun tillagna. Hann kallar eftir úrbótum, bættu eftirliti með núverandi kerfi, og hörðum viðurlögum gegn þeim sem svíkjast undan skildum sínum. Innlent 15. nóvember 2025 22:12
Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Hjólhýsabyggð á Sævarhöfða verður líklega fundið nýtt heimili í Skerjafirði. Íbúi á Sævarhöfða segir að þau muni koma sér fyrir á svæðinu fyrir jól en formaður borgarráðs segir að enn eigi eftir að taka ákvörðun í málinu. Skerjafjörður kom ekki til greina í tillögu starfshóps sem vann að málinu. Innlent 14. nóvember 2025 12:10
Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjan húsnæðispakka sem ætlað er að bæta stöðu ungs fólks og fyrstu kaupenda. Aðgerða er vissulega þörf, en enn sem komið er er fátt fast í hendi. Skoðun 13. nóvember 2025 12:02
Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Yfir þúsund kaupsamningum var þinglýst í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði og voru þeir nokkru fleiri en í mánuðinum á undan. Íbúðalán á breytilegum vöxtum eru nú nánast ófáanleg hjá bönkunum en lífeyrissjóðirnir hafa ekki enn kynnt breytingar á lánaframboði og er ljóst að lánakjör fyrstu kaupenda hafa versnað umfram kjör annarra á síðustu vikum, auk þess sem færri lánaform standa þeim til boða. Viðskipti innlent 13. nóvember 2025 11:52
Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Nýja vaxtaviðmiðið var kynnt sem lausn fyrir heimilin. Það átti að tryggja gagnsæ kjör og meira jafnvægi á húsnæðismarkaði. En þegar verðtryggð kjör bankanna eru reiknuð út blasir við nöturlegur veruleiki. Skoðun 12. nóvember 2025 19:00
Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Það er orðið sárt að horfa upp á takmarkaða möguleika unga fólksins okkar til að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Sífellt stærri hópur býr fram eftir öllu í foreldrahúsum eða ílengist á leigumarkaði. Skoðun 12. nóvember 2025 13:31
Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að leggja um milljón króna stjórnarvaldssekt á rekstraraðila gistiheimilis vegna þess að gistiheimilið var opnað og rekið án tilskilinna leyfa. Umsókn um leyfi var fyrst send árið 2017 en svo hafnað 2020. Ráðuneytið biðst velvirðingar á því í úrskurðinum hversu langan tíma tók að afgreiða málið. Viðskipti innlent 11. nóvember 2025 13:46
Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding HMS hefur lagt fram vegvísi þar sem m.a. er fjallað um breytingar á eftirliti með mannvirkjagerð. Vegvísinn er að finna á heimasíðu stofnunarinnar en þar koma fram vel skilgreind markmið ásamt aðgerðaráætlun. Vegvísirinn var unninn í samráði við hagaðila. Skoðun 11. nóvember 2025 07:01
Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Frumvarp um breytingu á húsleigulögum voru samþykkt til laga á Alþingi í dag. Meðal breytinganna er afnám undanþágu leigusala frá upplýsingarétti almennings. Innlent 10. nóvember 2025 18:00
Byggjum fyrir síðustu kaupendur Þegar stjórnmálamenn ætla að láta til sín taka í húsnæðismálum er stefið oftast hið sama: að nú þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum. Það er vissulega rétt að ungt fólk á erfitt uppdráttar á húsnæðismarkaði, en lausnin gæti hins vegar falist í því að byggja fyrir fólk sem er að kaupa sitt síðasta heimili. Skoðun 9. nóvember 2025 14:30
Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki Varaformaður Ungra Framsóknarmanna segir húsnæðismál og efnahagsmál vera efst á baugi hjá ungu fólki í flokknum um þessar mundir. Ungt fólk vilji ekki búa heima hjá mömmu og pabba til þrítugsaldurs og að það sé ótrúlega dýrt að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur í dag. Innlent 9. nóvember 2025 13:04
Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar hefur nú litið dagsins ljós við jákvæðar undirtektir og það ekki að ástæðulausu. Í þessum áfanga er sjónum einkum beint að fyrstu kaupendum og ungu fólki. Skoðun 8. nóvember 2025 08:31
57 eignir óska eftir eigendum Um þessar mundir finnast hvorki meira né minna en 57 íbúðir til sölu sé leitað eftir fasteignum á Siglufirði á fasteignavef Vísis. Þetta getur ekki annað en talist gríðarlegur fjöldi íbúða í byggðarlagi þar sem íbúar voru 1.163 í ársbyrjun. Skoðun 7. nóvember 2025 08:00
Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Húsnæðismarkaðurinn hefur tekið gríðarlegum breytingum síðustu ár og er í miklu ójafnvægi. Það hefur ekki verið byggt í takti við fjölgun íbúa en það eru líka aðrir drifkraftar sem hafa haft sitt að segja um þá stöðu sem upp er komin. Skoðun 6. nóvember 2025 22:02
Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segja mikilvægt að bregðast við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði. Sólveig Anna kallar eftir leigubremsu og Sigurður segir ríkisstjórnina verða að kynna sín úrræði fljótlega vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu. Viðskipti innlent 6. nóvember 2025 11:40
Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum felast samantekið í að auðvelda ungu fólk koma sér þaki yfir höfuðið. Aðgerðirnar stuðla að auknu framboði á húsnæði og að jafnvægi komist á húsnæðismarkaðurinn í heild sinni. Skoðun 6. nóvember 2025 08:03