Krefur Disney um tíu milljarða dala Teiknarinn Buck Woodall segir Disney hafa stolið hugmyndum úr verkum hans og notað í tveimur teiknimyndum. Woodall óskar eftir skaðabótum upp á tíu milljarða Bandaríkjadala eða 2,5 prósentum af tekjum Moana. Bíó og sjónvarp 14. janúar 2025 15:18
Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Bandaríska ofurparið Tom Holland og Zendaya eru trúlofuð. Þau kynntust við tökur á Spider-Man: Homecoming árið 2017 og keyptu sér svo hús saman í London árið 2022. Það sem meira er er að pabbi Tom Holland hefur tröllatrú á parinu og segir þau munu verða saman til eilífðarnóns. Lífið 14. janúar 2025 13:51
Heitasti leikarinn í Hollywood Erótíski spennutryllirinn Babygirl hefur vakið athygli og umtal að undanförnu en kvikmyndin inniheldur fjöldann allan af djörfum kynlífssenum og einkennist af ögrandi söguþræði. Stórstjarnan Nicole Kidman fer þar á kostum í aðalhlutverki og hefur mótleikari hennar Harris Dickinson ekki vakið minni athygli. Lífið 14. janúar 2025 11:30
Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Bandaríska leik-og söngkonan Jessica Simpson og eiginmaður hennar, Eric Johnson fyrrverandi NFL-leikmaður, eru að skilja eftir tíu ára hjónaband. Hún segir að ákvörðunin hafi verið tekin með hagsmuni barna þeirra í huga. Lífið 14. janúar 2025 10:31
Segir tímann ekki lækna sorgina Leikarinn Ryan Dorsey er enn í miklum sárum eftir fráfall fyrrverandi konu hans Nayu Rivera en hún lést í júlí 2020. Naya hefði átt afmæli í gær og birti Ryan einlæga og sorglega færslu til hennar á samfélagsmiðlinum Instagram. Lífið 13. janúar 2025 13:00
Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Eldar halda áfram að gera íbúum Los Angeles og stjörnum Hollywood lífið leitt. Meðal þess sem stjörnurnar keppast nú við að vekja athygli á í bandarískum miðlum eru lág laun slökkviliðsmanna, tryggingar húsnæðiseigenda og leiguverð þeirra sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín. Lífið 13. janúar 2025 11:32
Skilnaður eftir tuttugu ára samband Leikkonan, Jessica Alba og eiginmaður hennar, Cash Warren kvikmyndaframleiðandi, eru að skilja eftir sextán ára hjónaband. Hjónin kynntust árið 2004. Lífið 10. janúar 2025 17:46
Heimili Hanks rétt slapp Glæsihýsi bandaríska stórleikarans Tom Hanks rétt svo slapp við að verða gróðureldum að bráð í Pacific Palisades hverfinu í Los Angeles. Tom á húsið með eiginkonu sinni Ritu Wilson en þau hafa búið þar í fimmtán ár, frá árinu 2010. Lífið 10. janúar 2025 10:50
Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. Erlent 10. janúar 2025 06:39
Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. Lífið 9. janúar 2025 10:30
„Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. Erlent 9. janúar 2025 09:13
Allt búið hjá Austin og Kaiu Fyrrum stjörnuparið Kaia Gerber, ofurfyrirsæta, og Austin Butler, Hollywood leikari, hafa ákveðið að fara í sundur eftir þriggja ára samband. Því lauk fyrir áramót en Kaia fagnaði nýju ári í Cabo, Mexíkó með vinum, í fjarveru Austin. Lífið 8. janúar 2025 17:03
Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex og Hollywood stjarna, opnaði sig upp á gátt á Instagram í gær með einlægri færslu sem einkenndist af mikilli sorg. Lífið 8. janúar 2025 16:01
Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Það var mikið um litadýrð á rauða dreglinum í gær þegar stórstjörnur heimsins komu saman á Golden Globe verðlaunahátíðinni í Hollywood. Tískuunnendur fylgdust spenntir með fatavali stjarnanna sem fellur auðvitað alltaf mis vel í kramið en það var ekki laust við að tískustraumar frá árinu 2010 hafi gert vart við sig. Tíska og hönnun 6. janúar 2025 11:31
Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Það var mikið um dýrðir þegar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í gær en meðal sigurvegara kvöldsins voru Demi Moore, Zoe Saldana, Adrien Brody og Kieran Culkin. Lífið 6. janúar 2025 08:13
Bráðum verður hún frú Beast YouTube-stjarnan James Donaldson, sem er mun betur þekktur sem MrBeast, og Thea Booysen eru trúlofuð. Lífið 4. janúar 2025 23:16
Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Einbýlishús sem gerði garðinn frægan sem heimili efnafræðikennarans og fíkniefnabarónsins Walters White í sjónvarpsþáttunum Breaking Bad er nú komið á sölu. Eigendur hússins hafa um árabil þurft að sætta sig við þá miklu athygli sem húsið vekur meðal aðdáenda þáttanna, og þurft að gera ýmsar öryggisráðstafanir. Lífið 4. janúar 2025 20:23
Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Maður að nafni Brandon Garrett hyggst höfða mál á hendur rapparanum og söngkonunni Nicki Minaj vegna meintrar líkamsárásar liðið vor. Lögmaður stórstjörnunnar segir ásakanirnar úr lausu lofti gripnar. Erlent 4. janúar 2025 19:22
Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Jeff Baena, eiginmaður leikkonunnar Aubrey Plaza, er látinn, 47 ára að aldri. Lífið 4. janúar 2025 14:44
Illa vegið að íslenskum bjór Bandaríska leikkonan Alexandra Daddario eyddi áramótunum á Íslandi. Hún skellti sér í heita pottinn umkringd íslensku fannfergi og bakaði brauð á hverasvæði svo fátt eitt sé nefnt. Hún fékk þó ekki ýkja sérstakar ráðleggingar um íslenska bjórinn. Lífið 2. janúar 2025 13:45
John Capodice er látinn Bandaríski leikarinn John Capodice er látinn 83 ára að aldri. Hann átti farsælan fjögurra áratuga feril sem karakterleikari í Hollywood. Lífið 2. janúar 2025 10:38
„Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Jocelyn Wildenstein, fyrrum milljarðamæringur þekkt sem „kattarkonan“, er látinn 84 ára að aldri. Wildenstein hlaut viðurnefnið „kattarkonan (e. Catwoman)“ vegna einkennandi útlits sökum fjölda lýtaaðgerða á andliti sem hún fór í til að líkjast ketti. Lífið 1. janúar 2025 18:10
Angus MacInnes er látinn Kanadíski leikarinn Angus MacInnes er látinn 77 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Jon Vander eða „Gullni leiðtogi“ í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni. Lífið 31. desember 2024 10:20
Pitt og Jolie loksins skilin Leikararnir Angelina Jolie og Brad Pitt hafa loksins náð saman um skilnaðarsamning og þar með bundið á einhverjar lengstu skilnaðardeilur í sögu Hollywood. Jolie sótti um skilnað fyrir átta árum. Lífið 31. desember 2024 07:53
Olivia Hussey er látin Breska leikkonan Olivia Hussey er látin 73 ára að aldri. Hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hafa leikið Júlíu í kvikmyndaaðlögun á Rómeu og Júlíu árið 1968. Erlent 29. desember 2024 12:03
Andrew Garfield á Íslandi Bresk-bandaríski leikarinn Andrew Garfield er á Íslandi og virðist hafa skellt sér á Fjallkonuna yfir hátíðarnar. Lífið 28. desember 2024 12:08
Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Bandaríska kvikmyndastjarnan Adam Sandler gaf aðdáendum sínum gjöf um hátíðirnar, en þá birti hann svokallaða kitlu fyrir væntanlega framhaldsmynd um Happy Gilmore, sem er væntanleg á Netflix á næsta ári. Lífið 27. desember 2024 13:02
Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson fer með hlutverk rússnesks fangavarðar í bandarísku ofurhetjumyndinni Kraven the Hunter. Lífið 27. desember 2024 10:37
Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Blaðamaðurinn Kjersti Flaa segist ekki hafa tekið þátt í ófrægingarherferð leikstjórans Justin Baldoni gegn kollega sínum Blake Lively eftir að kvikmynd þeirra It Ends With Us var sýnd í kvikmyndahúsum í ágúst síðastliðnum. Lífið 23. desember 2024 17:03
Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn. Bíó og sjónvarp 22. desember 2024 10:41